Aron Einar: Vonandi fáum við stuðning út á mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2014 07:00 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði. Vísir/Getty „Það er orðið svolítið síðan ég spilaði þarna á vellinum. Það verður mjög gaman að fá að leiða liðið út á völlinn og vera í útiklefanum og svona,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. Aron Einar er í raun á heimavelli þar sem hann leikur með Cardiff. Hann hefur aftur á móti lítið fengið að spila upp á síðkastið. Hann ætlar þó að sýna stjóra Cardiff, Ole Gunnar Solskjær, í leiknum að hann hafi ýmislegt fram að færa. „Vonandi fáum við einhvern stuðning út á mig. Það veltur svolítið á því hversu margir stuðningsmenn Swansea mæta á völlinn. Það er fínt að fá leik núna og sýna sig aðeins. Það er ekkert sjálfgefið að menn séu í liðinu hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni. Ég er að vinna að því að komast aftur inn. Ég er á þeim tímapunkti á ferlinum að ég þarf að spila. Þetta kemur allt með kalda vatninu.“ Ísland er í 48. sæti á FIFA-listanum en Wales í 51. sæti. Samkvæmt listanum eru liðin því áþekk að getu. „Það eru allir klárir í þetta verkefni. Kjörið tækifæri til þess að sýna og sig og sanna eftir Króatíuleikina. Menn vilja komast á rétta braut aftur og fara að vinna leiki. Við vitum líka að Wales er með hörkulið og þetta verður erfiður leikur.“ Strákarnir héldu langan fund í gær. Þar var farið yfir síðustu tvö ár hjá liðinu og byrjað að horfa til framtíðar. Næsta haust hefst undankeppni EM og verða ekki margir æfingaleikir áður en alvaran byrjar. „Þjálfararnir vilja sjá meiri stöðugleika hjá liðinu og að það sé þétt. Walesverjarnir eru líkamlega sterkir og flottir leikmenn inn á milli. Engu að síður leggjum við þennan leik upp með því að vinna hann. Menn ætla að standa sig vel í þessum leik og nýta hann vel í undirbúninginn fyrir EM. Svo verðum við að hafa gaman af þessu, það skiptir miklu máli. Sigur er alltaf ljúfur samt og það skiptir máli að vinna leiki þó að leikurinn gefi engin stig.“ Wales teflir fram alvöru stjörnu í kvöld, sjálfum Gareth Bale, leikmanni Real Madrid. Þennan dýrasta leikmann heims þarf að passa sérstaklega vel í leiknum. „Við verðum einhvern veginn að hægja á honum. Hann hefur verið á blússandi siglingu með Real Madrid upp á síðkastið. Hann er mikilvægur fyrir Wales. Það verður erfitt að stöðva hann en við verðum að leysa það,“ segir Aron en hann bendir á að Wales eigi líka fleiri öfluga stráka sem spili í efstu tveim deildunum á Englandi. „Þetta verður alltaf mikill baráttuleikur. Bretarnir gefa sjaldan eftir þar. Það verður alltaf eitthvað um tæklingar, það er alveg klárt. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir þar.“ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15 Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
„Það er orðið svolítið síðan ég spilaði þarna á vellinum. Það verður mjög gaman að fá að leiða liðið út á völlinn og vera í útiklefanum og svona,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. Aron Einar er í raun á heimavelli þar sem hann leikur með Cardiff. Hann hefur aftur á móti lítið fengið að spila upp á síðkastið. Hann ætlar þó að sýna stjóra Cardiff, Ole Gunnar Solskjær, í leiknum að hann hafi ýmislegt fram að færa. „Vonandi fáum við einhvern stuðning út á mig. Það veltur svolítið á því hversu margir stuðningsmenn Swansea mæta á völlinn. Það er fínt að fá leik núna og sýna sig aðeins. Það er ekkert sjálfgefið að menn séu í liðinu hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni. Ég er að vinna að því að komast aftur inn. Ég er á þeim tímapunkti á ferlinum að ég þarf að spila. Þetta kemur allt með kalda vatninu.“ Ísland er í 48. sæti á FIFA-listanum en Wales í 51. sæti. Samkvæmt listanum eru liðin því áþekk að getu. „Það eru allir klárir í þetta verkefni. Kjörið tækifæri til þess að sýna og sig og sanna eftir Króatíuleikina. Menn vilja komast á rétta braut aftur og fara að vinna leiki. Við vitum líka að Wales er með hörkulið og þetta verður erfiður leikur.“ Strákarnir héldu langan fund í gær. Þar var farið yfir síðustu tvö ár hjá liðinu og byrjað að horfa til framtíðar. Næsta haust hefst undankeppni EM og verða ekki margir æfingaleikir áður en alvaran byrjar. „Þjálfararnir vilja sjá meiri stöðugleika hjá liðinu og að það sé þétt. Walesverjarnir eru líkamlega sterkir og flottir leikmenn inn á milli. Engu að síður leggjum við þennan leik upp með því að vinna hann. Menn ætla að standa sig vel í þessum leik og nýta hann vel í undirbúninginn fyrir EM. Svo verðum við að hafa gaman af þessu, það skiptir miklu máli. Sigur er alltaf ljúfur samt og það skiptir máli að vinna leiki þó að leikurinn gefi engin stig.“ Wales teflir fram alvöru stjörnu í kvöld, sjálfum Gareth Bale, leikmanni Real Madrid. Þennan dýrasta leikmann heims þarf að passa sérstaklega vel í leiknum. „Við verðum einhvern veginn að hægja á honum. Hann hefur verið á blússandi siglingu með Real Madrid upp á síðkastið. Hann er mikilvægur fyrir Wales. Það verður erfitt að stöðva hann en við verðum að leysa það,“ segir Aron en hann bendir á að Wales eigi líka fleiri öfluga stráka sem spili í efstu tveim deildunum á Englandi. „Þetta verður alltaf mikill baráttuleikur. Bretarnir gefa sjaldan eftir þar. Það verður alltaf eitthvað um tæklingar, það er alveg klárt. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir þar.“
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15 Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15
Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30