Sambland af jarðfræði, sögu og kveðskap Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2014 10:00 Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir Árni. Fréttablaðið/Daníel Kvæðið Hallmundarkviða er talið lýsa eldgosi og hraunrennsli og undrun landnámsmanna á slíkum fyrirbærum. Árni Hjartarson jarðfræðingur segir að frá náttúrufræðilegu sjónarmiði sé kviðan einn merkilegasti texti fornritanna og ætlar að halda hádegiserindi um hana í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag. Þar setur hann fram kenningar um tímasetningu eldsumbrotanna, áhrif þeirra á byggðir og bú og um aldur kvæðisins. „Hallmundarkviða hefur verið talin ort á 12. til 13. öld en það kemur í ljós þegar farið er að skoða hana nánar að hún er mun eldri. Mín kenning er sú að hún sé frá 10. öld,“ segir Árni sem giskar á að kvæðið hafi varðveist í munnlegri geymd í tvær til þrjár aldir áður en það var skráð. „Kvæðið endurspeglar reynslu landnámsmanna af jarðeldum. Þegar þeir komu til Íslands frá Skandinavíu og Bretlandseyjum þekktu þeir ekki eldgos, nema hugsanlega af sögusögnum sunnan úr heimi. Þeir höfðu aldrei upplifað slíkt. En strax á landnámsöld verða þeir vitni að eldgosum og og velta fyrir sér hvaða reginöfl valdi þeim og telja ljóst að það séu jötnar og æsir sem þar takist á.“ Nokkur ár eru síðan fræðimenn tóku að velta fyrir sér tengslum Hallmundarkviðu og Hallmundarhrauns, að sögn Árna. „Fram að því var haldið að Hallmundarhraun hefði runnið fyrir landnám en þegar gerðar voru rannsóknir á öskulögum þar þóttust menn sjá að það væri runnið á landnámstíð. Þá fór menn að gruna að tengsl væru milli kvæðisins og eldgossins.“ Árni segir þetta fráleitt í fyrsta sinn sem jarðfræði og kveðskapur sé sett í samhengi. „Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir hann og nefnir Sigurð Þórarinsson og Guðrúnu Larsen og öskulagarannsóknir þeirra sem dæmi. Höfundur Hallmundarkviðu hefur verið óþekktur hingað til en Árni kveðst ætla að upplýsa skoðanir sínar á því leyndarmáli í fyrirlestrinum í dag. Ókeypis er inn og allir velkomnir. Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kvæðið Hallmundarkviða er talið lýsa eldgosi og hraunrennsli og undrun landnámsmanna á slíkum fyrirbærum. Árni Hjartarson jarðfræðingur segir að frá náttúrufræðilegu sjónarmiði sé kviðan einn merkilegasti texti fornritanna og ætlar að halda hádegiserindi um hana í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag. Þar setur hann fram kenningar um tímasetningu eldsumbrotanna, áhrif þeirra á byggðir og bú og um aldur kvæðisins. „Hallmundarkviða hefur verið talin ort á 12. til 13. öld en það kemur í ljós þegar farið er að skoða hana nánar að hún er mun eldri. Mín kenning er sú að hún sé frá 10. öld,“ segir Árni sem giskar á að kvæðið hafi varðveist í munnlegri geymd í tvær til þrjár aldir áður en það var skráð. „Kvæðið endurspeglar reynslu landnámsmanna af jarðeldum. Þegar þeir komu til Íslands frá Skandinavíu og Bretlandseyjum þekktu þeir ekki eldgos, nema hugsanlega af sögusögnum sunnan úr heimi. Þeir höfðu aldrei upplifað slíkt. En strax á landnámsöld verða þeir vitni að eldgosum og og velta fyrir sér hvaða reginöfl valdi þeim og telja ljóst að það séu jötnar og æsir sem þar takist á.“ Nokkur ár eru síðan fræðimenn tóku að velta fyrir sér tengslum Hallmundarkviðu og Hallmundarhrauns, að sögn Árna. „Fram að því var haldið að Hallmundarhraun hefði runnið fyrir landnám en þegar gerðar voru rannsóknir á öskulögum þar þóttust menn sjá að það væri runnið á landnámstíð. Þá fór menn að gruna að tengsl væru milli kvæðisins og eldgossins.“ Árni segir þetta fráleitt í fyrsta sinn sem jarðfræði og kveðskapur sé sett í samhengi. „Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir hann og nefnir Sigurð Þórarinsson og Guðrúnu Larsen og öskulagarannsóknir þeirra sem dæmi. Höfundur Hallmundarkviðu hefur verið óþekktur hingað til en Árni kveðst ætla að upplýsa skoðanir sínar á því leyndarmáli í fyrirlestrinum í dag. Ókeypis er inn og allir velkomnir.
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira