Juba Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 3. mars 2014 07:00 Nóttin var dimm og ég bylti mér í tjaldinu, dýnulaus á grjótharðri mold. Tunglið vakti yfir mér þar sem ég lá innan girðingarinnar í miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Juba í Suður-Súdan. Hafði fengið að tjalda þar á ferðalagi um svæðið sem blaðamaður eftir að friðarsamningarnir voru undirritaðir. Níu árum síðar: Mér berast stöðuskýrslur frá Suður-Súdan. Fólk streymir að miðstöðinni og tjöld spretta upp. Nú vinn ég hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og þar á bæ hringja allar viðvörunarbjöllur. Fleiri en 400.000 börn hafa flúið eftir að stríðsátök brutust út. Örvæntingarfull börn og fjölskyldur leita öryggis innan veggja miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Nema að núna er ekki eitt tjald í garðinum heldur hafast meira en 20.000 manns þar við. Ég skil ekki hvernig fólkið kemst fyrir. Fyrst fer ég að grenja. Síðan fæ ég sent kort að utan sem sýnir viðbrögð UNICEF. Við sjáum um hreint vatn fyrir flóttafólkið, bæði í þessari miðstöð og öðrum úti um landið. Höfum með stuðningi heimsforeldra UNICEF m.a. komið upp hreinlætisaðstöðu og veitt lífsnauðsynlegar bólusetningar gegn farsóttum. Og nú er verið að færa girðingarnar til og stækka svæðið. Það er gott að vita að verið sé að hjálpa.Flóttamannabúðir í Grindavík Mánuði síðar: UNICEF á Íslandi stendur fyrir átaki til að vekja athygli á ömurlegum aðstæðum flóttabarna víða um heim – barna eins og þeirra sem nú hafast við í tjöldum í Suður-Súdan. Hugmyndin er að spegla aðstæður þeirra hingað heim og gefa fólki færi á að styðja baráttu UNICEF fyrir börn á flótta. Íslenska auglýsingastofan og True North hafa gefið UNICEF auglýsingu sem sýnir börn hér á landi á flótta. Til að skapa réttar aðstæður settu sjálfboðaliðar flóttamannabúðir upp við Grindavík. Börnin gátu farið heim að sofa eftir tökurnar. Sem betur fer. Þurftu ekki að liggja berskjölduð í þunnum tjöldum í næturmyrkrinu, háð utanaðkomandi aðstoð. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða börn hér á landi, í Suður-Súdan, Sýrlandi eða annars staðar. Börn á flótta þurfa öryggi og skjól, rétt eins og öll önnur börn. Sameiginlegt verkefni okkar er að gæta þeirra – og það er sannarlega hægt að hjálpa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Nóttin var dimm og ég bylti mér í tjaldinu, dýnulaus á grjótharðri mold. Tunglið vakti yfir mér þar sem ég lá innan girðingarinnar í miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Juba í Suður-Súdan. Hafði fengið að tjalda þar á ferðalagi um svæðið sem blaðamaður eftir að friðarsamningarnir voru undirritaðir. Níu árum síðar: Mér berast stöðuskýrslur frá Suður-Súdan. Fólk streymir að miðstöðinni og tjöld spretta upp. Nú vinn ég hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og þar á bæ hringja allar viðvörunarbjöllur. Fleiri en 400.000 börn hafa flúið eftir að stríðsátök brutust út. Örvæntingarfull börn og fjölskyldur leita öryggis innan veggja miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Nema að núna er ekki eitt tjald í garðinum heldur hafast meira en 20.000 manns þar við. Ég skil ekki hvernig fólkið kemst fyrir. Fyrst fer ég að grenja. Síðan fæ ég sent kort að utan sem sýnir viðbrögð UNICEF. Við sjáum um hreint vatn fyrir flóttafólkið, bæði í þessari miðstöð og öðrum úti um landið. Höfum með stuðningi heimsforeldra UNICEF m.a. komið upp hreinlætisaðstöðu og veitt lífsnauðsynlegar bólusetningar gegn farsóttum. Og nú er verið að færa girðingarnar til og stækka svæðið. Það er gott að vita að verið sé að hjálpa.Flóttamannabúðir í Grindavík Mánuði síðar: UNICEF á Íslandi stendur fyrir átaki til að vekja athygli á ömurlegum aðstæðum flóttabarna víða um heim – barna eins og þeirra sem nú hafast við í tjöldum í Suður-Súdan. Hugmyndin er að spegla aðstæður þeirra hingað heim og gefa fólki færi á að styðja baráttu UNICEF fyrir börn á flótta. Íslenska auglýsingastofan og True North hafa gefið UNICEF auglýsingu sem sýnir börn hér á landi á flótta. Til að skapa réttar aðstæður settu sjálfboðaliðar flóttamannabúðir upp við Grindavík. Börnin gátu farið heim að sofa eftir tökurnar. Sem betur fer. Þurftu ekki að liggja berskjölduð í þunnum tjöldum í næturmyrkrinu, háð utanaðkomandi aðstoð. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða börn hér á landi, í Suður-Súdan, Sýrlandi eða annars staðar. Börn á flótta þurfa öryggi og skjól, rétt eins og öll önnur börn. Sameiginlegt verkefni okkar er að gæta þeirra – og það er sannarlega hægt að hjálpa.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun