Juba Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 3. mars 2014 07:00 Nóttin var dimm og ég bylti mér í tjaldinu, dýnulaus á grjótharðri mold. Tunglið vakti yfir mér þar sem ég lá innan girðingarinnar í miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Juba í Suður-Súdan. Hafði fengið að tjalda þar á ferðalagi um svæðið sem blaðamaður eftir að friðarsamningarnir voru undirritaðir. Níu árum síðar: Mér berast stöðuskýrslur frá Suður-Súdan. Fólk streymir að miðstöðinni og tjöld spretta upp. Nú vinn ég hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og þar á bæ hringja allar viðvörunarbjöllur. Fleiri en 400.000 börn hafa flúið eftir að stríðsátök brutust út. Örvæntingarfull börn og fjölskyldur leita öryggis innan veggja miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Nema að núna er ekki eitt tjald í garðinum heldur hafast meira en 20.000 manns þar við. Ég skil ekki hvernig fólkið kemst fyrir. Fyrst fer ég að grenja. Síðan fæ ég sent kort að utan sem sýnir viðbrögð UNICEF. Við sjáum um hreint vatn fyrir flóttafólkið, bæði í þessari miðstöð og öðrum úti um landið. Höfum með stuðningi heimsforeldra UNICEF m.a. komið upp hreinlætisaðstöðu og veitt lífsnauðsynlegar bólusetningar gegn farsóttum. Og nú er verið að færa girðingarnar til og stækka svæðið. Það er gott að vita að verið sé að hjálpa.Flóttamannabúðir í Grindavík Mánuði síðar: UNICEF á Íslandi stendur fyrir átaki til að vekja athygli á ömurlegum aðstæðum flóttabarna víða um heim – barna eins og þeirra sem nú hafast við í tjöldum í Suður-Súdan. Hugmyndin er að spegla aðstæður þeirra hingað heim og gefa fólki færi á að styðja baráttu UNICEF fyrir börn á flótta. Íslenska auglýsingastofan og True North hafa gefið UNICEF auglýsingu sem sýnir börn hér á landi á flótta. Til að skapa réttar aðstæður settu sjálfboðaliðar flóttamannabúðir upp við Grindavík. Börnin gátu farið heim að sofa eftir tökurnar. Sem betur fer. Þurftu ekki að liggja berskjölduð í þunnum tjöldum í næturmyrkrinu, háð utanaðkomandi aðstoð. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða börn hér á landi, í Suður-Súdan, Sýrlandi eða annars staðar. Börn á flótta þurfa öryggi og skjól, rétt eins og öll önnur börn. Sameiginlegt verkefni okkar er að gæta þeirra – og það er sannarlega hægt að hjálpa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nóttin var dimm og ég bylti mér í tjaldinu, dýnulaus á grjótharðri mold. Tunglið vakti yfir mér þar sem ég lá innan girðingarinnar í miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Juba í Suður-Súdan. Hafði fengið að tjalda þar á ferðalagi um svæðið sem blaðamaður eftir að friðarsamningarnir voru undirritaðir. Níu árum síðar: Mér berast stöðuskýrslur frá Suður-Súdan. Fólk streymir að miðstöðinni og tjöld spretta upp. Nú vinn ég hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og þar á bæ hringja allar viðvörunarbjöllur. Fleiri en 400.000 börn hafa flúið eftir að stríðsátök brutust út. Örvæntingarfull börn og fjölskyldur leita öryggis innan veggja miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Nema að núna er ekki eitt tjald í garðinum heldur hafast meira en 20.000 manns þar við. Ég skil ekki hvernig fólkið kemst fyrir. Fyrst fer ég að grenja. Síðan fæ ég sent kort að utan sem sýnir viðbrögð UNICEF. Við sjáum um hreint vatn fyrir flóttafólkið, bæði í þessari miðstöð og öðrum úti um landið. Höfum með stuðningi heimsforeldra UNICEF m.a. komið upp hreinlætisaðstöðu og veitt lífsnauðsynlegar bólusetningar gegn farsóttum. Og nú er verið að færa girðingarnar til og stækka svæðið. Það er gott að vita að verið sé að hjálpa.Flóttamannabúðir í Grindavík Mánuði síðar: UNICEF á Íslandi stendur fyrir átaki til að vekja athygli á ömurlegum aðstæðum flóttabarna víða um heim – barna eins og þeirra sem nú hafast við í tjöldum í Suður-Súdan. Hugmyndin er að spegla aðstæður þeirra hingað heim og gefa fólki færi á að styðja baráttu UNICEF fyrir börn á flótta. Íslenska auglýsingastofan og True North hafa gefið UNICEF auglýsingu sem sýnir börn hér á landi á flótta. Til að skapa réttar aðstæður settu sjálfboðaliðar flóttamannabúðir upp við Grindavík. Börnin gátu farið heim að sofa eftir tökurnar. Sem betur fer. Þurftu ekki að liggja berskjölduð í þunnum tjöldum í næturmyrkrinu, háð utanaðkomandi aðstoð. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða börn hér á landi, í Suður-Súdan, Sýrlandi eða annars staðar. Börn á flótta þurfa öryggi og skjól, rétt eins og öll önnur börn. Sameiginlegt verkefni okkar er að gæta þeirra – og það er sannarlega hægt að hjálpa.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar