Þjóðin á að ráða Árni Páll Árnason skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Tillaga ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarviðræðna við ESB er óþörf og fer í bága við loforð beggja stjórnarflokka fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir gerðu sér fulla grein fyrir því í aðdraganda síðustu kosninga að þjóðin vildi ekki slíta aðildarviðræðum, þótt hún teldi þær ekki mikilvægasta kosningamálið. Þess vegna lögðu báðir stjórnarflokkarnir til að þjóðin myndi ákveða framhaldið. Hvorugur stjórnarflokkurinn nefndi nokkru sinni þann möguleika að þeir myndu slíta aðildarviðræðum, án þess að spyrja þjóðina. Formanni Sjálfstæðisflokksins verður nú tíðrætt um þann „ómöguleika“ að ríkisstjórn fari að fyrirmælum þjóðar sinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ljóst var að stjórnarflokkarnir myndu ná meirihluta á Alþingi var hann spurður í Fréttablaðinu, 24. apríl, um hvort ekki yrði erfitt fyrir flokka sem væru á móti aðild að stjórna lokaspretti aðildarviðræðna. Þá stóð ekki á svari: „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ sagði hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Sumir halda nú í það hálmstrá að þar sem aðildarumsókn var ekki borin undir þjóðaratkvæði sé á einhvern hátt réttlætanlegt að taka af þjóðinni réttinn til að ákveða um framhaldið nú. Það er alröng ályktun. Stefna síðustu ríkisstjórnar var að ljúka viðræðum og bera endanlegan samning undir þjóðina. Sú stefna byggðist á sömu aðferðafræði og Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson lögðu til í árslok 2008, þegar þeir lögðu til umsókn um aðild að ESB. Kosningaloforð núverandi stjórnarflokka var að bera áframhald viðræðna undir þjóðina. Hvor tveggja leiðin gengur lýðræðislega upp. Ákvörðun núverandi ríkisstjórnar er allt annars eðlis. Hún felst í að slíta viðræðum án alls samráðs við þjóðina og meina kjósendum að taka ákvörðun sem allir flokkar hafa hingað til lofað að þeir fái að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Tillaga ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarviðræðna við ESB er óþörf og fer í bága við loforð beggja stjórnarflokka fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir gerðu sér fulla grein fyrir því í aðdraganda síðustu kosninga að þjóðin vildi ekki slíta aðildarviðræðum, þótt hún teldi þær ekki mikilvægasta kosningamálið. Þess vegna lögðu báðir stjórnarflokkarnir til að þjóðin myndi ákveða framhaldið. Hvorugur stjórnarflokkurinn nefndi nokkru sinni þann möguleika að þeir myndu slíta aðildarviðræðum, án þess að spyrja þjóðina. Formanni Sjálfstæðisflokksins verður nú tíðrætt um þann „ómöguleika“ að ríkisstjórn fari að fyrirmælum þjóðar sinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ljóst var að stjórnarflokkarnir myndu ná meirihluta á Alþingi var hann spurður í Fréttablaðinu, 24. apríl, um hvort ekki yrði erfitt fyrir flokka sem væru á móti aðild að stjórna lokaspretti aðildarviðræðna. Þá stóð ekki á svari: „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ sagði hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Sumir halda nú í það hálmstrá að þar sem aðildarumsókn var ekki borin undir þjóðaratkvæði sé á einhvern hátt réttlætanlegt að taka af þjóðinni réttinn til að ákveða um framhaldið nú. Það er alröng ályktun. Stefna síðustu ríkisstjórnar var að ljúka viðræðum og bera endanlegan samning undir þjóðina. Sú stefna byggðist á sömu aðferðafræði og Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson lögðu til í árslok 2008, þegar þeir lögðu til umsókn um aðild að ESB. Kosningaloforð núverandi stjórnarflokka var að bera áframhald viðræðna undir þjóðina. Hvor tveggja leiðin gengur lýðræðislega upp. Ákvörðun núverandi ríkisstjórnar er allt annars eðlis. Hún felst í að slíta viðræðum án alls samráðs við þjóðina og meina kjósendum að taka ákvörðun sem allir flokkar hafa hingað til lofað að þeir fái að taka.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar