Glæpasamtök helstu stuðningsmenn fíkniefnabannsins Ingvar Smári Birgisson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Síðustu ár hefur verið mikil umræða um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skipulögð erlend glæpastarfsemi nái rótum hér á landi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeirri umræðu, en Heimdellingar hafa lagt fram þá tillögu, að afglæpavæðing fíkniefna sé skilvirkasta aðferðin til að grafa undan skipulagðri glæpastarfsemi. Með afglæpavæðingu fíkniefna væri fjárhagslegum grundvelli kippt undan skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áætlað andvirði fíkniefna sem seljast árlega hér á landi er talið vera 30 til 90 milljarðar. Stærsta og veigamesta orsök þess að erlend skipulögð glæpastarfsemi leitar til landsins er sú að mikla peninga er að hafa við fíkniefnasölu. Rétt eins og áfengisbannið skapaði mafíuna Vestanhafs, þá skapar fíkniefnabannið grundvöll fyrir skipulagða glæpastarfsemi hérlendis. Þegar engin lög gilda, þá ríkir stjórnleysi. Glæpasamtök nota ofbeldi til að leysa allar sínar deilur. Bæði heyja glæpasamtök stríð um yfirráðasvæði, þar sem barist er um réttinn til sölu fíkniefna, og viðskiptavinir eru beittir grófu ofbeldi ef þeir geta ekki borgað skuldir sínar, enda er ekki möguleiki að beita hefðbundnum innheimtuúrræðum. Nýlega hafa komið hryllileg mál á borð lögreglunnar þar sem fíkniefnasjúklingar hafa verið beittir grófu ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Á meðan glæpasamtök sjá um framleiðslu, flutning og sölu fíkniefna þá er ekkert eftirlit með gæðum efnanna né hag neytenda. Engar innihaldsupplýsingar fylgja efnunum, sem hefur leitt til dauða margra ungmenna, þar sem of stórir skammtar hafa verið teknir vegna skorts á upplýsingum um innihald efnanna. Þessi dauðsföll eru bein afleiðing fíkniefnabannsins. Þrátt fyrir að refsingar hafi verið þyngdar hefur neysla á fíkniefnum aukist. Enn fremur hafa samfélagsleg vandamál tengd fíkniefnaneyslu aukist, t.a.m. glæpir og heilbrigðisvandamál. Með afnámi fíkniefnabanns tökum við sterka afstöðu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Auðveldara verður að hafa eftirlit með framleiðslu og neyslu fíkniefnanna, þannig væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Ef markmið yfirvalda er að draga úr glæpum og heilbrigðisvandamálum, þá er ljóst að afnám fíkniefnabanns ber að skoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Smári Birgisson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur verið mikil umræða um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skipulögð erlend glæpastarfsemi nái rótum hér á landi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeirri umræðu, en Heimdellingar hafa lagt fram þá tillögu, að afglæpavæðing fíkniefna sé skilvirkasta aðferðin til að grafa undan skipulagðri glæpastarfsemi. Með afglæpavæðingu fíkniefna væri fjárhagslegum grundvelli kippt undan skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áætlað andvirði fíkniefna sem seljast árlega hér á landi er talið vera 30 til 90 milljarðar. Stærsta og veigamesta orsök þess að erlend skipulögð glæpastarfsemi leitar til landsins er sú að mikla peninga er að hafa við fíkniefnasölu. Rétt eins og áfengisbannið skapaði mafíuna Vestanhafs, þá skapar fíkniefnabannið grundvöll fyrir skipulagða glæpastarfsemi hérlendis. Þegar engin lög gilda, þá ríkir stjórnleysi. Glæpasamtök nota ofbeldi til að leysa allar sínar deilur. Bæði heyja glæpasamtök stríð um yfirráðasvæði, þar sem barist er um réttinn til sölu fíkniefna, og viðskiptavinir eru beittir grófu ofbeldi ef þeir geta ekki borgað skuldir sínar, enda er ekki möguleiki að beita hefðbundnum innheimtuúrræðum. Nýlega hafa komið hryllileg mál á borð lögreglunnar þar sem fíkniefnasjúklingar hafa verið beittir grófu ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Á meðan glæpasamtök sjá um framleiðslu, flutning og sölu fíkniefna þá er ekkert eftirlit með gæðum efnanna né hag neytenda. Engar innihaldsupplýsingar fylgja efnunum, sem hefur leitt til dauða margra ungmenna, þar sem of stórir skammtar hafa verið teknir vegna skorts á upplýsingum um innihald efnanna. Þessi dauðsföll eru bein afleiðing fíkniefnabannsins. Þrátt fyrir að refsingar hafi verið þyngdar hefur neysla á fíkniefnum aukist. Enn fremur hafa samfélagsleg vandamál tengd fíkniefnaneyslu aukist, t.a.m. glæpir og heilbrigðisvandamál. Með afnámi fíkniefnabanns tökum við sterka afstöðu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Auðveldara verður að hafa eftirlit með framleiðslu og neyslu fíkniefnanna, þannig væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Ef markmið yfirvalda er að draga úr glæpum og heilbrigðisvandamálum, þá er ljóst að afnám fíkniefnabanns ber að skoða.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun