Spamalot sýnt í Stjórnarráðinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudaginn söngleikinn Spamalot sem kemur úr smiðju Monty Python-grínaranna. Þeir voru reyndar upp á sitt besta á áttunda áratugnum og sá húmor sem birtist í íslenskri gerð verksins er ansi úr sér genginn og slappur. Engin tilraun er gerð til að nýta tækifærið og skjóta á íslensk stjórnvöld, enda sjá þau svo sem fyllilega um það sjálf að vera aðhlátursefni og kannski engin ástæða til að listamenn reyni að bæta þar um betur. Spamalot minnti þó, hvort sem það var óvart eður ei, töluvert á ástandið á Íslandi í dag. Hinn að því er virðist grunnhyggni Artúr konungur safnar um sig hirð riddara, sem stíga ekki í vitið frekar en hann sjálfur en fyllast sjálfumgleði og hroka við að verða liðsmenn þessa frægasta riddarahóps sögunnar. Saman leggur svo hópurinn upp í leitina að hinum heilaga gral. Hrokinn og ofurtrú á eigið ágæti er leiðarstef hópsins, sem auðvitað verður til þess að þeir reka sig á veggi hvar sem þeir koma, klúðra öllu með heimsku og klaufaskap og ekki nokkrum manni dettur í hug að bera virðingu fyrir þeim. Sigmundur Davíð virðist hafa haft sama stef að leiðarljósi þegar hann valdi sér samstarfsmenn í ríkisstjórnarflokk Framsóknarflokksins; því sjálfumglaðari, grunnhyggnari og verr upplýstir þeim mun betri kandídatar í framvarðasveit flokksins. Vigdís Hauksdóttir er reyndar ekki ráðherra en af einhverjum ástæðum virðist hún veljast oftar en aðrir flokksmenn til að hafa orð fyrir stefnu flokksins með skelfilegum afleiðingum.Fleiprið og rangfærslurnar sem hún lét út úr sér í sjónvarpsþættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær hljómuðu eins og einhver illviljaður háðfugl hefði skrifað fyrir hana handrit sem gerði hana sem allra heimskulegasta: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands, það er ekkert land“, „Það er hungursneyð í Evrópu“ og fleiri fjólur runnu frá henni viðstöðulaust, án þess að nokkur leiðrétti hana. Utanríkisráðherrann okkar bullar út í eitt og sendir frá sér beinlínis hættulegar yfirlýsingar um önnur ríki, og þó einkum ríkjasambandið ESB, sem enga stoð eiga sér í veruleikanum og lýsa skelfilegu þekkingarleysi. Forsætisráðherra sjálfur sýnir ítrekað af sér fádæma hroka og yfirgang og kvartar svo hástöfum yfir því að fólk skuli „leggja hann í einelti“ í stað þess að kunna að meta hann. Vissulega er þetta klassískt efni í farsa en þetta er ekki fyndið – væri ekki einu sinni fyndið á sviði – og það versta er að sýningin er rétt byrjuð. Það eru þrjú ár í hléið. Ætlar þjóðin virkilega að sitja prúð undir þessari sýningu til enda og standa kannski upp og klappa í lokin? Hvað er orðið um baráttuandann úr búsáhaldabyltingunni? Það má labba út af miðri leiksýningu og láta þau boð út ganga að þetta sé ekki sýning sem sé þess virði að sjá. Gildir ekki sama regla um farsa ríkisstjórna?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudaginn söngleikinn Spamalot sem kemur úr smiðju Monty Python-grínaranna. Þeir voru reyndar upp á sitt besta á áttunda áratugnum og sá húmor sem birtist í íslenskri gerð verksins er ansi úr sér genginn og slappur. Engin tilraun er gerð til að nýta tækifærið og skjóta á íslensk stjórnvöld, enda sjá þau svo sem fyllilega um það sjálf að vera aðhlátursefni og kannski engin ástæða til að listamenn reyni að bæta þar um betur. Spamalot minnti þó, hvort sem það var óvart eður ei, töluvert á ástandið á Íslandi í dag. Hinn að því er virðist grunnhyggni Artúr konungur safnar um sig hirð riddara, sem stíga ekki í vitið frekar en hann sjálfur en fyllast sjálfumgleði og hroka við að verða liðsmenn þessa frægasta riddarahóps sögunnar. Saman leggur svo hópurinn upp í leitina að hinum heilaga gral. Hrokinn og ofurtrú á eigið ágæti er leiðarstef hópsins, sem auðvitað verður til þess að þeir reka sig á veggi hvar sem þeir koma, klúðra öllu með heimsku og klaufaskap og ekki nokkrum manni dettur í hug að bera virðingu fyrir þeim. Sigmundur Davíð virðist hafa haft sama stef að leiðarljósi þegar hann valdi sér samstarfsmenn í ríkisstjórnarflokk Framsóknarflokksins; því sjálfumglaðari, grunnhyggnari og verr upplýstir þeim mun betri kandídatar í framvarðasveit flokksins. Vigdís Hauksdóttir er reyndar ekki ráðherra en af einhverjum ástæðum virðist hún veljast oftar en aðrir flokksmenn til að hafa orð fyrir stefnu flokksins með skelfilegum afleiðingum.Fleiprið og rangfærslurnar sem hún lét út úr sér í sjónvarpsþættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær hljómuðu eins og einhver illviljaður háðfugl hefði skrifað fyrir hana handrit sem gerði hana sem allra heimskulegasta: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands, það er ekkert land“, „Það er hungursneyð í Evrópu“ og fleiri fjólur runnu frá henni viðstöðulaust, án þess að nokkur leiðrétti hana. Utanríkisráðherrann okkar bullar út í eitt og sendir frá sér beinlínis hættulegar yfirlýsingar um önnur ríki, og þó einkum ríkjasambandið ESB, sem enga stoð eiga sér í veruleikanum og lýsa skelfilegu þekkingarleysi. Forsætisráðherra sjálfur sýnir ítrekað af sér fádæma hroka og yfirgang og kvartar svo hástöfum yfir því að fólk skuli „leggja hann í einelti“ í stað þess að kunna að meta hann. Vissulega er þetta klassískt efni í farsa en þetta er ekki fyndið – væri ekki einu sinni fyndið á sviði – og það versta er að sýningin er rétt byrjuð. Það eru þrjú ár í hléið. Ætlar þjóðin virkilega að sitja prúð undir þessari sýningu til enda og standa kannski upp og klappa í lokin? Hvað er orðið um baráttuandann úr búsáhaldabyltingunni? Það má labba út af miðri leiksýningu og láta þau boð út ganga að þetta sé ekki sýning sem sé þess virði að sjá. Gildir ekki sama regla um farsa ríkisstjórna?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun