Íslendingar héldu vel utan um Ben Stiller 20. febrúar 2014 17:30 Einar Tómasson Vísir/Daníel Film in Iceland, verkefni sem vinnur að því að fá erlendar kvikmyndir til landsins, var það eina utan Bandaríkjanna sem The Location Manager Guild of America tilnefndi til verðlauna nú á dögunum, fyrir að þjónusta kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty. „Þetta er vottur um að það hafi tekist vel hjá okkur undanfarin ár að laða erlend kvikmyndaverkefni til landsins,“ segir Einar Tómasson, sem hefur stýrt Film in Iceland síðastliðinn áratug. „Og að það er ánægja með þau verkefni sem við höfum stýrt til landsins.“ Film in Iceland er verkefni sem rekið er af iðnaðarráðuneytinu innan Íslandsstofu. „Verkefnin sem hafa komið til landsins hafa gengið mjög vel og þess vegna koma erlendir framleiðendur aftur og aftur. Framleiðslufyrirtækið sem skaut Walter Mitty skaut árið á undan kvikmyndina Prometheus hér á landi. Þeim leið nógu og vel til að koma aftur sem er náttúrulega frábært,“ heldur hann áfram, en Einar leggur mikið upp úr því að þeir kvikmyndaframleiðendur sem taki upp hér á landi kynni Ísland samhliða kvikmyndinni. „Það hefur gengið vel og okkur hefur tekist að fylgja eftir landkynningunni, eins og til dæmis með Walter Mitty þar sem Ísland var hluti af auglýsingaherferðinni fyrir myndina. Ben Stiller ræddi Ísland í spjallþáttum og viðtölum vestan hafs og þar fram eftir götunum,“ útskýrir Einar. En Einar segir margt spila inn í. „Það eru þjónustufyrirtækin og þeir sem vinna að verkefnunum sem láta Film in Iceland líta vel út og við erum ánægð með að taka við tilnefningunni fyrir allan þennan hóp,“ segir hann að lokum.Hlutverk Location Manager er yfirleitt mest í byrjun verkefna. Þeir fara þá og finna hentuga tökustaði en halda svo áfram að stýra öllu því praktíska í kringum tökurnar. Það kemur til dæmis í hlut Location Manager að fá ýmis leyfi sem þarf að fá, ræða við stjórnvöld, vera í samskiptum við þjónustufyrirtæki og þar fram eftir götunum. Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Film in Iceland, verkefni sem vinnur að því að fá erlendar kvikmyndir til landsins, var það eina utan Bandaríkjanna sem The Location Manager Guild of America tilnefndi til verðlauna nú á dögunum, fyrir að þjónusta kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty. „Þetta er vottur um að það hafi tekist vel hjá okkur undanfarin ár að laða erlend kvikmyndaverkefni til landsins,“ segir Einar Tómasson, sem hefur stýrt Film in Iceland síðastliðinn áratug. „Og að það er ánægja með þau verkefni sem við höfum stýrt til landsins.“ Film in Iceland er verkefni sem rekið er af iðnaðarráðuneytinu innan Íslandsstofu. „Verkefnin sem hafa komið til landsins hafa gengið mjög vel og þess vegna koma erlendir framleiðendur aftur og aftur. Framleiðslufyrirtækið sem skaut Walter Mitty skaut árið á undan kvikmyndina Prometheus hér á landi. Þeim leið nógu og vel til að koma aftur sem er náttúrulega frábært,“ heldur hann áfram, en Einar leggur mikið upp úr því að þeir kvikmyndaframleiðendur sem taki upp hér á landi kynni Ísland samhliða kvikmyndinni. „Það hefur gengið vel og okkur hefur tekist að fylgja eftir landkynningunni, eins og til dæmis með Walter Mitty þar sem Ísland var hluti af auglýsingaherferðinni fyrir myndina. Ben Stiller ræddi Ísland í spjallþáttum og viðtölum vestan hafs og þar fram eftir götunum,“ útskýrir Einar. En Einar segir margt spila inn í. „Það eru þjónustufyrirtækin og þeir sem vinna að verkefnunum sem láta Film in Iceland líta vel út og við erum ánægð með að taka við tilnefningunni fyrir allan þennan hóp,“ segir hann að lokum.Hlutverk Location Manager er yfirleitt mest í byrjun verkefna. Þeir fara þá og finna hentuga tökustaði en halda svo áfram að stýra öllu því praktíska í kringum tökurnar. Það kemur til dæmis í hlut Location Manager að fá ýmis leyfi sem þarf að fá, ræða við stjórnvöld, vera í samskiptum við þjónustufyrirtæki og þar fram eftir götunum.
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp