Jöklar eiga í vök að verjast Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 17:00 Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni á það til að brotna upp mjög ört en getur þó stundum gengið fram þótt afkoma hans gefi ekki tilefni til.Fréttablaðið/Heiða „Lengstu skriðjöklarnir styttast mest,“ segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Hlýnun jarðar gerir það að verkum að jöklar eiga í vök að verjast. Því er spáð að jöklar Íslands verði horfnir innan tveggja alda. Fyrst fara skriðjöklarnir og svo meginjöklarnir. Á síðustu öld hvarf einn jökull, Okjökull. „Hann hefur rýrnað svo mikið að hann er kominn niður fyrir tíu prósent af því sem hann var um aldamótin 1900. Nú er einungis eftir smá svellstykki. Það er svo þunnt að það skríður ekki og því er ekki lengur hægt að kalla þetta jökul,“ segir Oddur. Oddur hefur mælt framskrið og hopun skriðjökla síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Jökulsporða var vitjað á 46 mælistöðum síðastliðið sumar. Á nær öllum mælistöðvunum höfðu skriðjöklarnir hopað, mismikið þó. „Hitastigið ræður mestu um afkomu jöklanna, mun meiru en úrkoma. Einn af þeim jöklum sem ég hef fylgst hvað lengst og mest með er Sólheimajökull sem gengur út úr Mýrdalsjökli. Ég hef lært mikið af honum. Hann sýnir mjög skýr viðbrögð við loftslaginu,“ segir Oddur og bætir við að þegar hann setji saman á línurit sumarhitann í Stykkishólmi og sporðabreytingar á Sólheimajökli sé mikil fylgni þar á milli. Sá jökull sem minnkaði mest síðastliðið ár var Heinabergsjökull. Hann hopaði um hátt í kílómetra en ýmislegt getur haft áhrif á mælingarnar. „Vegna þess að undirlag jökla er ekki alls staðar slétt og jafnt koma rykkir í mælinguna þegar jökulsporðurinn liggur fram á hæð eða er í lægð í landslaginu. Einnig eru sumir jöklar huldir einangrandi aurkápu í sporðinn og þá gengur mjög hægt á þá um skeið en að lokum slitnar einangraði ísbunkinn framan af jöklinum og þá styttist jökullinn skyndilega,“ segir Oddur. Hann segir að jöklar sem eru á floti í sporðinn, til dæmis Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni, eigi það til að brotna upp mjög ört en geti þó stundum gengið fram þó að afkoma þeirra gefi ekki tilefni til. Svo eru framhlaupsjöklar eins og Tungnárjökull. Þeir styttast að jafnaði mikið miðað við aðra jökla en svo hlaupa þeir skyndilega fram langar leiðir á örskömmum tíma án þess að menn hafi fundið fullnægjandi skýringu á því háttalagi. Loftslagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
„Lengstu skriðjöklarnir styttast mest,“ segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Hlýnun jarðar gerir það að verkum að jöklar eiga í vök að verjast. Því er spáð að jöklar Íslands verði horfnir innan tveggja alda. Fyrst fara skriðjöklarnir og svo meginjöklarnir. Á síðustu öld hvarf einn jökull, Okjökull. „Hann hefur rýrnað svo mikið að hann er kominn niður fyrir tíu prósent af því sem hann var um aldamótin 1900. Nú er einungis eftir smá svellstykki. Það er svo þunnt að það skríður ekki og því er ekki lengur hægt að kalla þetta jökul,“ segir Oddur. Oddur hefur mælt framskrið og hopun skriðjökla síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Jökulsporða var vitjað á 46 mælistöðum síðastliðið sumar. Á nær öllum mælistöðvunum höfðu skriðjöklarnir hopað, mismikið þó. „Hitastigið ræður mestu um afkomu jöklanna, mun meiru en úrkoma. Einn af þeim jöklum sem ég hef fylgst hvað lengst og mest með er Sólheimajökull sem gengur út úr Mýrdalsjökli. Ég hef lært mikið af honum. Hann sýnir mjög skýr viðbrögð við loftslaginu,“ segir Oddur og bætir við að þegar hann setji saman á línurit sumarhitann í Stykkishólmi og sporðabreytingar á Sólheimajökli sé mikil fylgni þar á milli. Sá jökull sem minnkaði mest síðastliðið ár var Heinabergsjökull. Hann hopaði um hátt í kílómetra en ýmislegt getur haft áhrif á mælingarnar. „Vegna þess að undirlag jökla er ekki alls staðar slétt og jafnt koma rykkir í mælinguna þegar jökulsporðurinn liggur fram á hæð eða er í lægð í landslaginu. Einnig eru sumir jöklar huldir einangrandi aurkápu í sporðinn og þá gengur mjög hægt á þá um skeið en að lokum slitnar einangraði ísbunkinn framan af jöklinum og þá styttist jökullinn skyndilega,“ segir Oddur. Hann segir að jöklar sem eru á floti í sporðinn, til dæmis Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni, eigi það til að brotna upp mjög ört en geti þó stundum gengið fram þó að afkoma þeirra gefi ekki tilefni til. Svo eru framhlaupsjöklar eins og Tungnárjökull. Þeir styttast að jafnaði mikið miðað við aðra jökla en svo hlaupa þeir skyndilega fram langar leiðir á örskömmum tíma án þess að menn hafi fundið fullnægjandi skýringu á því háttalagi.
Loftslagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira