Ofurtollaðar mjólkurvörur á ofurverði Þórólfur Matthíasson skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur í mjólkuriðnaðinum, hafa einkasölustöðu í skjóli ofurtolla. Verðlagning mjólkurvöru er undanþegin samkeppnislögum. Verð á neyslumjólk, smjöri, ostum og undanrennudufti er sett undir svokallaða verðlagsnefnd búvara. Væntanlega er þeirri nefnd ætlað að koma í veg fyrir að vinnslustöðvarnar misbeiti stöðu sinni á mjólkurmarkaðnum. Skoðum það.Verðlagning undanrennudufts Undanrennuduft er mikilvægt hráefni í matvæla- og sælgætisiðnaði. Þann 18. september 2013 ákvað verðlagsnefnd búvara verð á undanrennudufti. Litlir aðilar á mjólkurmarkaði, sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við risana, þurfa að borga 758 krónur á kílóið. Sælgætisframleiðendur og aðrir matvælaframleiðendur sem ekki eru í beinni samkeppni við risana á markaðnum borga aðeins 645 krónur á kílóið. Undanrennuduft flutt frá Evrópu til Íslands myndi kosta um 520 krónur á kílóið á hafnarbakkanum áður en það yrði tollað. Með ofurtollum kostar kílóið af undanrennuduftinu 754 krónur, eða nákvæmlega nógu mikið til að það borgi sig ekki fyrir aðila í samkeppni við mjólkurrisana að flytja það inn! Tilviljun? Varla!Verðlagning osta Ostur er ekki jafn stöðluð vara og undanrennuduft. Því er verðsamanburður erfiður. Kúabændur bera gjarnan saman verð á 45% osti og á Cheddar-osti, en auðvelt er að nálgast uppboðsmarkaðsverð fyrir þann ost. Gildandi heildsöluverð verðlagsnefndarinnar á 45% osti er 1.146 krónur á kílóið. Innfluttur Cheddar frá Evrópu myndi kosta 622 krónur kílóið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eftir tollafgreiðslu væri kílóverðið hins vegar orðið 100% hærra, eða um 1.238 krónur, eða akkúrat nógu hátt til að það borgi sig alls ekki fyrir innflutningsaðila að fara í samkeppni við mjólkurrisana. Tilviljun? Varla!Verðlagning smjörs Smjör hefur langt geymsluþol og er stöðluð vara rétt eins og undanrennuduft. Sem neysluvara hefur smjör óheppilega eiginleika vegna efnasamsetningar og vegna þess hversu hart það er við ísskápshitastig. Margir nota þess vegna feiti unna úr jurtaolíum í stað smjörs. Eftirspurn eftir smjöri er þess vegna mjög næm fyrir verðbreytingum. Þetta setur sitt mark á verðlagninguna! Verðlagsnefndin hefur ákveðið að smjör skuli kosta 624 krónur kílóið. Það er talsvert lægra verð en ótollað innflutt smjör myndi kosta nú. Með tollum væri verð á innfluttu smjöri 1.514 krónur kílóið, eða 140% hærra en ótollað smjör! Við verðlagningu á smjöri hefur verðlagsnefndin væntanlega í huga að heildsöluverð á viðbiti úr sojaafurðum er 300-500 krónur kílóið. Tilviljun? Varla!Verðlagning rjóma Í grein í Fréttablaðinu 15.1. 2014 sýndi ég að rjómalítrinn ætti að kosta 250-300 krónur sé miðað við heildsöluverð smjörs. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð rjóma skuli vera 624 krónur. Tilviljun? Varla!Verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara Verðlagsnefnd búvara virðist fylgja þeirri reglu við ákvörðun heildsöluverðs mjólkurvöru að halda verði hverrar afurðar eins háu og markaðurinn leyfir hverju sinni. Og ofurtollafyrirkomulagið gefur býsna mikið svigrúm fyrir vörur á borð við undanrennuduft, rjóma og ost, en minna fyrir smjör! Séu tölur skoðaðar aftur í tímann helst þetta mynstur. Verð á innlendu undanrennudufti og innlendum ostum er nálægt því verði sem væri á samskonar ofurtolluðum innfluttum varningi. Verð á smjöri er 10-25% hærra en verð á viðbiti úr jurtaolíum. Verð á rjóma er í hæstu hæðum. Ekki verður með nokkru móti séð að verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara sé frábrugðin þeirri verðlagningu sem risarnir á mjólkurmarkaðnum myndu beita væru þeir einráðir um verðlagninguna. Stór samtök launþega eiga fulltrúa í verðlagsnefndinni. Þessir fulltrúar sitja stundum hjá þegar verð mjólkurvöru er hækkað. En sú hjáseta stök markar ekki stefnu! Mjólkurrisarnir hafa sýnilega haft sitt fram og hafa þvingað verð á mjólkurvöru í hæstu hæðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur í mjólkuriðnaðinum, hafa einkasölustöðu í skjóli ofurtolla. Verðlagning mjólkurvöru er undanþegin samkeppnislögum. Verð á neyslumjólk, smjöri, ostum og undanrennudufti er sett undir svokallaða verðlagsnefnd búvara. Væntanlega er þeirri nefnd ætlað að koma í veg fyrir að vinnslustöðvarnar misbeiti stöðu sinni á mjólkurmarkaðnum. Skoðum það.Verðlagning undanrennudufts Undanrennuduft er mikilvægt hráefni í matvæla- og sælgætisiðnaði. Þann 18. september 2013 ákvað verðlagsnefnd búvara verð á undanrennudufti. Litlir aðilar á mjólkurmarkaði, sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við risana, þurfa að borga 758 krónur á kílóið. Sælgætisframleiðendur og aðrir matvælaframleiðendur sem ekki eru í beinni samkeppni við risana á markaðnum borga aðeins 645 krónur á kílóið. Undanrennuduft flutt frá Evrópu til Íslands myndi kosta um 520 krónur á kílóið á hafnarbakkanum áður en það yrði tollað. Með ofurtollum kostar kílóið af undanrennuduftinu 754 krónur, eða nákvæmlega nógu mikið til að það borgi sig ekki fyrir aðila í samkeppni við mjólkurrisana að flytja það inn! Tilviljun? Varla!Verðlagning osta Ostur er ekki jafn stöðluð vara og undanrennuduft. Því er verðsamanburður erfiður. Kúabændur bera gjarnan saman verð á 45% osti og á Cheddar-osti, en auðvelt er að nálgast uppboðsmarkaðsverð fyrir þann ost. Gildandi heildsöluverð verðlagsnefndarinnar á 45% osti er 1.146 krónur á kílóið. Innfluttur Cheddar frá Evrópu myndi kosta 622 krónur kílóið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eftir tollafgreiðslu væri kílóverðið hins vegar orðið 100% hærra, eða um 1.238 krónur, eða akkúrat nógu hátt til að það borgi sig alls ekki fyrir innflutningsaðila að fara í samkeppni við mjólkurrisana. Tilviljun? Varla!Verðlagning smjörs Smjör hefur langt geymsluþol og er stöðluð vara rétt eins og undanrennuduft. Sem neysluvara hefur smjör óheppilega eiginleika vegna efnasamsetningar og vegna þess hversu hart það er við ísskápshitastig. Margir nota þess vegna feiti unna úr jurtaolíum í stað smjörs. Eftirspurn eftir smjöri er þess vegna mjög næm fyrir verðbreytingum. Þetta setur sitt mark á verðlagninguna! Verðlagsnefndin hefur ákveðið að smjör skuli kosta 624 krónur kílóið. Það er talsvert lægra verð en ótollað innflutt smjör myndi kosta nú. Með tollum væri verð á innfluttu smjöri 1.514 krónur kílóið, eða 140% hærra en ótollað smjör! Við verðlagningu á smjöri hefur verðlagsnefndin væntanlega í huga að heildsöluverð á viðbiti úr sojaafurðum er 300-500 krónur kílóið. Tilviljun? Varla!Verðlagning rjóma Í grein í Fréttablaðinu 15.1. 2014 sýndi ég að rjómalítrinn ætti að kosta 250-300 krónur sé miðað við heildsöluverð smjörs. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð rjóma skuli vera 624 krónur. Tilviljun? Varla!Verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara Verðlagsnefnd búvara virðist fylgja þeirri reglu við ákvörðun heildsöluverðs mjólkurvöru að halda verði hverrar afurðar eins háu og markaðurinn leyfir hverju sinni. Og ofurtollafyrirkomulagið gefur býsna mikið svigrúm fyrir vörur á borð við undanrennuduft, rjóma og ost, en minna fyrir smjör! Séu tölur skoðaðar aftur í tímann helst þetta mynstur. Verð á innlendu undanrennudufti og innlendum ostum er nálægt því verði sem væri á samskonar ofurtolluðum innfluttum varningi. Verð á smjöri er 10-25% hærra en verð á viðbiti úr jurtaolíum. Verð á rjóma er í hæstu hæðum. Ekki verður með nokkru móti séð að verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara sé frábrugðin þeirri verðlagningu sem risarnir á mjólkurmarkaðnum myndu beita væru þeir einráðir um verðlagninguna. Stór samtök launþega eiga fulltrúa í verðlagsnefndinni. Þessir fulltrúar sitja stundum hjá þegar verð mjólkurvöru er hækkað. En sú hjáseta stök markar ekki stefnu! Mjólkurrisarnir hafa sýnilega haft sitt fram og hafa þvingað verð á mjólkurvöru í hæstu hæðir.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun