Sækjum fram í sameiningu Margrét Kristmannsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Íslenskur landbúnaður framleiðir mikið af gæðavöru sem á fullt erindi á aðra markaði. Nægir þar að nefna skyrið og lambakjötið – afurðir sem eru þekktar fyrir hollustu og gæði. Bændur í öðrum löndum, ekki síst í ýmsum löndum Evrópu, framleiða ekki síður gæðavörur sem eftirsóttar eru annars staðar en á þeirra heimamarkaði. Vörur sem bændur í öðrum löndum geta oft ekki framleitt. Nú hafa um hríð staðið yfir tvíhliða viðræður við Evrópusambandið um aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað. Erfitt er að átta sig á því hvar þær viðræður standa, en íslensk stjórnvöld vonast til að þeim ljúki á næstu mánuðum. Eins og aðrar sambærilegar viðræður ganga þær út á gagnkvæm viðskipti, þ.e. að í staðinn fyrir aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað verði opnað fyrir aukinn aðgang evrópskra landbúnaðarvara til Íslands. Flestir hljóta að sjá sanngirnina í því.Allir vinna Ekki verður betur séð en að hér sé um að ræða mál sem íslenskur landbúnaður og íslensk verslun eigi að beita sér fyrir í sameiningu og með miklum þunga. Greinilegt er að neytendur eru víða sólgnir í íslenska skyrið og það ætti því að vera sameiginlegt kappsmál að gefa sem flestum neytendum í Evrópu kost á að njóta þess. Á sama hátt er augljóst að íslenskir neytendur eru sólgnir í ýmiskonar erlendar landbúnaðarafurðir, sem ekki er möguleiki á að framleiða hér á landi. Hér er því eftirspurn á báða bóga sem á að bregðast við. Þeir sem hræðast breytingar hafa iðulega teflt íslenskum landbúnaði og íslenskri verslun fram sem andstæðingum, sem er af og frá. Því þó verslunin vilji, eins og fleiri, sjá breytingar á núverandi landbúnaðarkerfi vill hún hag hefðbundins landbúnaðar sem mestan. Sameiginlegt hagsmunamál okkar er að auka tollkvóta í báðar áttir og hér á landbúnaðurinn og verslunin að sækja fram í sameiningu og þrýsta á stjórnvöld. Ef rétt er á málum haldið er langlíklegast að niðurstaðan verði hagfelld fyrir landbúnaðinn, verslunina en ekki síst íslenska neytendur. Svo maður sletti – en þó ekki skyrinu, „win- win“ fyrir alla aðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenskur landbúnaður framleiðir mikið af gæðavöru sem á fullt erindi á aðra markaði. Nægir þar að nefna skyrið og lambakjötið – afurðir sem eru þekktar fyrir hollustu og gæði. Bændur í öðrum löndum, ekki síst í ýmsum löndum Evrópu, framleiða ekki síður gæðavörur sem eftirsóttar eru annars staðar en á þeirra heimamarkaði. Vörur sem bændur í öðrum löndum geta oft ekki framleitt. Nú hafa um hríð staðið yfir tvíhliða viðræður við Evrópusambandið um aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað. Erfitt er að átta sig á því hvar þær viðræður standa, en íslensk stjórnvöld vonast til að þeim ljúki á næstu mánuðum. Eins og aðrar sambærilegar viðræður ganga þær út á gagnkvæm viðskipti, þ.e. að í staðinn fyrir aukinn markaðsaðgang fyrir íslenskar landbúnaðarvörur inn á Evrópumarkað verði opnað fyrir aukinn aðgang evrópskra landbúnaðarvara til Íslands. Flestir hljóta að sjá sanngirnina í því.Allir vinna Ekki verður betur séð en að hér sé um að ræða mál sem íslenskur landbúnaður og íslensk verslun eigi að beita sér fyrir í sameiningu og með miklum þunga. Greinilegt er að neytendur eru víða sólgnir í íslenska skyrið og það ætti því að vera sameiginlegt kappsmál að gefa sem flestum neytendum í Evrópu kost á að njóta þess. Á sama hátt er augljóst að íslenskir neytendur eru sólgnir í ýmiskonar erlendar landbúnaðarafurðir, sem ekki er möguleiki á að framleiða hér á landi. Hér er því eftirspurn á báða bóga sem á að bregðast við. Þeir sem hræðast breytingar hafa iðulega teflt íslenskum landbúnaði og íslenskri verslun fram sem andstæðingum, sem er af og frá. Því þó verslunin vilji, eins og fleiri, sjá breytingar á núverandi landbúnaðarkerfi vill hún hag hefðbundins landbúnaðar sem mestan. Sameiginlegt hagsmunamál okkar er að auka tollkvóta í báðar áttir og hér á landbúnaðurinn og verslunin að sækja fram í sameiningu og þrýsta á stjórnvöld. Ef rétt er á málum haldið er langlíklegast að niðurstaðan verði hagfelld fyrir landbúnaðinn, verslunina en ekki síst íslenska neytendur. Svo maður sletti – en þó ekki skyrinu, „win- win“ fyrir alla aðila.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar