Bætt umræða – aukin virðing Þorsteinn Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2014 11:01 Undanfarið hefur nokkuð verið drepið á nauðsyn þess að bæta yfirbragð opinberrar umræðu, sérstaklega í netheimum. Sannarlega er ekki vanþörf á vakningu í þessum efnum því margir orðaleppar sem látnir eru falla eru engum sæmandi. Verst er þó þegar fólk sem vill væntanlega láta taka sig alvarlega lætur ummæli falla sem ganga þvert á allt velsæmi. Þeir sem vinna opinber störf þurfa að vera við því búnir að finna til tevatnsins vegna aðgerða sinna eða aðgerðaleysis. Allir hafa fullan rétt á að gagnrýna og benda á það sem betur má fara. Ég skal samt viðurkenna að með fullu tilliti til þess sem áður er sagt eru atriði sem ég felli mig ekki við að sé beint að mér og þeim stjórnmálasamtökum sem ég var kosinn á þing fyrir. Ég felli mig til dæmis ekki við að vera kallaður fasisti eða að ég eða stjórnmálasamtök þau sem ég tilheyri búi yfir slíkum tilhneigingum. Að vísu er það svo að flestar ávirðingar í þessa átt hafa undanfarið borist frá einstaklingum sem eru lítt traustvekjandi og njóta reyndar ekki almenns trausts. Nú rétt fyrir áramótin var birt viðtal í Fréttatímanum um atburði nýliðins árs. Þar lét annar viðmælandinn hafa eftir sér ummæli um síðustu kosningabaráttu sem gengu gersamlega fram af mér. Meðal annars sagði viðkomandi: „…að í aðdraganda kosninganna, þegar skoðanakannanir sýndu í hvað stefndi og við sáum fylgi Framsóknar stíga, leið mér eins og ég væri að horfa á hryllingsmynd með raðmorðingja sem gengur laus.“ Og litlu síðar: „…ég held við séum á vissan hátt í gini morðingjans núna og erum að súpa seyðið af þessu.“Ekki sæmandi Nú er ekki eins og sá sem lét ummælin falla sé einhver skynskiptingur. Þvert á móti á viðkomandi að heita bókmenntafræðingur og ætti því að þekkja merkingu þeirra orða sem hún lætur falla. Ekki lítur samt út fyrir að viðkomandi hafi verið á kafi í fagurbókmenntunum. Hvað sem því líður eru ummæli bókmenntafræðingsins náttúrulega ekki sæmandi og bera vitni um litla sjálfsvirðingu því sá sem ekki ber virðingu fyrir sjálfum sér er ekki fær um að bera virðingu fyrir öðrum. Auðvitað á maður ekki að skensa svona fólk heldur vorkenna því en sá sem hér skrifar er ekki nógu langt kominn á þroskabrautinni til að láta svona ummæli sem vind um eyrun þjóta. Nú er nefnilega kominn tími til að spyrna við fótum. Opinber umræða á ekki að vera á þessum nótum. Það á ekki að þola að stór hluti þjóðarinnar sé dreginn niður með þessum hætti. Brýn nauðsyn er á því að opinber umræða sé dregin upp úr þessum förum. Vinnum það áramótaheit að bæta opinbera umræðu og hætta slíkum endemis sleggjudómum heimsku og niðurlægingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur nokkuð verið drepið á nauðsyn þess að bæta yfirbragð opinberrar umræðu, sérstaklega í netheimum. Sannarlega er ekki vanþörf á vakningu í þessum efnum því margir orðaleppar sem látnir eru falla eru engum sæmandi. Verst er þó þegar fólk sem vill væntanlega láta taka sig alvarlega lætur ummæli falla sem ganga þvert á allt velsæmi. Þeir sem vinna opinber störf þurfa að vera við því búnir að finna til tevatnsins vegna aðgerða sinna eða aðgerðaleysis. Allir hafa fullan rétt á að gagnrýna og benda á það sem betur má fara. Ég skal samt viðurkenna að með fullu tilliti til þess sem áður er sagt eru atriði sem ég felli mig ekki við að sé beint að mér og þeim stjórnmálasamtökum sem ég var kosinn á þing fyrir. Ég felli mig til dæmis ekki við að vera kallaður fasisti eða að ég eða stjórnmálasamtök þau sem ég tilheyri búi yfir slíkum tilhneigingum. Að vísu er það svo að flestar ávirðingar í þessa átt hafa undanfarið borist frá einstaklingum sem eru lítt traustvekjandi og njóta reyndar ekki almenns trausts. Nú rétt fyrir áramótin var birt viðtal í Fréttatímanum um atburði nýliðins árs. Þar lét annar viðmælandinn hafa eftir sér ummæli um síðustu kosningabaráttu sem gengu gersamlega fram af mér. Meðal annars sagði viðkomandi: „…að í aðdraganda kosninganna, þegar skoðanakannanir sýndu í hvað stefndi og við sáum fylgi Framsóknar stíga, leið mér eins og ég væri að horfa á hryllingsmynd með raðmorðingja sem gengur laus.“ Og litlu síðar: „…ég held við séum á vissan hátt í gini morðingjans núna og erum að súpa seyðið af þessu.“Ekki sæmandi Nú er ekki eins og sá sem lét ummælin falla sé einhver skynskiptingur. Þvert á móti á viðkomandi að heita bókmenntafræðingur og ætti því að þekkja merkingu þeirra orða sem hún lætur falla. Ekki lítur samt út fyrir að viðkomandi hafi verið á kafi í fagurbókmenntunum. Hvað sem því líður eru ummæli bókmenntafræðingsins náttúrulega ekki sæmandi og bera vitni um litla sjálfsvirðingu því sá sem ekki ber virðingu fyrir sjálfum sér er ekki fær um að bera virðingu fyrir öðrum. Auðvitað á maður ekki að skensa svona fólk heldur vorkenna því en sá sem hér skrifar er ekki nógu langt kominn á þroskabrautinni til að láta svona ummæli sem vind um eyrun þjóta. Nú er nefnilega kominn tími til að spyrna við fótum. Opinber umræða á ekki að vera á þessum nótum. Það á ekki að þola að stór hluti þjóðarinnar sé dreginn niður með þessum hætti. Brýn nauðsyn er á því að opinber umræða sé dregin upp úr þessum förum. Vinnum það áramótaheit að bæta opinbera umræðu og hætta slíkum endemis sleggjudómum heimsku og niðurlægingar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar