Ég er bara normið Vera Vonder Sölvadóttir skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Hildur Lilliendahl skrifaði grein sem birtist nýlega á Knúzinu og ber heitið Kvalarar. Greinin hennar fjallar um menn úr öllum stéttum samfélagsins sem beita kynferðislegu ofbeldi og hvernig tekið er á málum þeirra. Sumir og að mér skilst langflestir þeirra komast upp með dólgsháttinn og halda ótrauðir áfram en fórnarlömbin virðast seint eða aldrei bíða þess bætur. Í greininni fjallar Hildur meðal annars um kynferðislegt áreiti sem hún varð fyrir í æsku. Greinin snerti mig. Maðurinn sem um ræðir hafði haldið uppteknum hætti síðan hann áreitti Hildi í æsku og var auk þess farinn að standa í ritdeilum við hana á netinu. Raunar hafði hann í millitíðinni verið dæmdur í héraðsdómi fyrir að misnota börn og sat inni í fangelsi fyrir það. En kvalari Hildar hélt áfram. Það sem fær mig til að rita þessi orð núna er að það rifjaðist upp fyrir mér merkilegt símtal sem ég átti fyrir nokkru. Það var hringt í mig á vegum Háskóla Íslands og ég var beðin um að taka þátt í könnun á ofbeldi. Ég tek sárasjaldan þátt í könnunum og aðeins ef ég tel málstaðinn góðan og mér finnist ég geta veitt málefninu lið. Konan í símanum vildi spyrja mig spurninga um kynferðislegt áreiti. Fyrst spurði hún hvort ég hefði orðið fyrir slíku áreiti. Ég svaraði neitandi og spurningarnar urðu ítarlegri. Eftir að ég hafði svarað spurningum hennar bæði játandi og neitandi eftir bestu samvisku benti konan mér á að þó að ég hefði svarað fyrstu spurningunni neitandi hefði ég, miðað við svörin á þeim spurningum sem fylgdu á eftir, orðið fyrir ofbeldi.Dónakallarnir halda áfram Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi eftir röð atvika sem flokkast undir kynferðislegt áreiti. Mér hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér. Náungi kom að mér í verslunarmiðstöð og greip um klofið á mér þegar ég var í pilsi. Ég hef líklega verið tólf, þrettán ára. Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm. Ég hætti bara að ganga í pilsi. Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna. Óteljandi athugasemdir hafa verið gerðar varðandi líkama minn af ókunnugum gaurum úti á götu. Ég get endalaust rifjað upp atvik eins og þessi sem ég hef ekki litið á sem áreiti eða ofbeldi. Þetta er normið fyrir mér. Enda hafa allar mínar vinkonur lent í svipuðum uppákomum. Eiginlega allar konur sem ég þekki, systur mínar, móðir, kunningjakonur, frænkur. Ég fann enga undantekningu. Við erum bara vanar þessu og dónakallarnir halda áfram. Eins og Hildur Lilliendahl tel ég mig vera sjálfstæða, með sterkar skoðanir og einbeittan vilja síðan ég var barn. Ég hef alltaf svarað fyrir mig og horft stíft á móti ef ég lendi í svona aðstæðum og komið ógeðsköllunum í skilning um að láta mig í friði. Þegar ég nenni. Það er samt sem áður ótrúlegt hvað þurfti mikið til að koma mér í skilning um að það er ekkert eðlilegt við þetta. En ég hef auðvitað aldrei lent í neinu. Ég er bara normið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Hildur Lilliendahl skrifaði grein sem birtist nýlega á Knúzinu og ber heitið Kvalarar. Greinin hennar fjallar um menn úr öllum stéttum samfélagsins sem beita kynferðislegu ofbeldi og hvernig tekið er á málum þeirra. Sumir og að mér skilst langflestir þeirra komast upp með dólgsháttinn og halda ótrauðir áfram en fórnarlömbin virðast seint eða aldrei bíða þess bætur. Í greininni fjallar Hildur meðal annars um kynferðislegt áreiti sem hún varð fyrir í æsku. Greinin snerti mig. Maðurinn sem um ræðir hafði haldið uppteknum hætti síðan hann áreitti Hildi í æsku og var auk þess farinn að standa í ritdeilum við hana á netinu. Raunar hafði hann í millitíðinni verið dæmdur í héraðsdómi fyrir að misnota börn og sat inni í fangelsi fyrir það. En kvalari Hildar hélt áfram. Það sem fær mig til að rita þessi orð núna er að það rifjaðist upp fyrir mér merkilegt símtal sem ég átti fyrir nokkru. Það var hringt í mig á vegum Háskóla Íslands og ég var beðin um að taka þátt í könnun á ofbeldi. Ég tek sárasjaldan þátt í könnunum og aðeins ef ég tel málstaðinn góðan og mér finnist ég geta veitt málefninu lið. Konan í símanum vildi spyrja mig spurninga um kynferðislegt áreiti. Fyrst spurði hún hvort ég hefði orðið fyrir slíku áreiti. Ég svaraði neitandi og spurningarnar urðu ítarlegri. Eftir að ég hafði svarað spurningum hennar bæði játandi og neitandi eftir bestu samvisku benti konan mér á að þó að ég hefði svarað fyrstu spurningunni neitandi hefði ég, miðað við svörin á þeim spurningum sem fylgdu á eftir, orðið fyrir ofbeldi.Dónakallarnir halda áfram Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi eftir röð atvika sem flokkast undir kynferðislegt áreiti. Mér hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér. Náungi kom að mér í verslunarmiðstöð og greip um klofið á mér þegar ég var í pilsi. Ég hef líklega verið tólf, þrettán ára. Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm. Ég hætti bara að ganga í pilsi. Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna. Óteljandi athugasemdir hafa verið gerðar varðandi líkama minn af ókunnugum gaurum úti á götu. Ég get endalaust rifjað upp atvik eins og þessi sem ég hef ekki litið á sem áreiti eða ofbeldi. Þetta er normið fyrir mér. Enda hafa allar mínar vinkonur lent í svipuðum uppákomum. Eiginlega allar konur sem ég þekki, systur mínar, móðir, kunningjakonur, frænkur. Ég fann enga undantekningu. Við erum bara vanar þessu og dónakallarnir halda áfram. Eins og Hildur Lilliendahl tel ég mig vera sjálfstæða, með sterkar skoðanir og einbeittan vilja síðan ég var barn. Ég hef alltaf svarað fyrir mig og horft stíft á móti ef ég lendi í svona aðstæðum og komið ógeðsköllunum í skilning um að láta mig í friði. Þegar ég nenni. Það er samt sem áður ótrúlegt hvað þurfti mikið til að koma mér í skilning um að það er ekkert eðlilegt við þetta. En ég hef auðvitað aldrei lent í neinu. Ég er bara normið.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun