Engin skólagjöld! Sóley Tómasdóttir skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Undanfarna daga hefur skynsamt fólk keppst við að gagnrýna hugmyndir Viðskiptaráðs um innheimtu skólagjalda við Háskólann. Eðlilega. Norrænt velferðarsamfélag innheimtir ekki skólagjöld, enda byggir það á jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa tækifæri til að mennta sig og rækta hæfileika sína – þannig tryggjum við kraftmikið, skapandi og gott samfélag. Tækifæri fólks eru vissulega háð mörgum samverkandi breytum en hér verður þó aðeins einblínt á fjárhagsleg áhrif. Ef okkur er alvara með hið norræna velferðarsamfélag, jöfnu tækifærin og gjaldfrelsið þarf að endurskoða ansi margt. Í 20 ár hefur leikskólinn verið viðurkenndur og skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Þar njóta yngstu börnin menntunar í samræmi við aldur og þroska. Fyrir það greiða reykvískir foreldrar hundruð þúsunda á ári. Grunnskólinn er lögbundinn og gjaldfrjáls að nafninu til. Í Reykjavík er þó rukkað fyrir afmarkaðan hluta skóladagsins, hádegisverðinn (fyrir utan frístundaheimilin sem ekki verður fjallað um hér). Fyrir hann greiða foreldrar tæpar 60 þúsund krónur á ári. Opinberir framhaldsskólar innheimta 24 þúsund á ári í innritunar- og efnisgjald og innritunargjald í HÍ er 60 þúsund á ári. Í Reykjavík ríkir ekki jafnrétti til náms. Til eru dæmi um börn sem ekki fara í leikskóla af fjárhagslegum ástæðum. Á síðasta ári var fimm börnum vikið af leikskólum borgarinnar vegna vanskila foreldra. Hvort tveggja er óásættanlegt. Börnin eru ekki mörg, en það skiptir engu máli. Mismunun er ekkert réttlætanlegri gagnvart fáum en mörgum. Gjaldtakan hefur einnig áhrif á lífskjör barnafólks og tækifæri þess til menntunar á efri stigum og eru þá ótalin önnur afleidd áhrif. Eigi hér að ríkja raunverulegt jafnrétti til náms verða öll skólastig að vera gjaldfrjáls. Það krefst endurskoðunar á nýtingu sameiginlegra sjóða, skatta og útsvars. Slík endurskoðun krefst svo aftur hugrekkis og stefnufestu. Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin í þá vinnu. Á næsta kjörtímabili verður að endurskoða gjaldheimtu borgarinnar og vinna áætlun um gjaldfrjálsa þjónustu við börn. Þannig bætum við lífskjör barnafjölskyldna og stuðlum að raunverulegu jafnrétti til náms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur skynsamt fólk keppst við að gagnrýna hugmyndir Viðskiptaráðs um innheimtu skólagjalda við Háskólann. Eðlilega. Norrænt velferðarsamfélag innheimtir ekki skólagjöld, enda byggir það á jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa tækifæri til að mennta sig og rækta hæfileika sína – þannig tryggjum við kraftmikið, skapandi og gott samfélag. Tækifæri fólks eru vissulega háð mörgum samverkandi breytum en hér verður þó aðeins einblínt á fjárhagsleg áhrif. Ef okkur er alvara með hið norræna velferðarsamfélag, jöfnu tækifærin og gjaldfrelsið þarf að endurskoða ansi margt. Í 20 ár hefur leikskólinn verið viðurkenndur og skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Þar njóta yngstu börnin menntunar í samræmi við aldur og þroska. Fyrir það greiða reykvískir foreldrar hundruð þúsunda á ári. Grunnskólinn er lögbundinn og gjaldfrjáls að nafninu til. Í Reykjavík er þó rukkað fyrir afmarkaðan hluta skóladagsins, hádegisverðinn (fyrir utan frístundaheimilin sem ekki verður fjallað um hér). Fyrir hann greiða foreldrar tæpar 60 þúsund krónur á ári. Opinberir framhaldsskólar innheimta 24 þúsund á ári í innritunar- og efnisgjald og innritunargjald í HÍ er 60 þúsund á ári. Í Reykjavík ríkir ekki jafnrétti til náms. Til eru dæmi um börn sem ekki fara í leikskóla af fjárhagslegum ástæðum. Á síðasta ári var fimm börnum vikið af leikskólum borgarinnar vegna vanskila foreldra. Hvort tveggja er óásættanlegt. Börnin eru ekki mörg, en það skiptir engu máli. Mismunun er ekkert réttlætanlegri gagnvart fáum en mörgum. Gjaldtakan hefur einnig áhrif á lífskjör barnafólks og tækifæri þess til menntunar á efri stigum og eru þá ótalin önnur afleidd áhrif. Eigi hér að ríkja raunverulegt jafnrétti til náms verða öll skólastig að vera gjaldfrjáls. Það krefst endurskoðunar á nýtingu sameiginlegra sjóða, skatta og útsvars. Slík endurskoðun krefst svo aftur hugrekkis og stefnufestu. Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin í þá vinnu. Á næsta kjörtímabili verður að endurskoða gjaldheimtu borgarinnar og vinna áætlun um gjaldfrjálsa þjónustu við börn. Þannig bætum við lífskjör barnafjölskyldna og stuðlum að raunverulegu jafnrétti til náms.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar