Hvenær fáum við hreindýrabjór? Haraldur Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2014 08:00 Markaðshorn MarkaðarinsLaugardaginn 1. mars næstkomandi verða liðin tuttugu og fimm ár síðan sala á bjór var heimiluð í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum. Margt hefur breyst á þeim tíma. Rótgróin fyrirtæki keppa nú við nýja kynslóð örbruggara sem sumir hverjir hafa náð góðum árangri á tiltölulega stuttum tíma. Íslenskum árstíðabjórum fer fjölgandi og margar tegundir seljast upp á fáeinum dögum. Sala á bjór til útlanda hefur aukist og á síðasta ári fluttu íslenskir framleiðendur út tuttugu og fimm ólíkar tegundir. Drykkurinn sem áður var bannaður í 74 ár er nú orðinn svo viðurkenndur hluti af íslenskri menningu að eftirlitsstofnanir sem fara með matvælaeftirlit í landinu geta ekki einu sinni bannað framleiðslu á bjór sem inniheldur hráefni sem ekki má gefa svínum, beljum eða öðrum skepnum sem ætlaðar eru til manneldis.Af innyflum, þörmum og þarmainnihaldi Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og yfirmanns ráðuneytisins sem fer með matvælaeftirlit, um að heimila sölu og dreifingu á þorrabjórnum Hval sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiddi, er umdeild. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafði áður bannað framleiðslu á bjórnum en Hvalur innihélt eins og flestir vita hvalmjöl. Það er sagt innihalda innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Um tvö þúsund lítrar af vörunni seldust í verslunum ÁTVR á einni viku. Sumir gagnrýna ákvörðun ráðherra en sjálfur vísar hann í lagalega „óvissu“ í tengslum við ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Framleiðandi Hvals seldi alla sína fimm þúsund lítra á einni viku í lok janúar en niðurstaða um hina lagalegu „óvissu“ mun ekki liggja fyrir fyrr en „að lokinni ítarlegri skoðun á málinu“, eins og segir í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar alþingismanns.Íslenskur bjór í átta löndum Markaðurinn fjallaði í október um útflutning á íslenskum bjór. Þar kom fram að útflutningsverðmæti bjórs nam um 68 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum síðasta árs. Verðmætið hafði þá meira en tvöfaldast frá sama tímabili árið áður. Sex innlendir framleiðendur fluttu þá út eins og áður segir um tuttugu og fimm tegundir til átta landa í þremur heimsálfum. Þar var um að ræða tvo stærri framleiðendur; Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, og fjögur örbrugghús. Ölvisholt brugghús er eitt þeirra og forsvarsmenn þess hafa staðið í útflutningi frá árinu 2008 og stefna á frekari landvinninga. „Staðan í dag er þannig að helmingur af okkar framleiðslu fer í útflutning og það er fyrirséð að hann verði stærri en heimamarkaðurinn,“ sagði Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts í samtali við Markaðinn. Hvað með Austurland? Finna má brugghús bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tvö þeirra, Ölgerðin og Borg brugghús, eru í Reykjavík. Steðji bruggar sinn bjór í Borgarfirði og Gæðingur Öl í Skagafirði. Bruggsmiðjan framleiðir bjórinn Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði og Vífilfell bruggar á Akureyri. Engin brugghús eru á Austurlandi en Ölvisholt lokar hringnum í kringum landið með framleiðslu á bænum Ölvisholti í Flóahreppi rétt utan við Selfoss. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær framtakssamir Austfirðingar hefja framleiðslu á bjór í flöskum með umbúðum sem vísa í Hallormsstað, Lagarfljótsorminn eða Kárahnjúkavirkjun. Með vaxandi eftirspurn, bæði hér heima og erlendis, endalausu magni af íslensku vatni og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem væri líklegur til að hleypa bjór úr hreindýramjöli í gegn, hlýtur Austurland að fara detta inn á kortið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Markaðshorn MarkaðarinsLaugardaginn 1. mars næstkomandi verða liðin tuttugu og fimm ár síðan sala á bjór var heimiluð í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum. Margt hefur breyst á þeim tíma. Rótgróin fyrirtæki keppa nú við nýja kynslóð örbruggara sem sumir hverjir hafa náð góðum árangri á tiltölulega stuttum tíma. Íslenskum árstíðabjórum fer fjölgandi og margar tegundir seljast upp á fáeinum dögum. Sala á bjór til útlanda hefur aukist og á síðasta ári fluttu íslenskir framleiðendur út tuttugu og fimm ólíkar tegundir. Drykkurinn sem áður var bannaður í 74 ár er nú orðinn svo viðurkenndur hluti af íslenskri menningu að eftirlitsstofnanir sem fara með matvælaeftirlit í landinu geta ekki einu sinni bannað framleiðslu á bjór sem inniheldur hráefni sem ekki má gefa svínum, beljum eða öðrum skepnum sem ætlaðar eru til manneldis.Af innyflum, þörmum og þarmainnihaldi Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og yfirmanns ráðuneytisins sem fer með matvælaeftirlit, um að heimila sölu og dreifingu á þorrabjórnum Hval sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiddi, er umdeild. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafði áður bannað framleiðslu á bjórnum en Hvalur innihélt eins og flestir vita hvalmjöl. Það er sagt innihalda innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Um tvö þúsund lítrar af vörunni seldust í verslunum ÁTVR á einni viku. Sumir gagnrýna ákvörðun ráðherra en sjálfur vísar hann í lagalega „óvissu“ í tengslum við ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Framleiðandi Hvals seldi alla sína fimm þúsund lítra á einni viku í lok janúar en niðurstaða um hina lagalegu „óvissu“ mun ekki liggja fyrir fyrr en „að lokinni ítarlegri skoðun á málinu“, eins og segir í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar alþingismanns.Íslenskur bjór í átta löndum Markaðurinn fjallaði í október um útflutning á íslenskum bjór. Þar kom fram að útflutningsverðmæti bjórs nam um 68 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum síðasta árs. Verðmætið hafði þá meira en tvöfaldast frá sama tímabili árið áður. Sex innlendir framleiðendur fluttu þá út eins og áður segir um tuttugu og fimm tegundir til átta landa í þremur heimsálfum. Þar var um að ræða tvo stærri framleiðendur; Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, og fjögur örbrugghús. Ölvisholt brugghús er eitt þeirra og forsvarsmenn þess hafa staðið í útflutningi frá árinu 2008 og stefna á frekari landvinninga. „Staðan í dag er þannig að helmingur af okkar framleiðslu fer í útflutning og það er fyrirséð að hann verði stærri en heimamarkaðurinn,“ sagði Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts í samtali við Markaðinn. Hvað með Austurland? Finna má brugghús bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tvö þeirra, Ölgerðin og Borg brugghús, eru í Reykjavík. Steðji bruggar sinn bjór í Borgarfirði og Gæðingur Öl í Skagafirði. Bruggsmiðjan framleiðir bjórinn Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði og Vífilfell bruggar á Akureyri. Engin brugghús eru á Austurlandi en Ölvisholt lokar hringnum í kringum landið með framleiðslu á bænum Ölvisholti í Flóahreppi rétt utan við Selfoss. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær framtakssamir Austfirðingar hefja framleiðslu á bjór í flöskum með umbúðum sem vísa í Hallormsstað, Lagarfljótsorminn eða Kárahnjúkavirkjun. Með vaxandi eftirspurn, bæði hér heima og erlendis, endalausu magni af íslensku vatni og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem væri líklegur til að hleypa bjór úr hreindýramjöli í gegn, hlýtur Austurland að fara detta inn á kortið.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar