Sprengjuárás á karlmennskuna 10. febrúar 2014 22:00 Hallgrímur Helgason Vísir/Valli Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, hefur nú komið út á 7 erlendum tungumálum, og er væntanleg á þremur í viðbót. Á seinni hluta síðasta árs kom hún út á frönsku, spænsku og pólsku og var vel tekið í öllum þessum löndum. Í Frakklandi kom bókin út hjá Presses de la Cité forlaginu í París í þýðingu Jean-Christophe Salaün. Stórblaðið Le Monde kallaði bókina „magnaðan doðrant” og Le Figaro lýsti henni sem „íslenskri sprengju sem sprengir bæði persónu og lesendur í loft upp”. Paris Match sagði bókina „ómótstæðilega” og Le Point lýsir henni sem „600 síðum fullum af húmor, tilfinningum og djúpri umfjöllun um harmræn örlög kvenna”. Þá valdi bókmenntasíðan lirelirelire.com Konuna við 1000° sem bestu skáldsögu haustvertíðarinnar. Í árlegu vali franskra bóksala var sagan valin ein af tíu bestu erlendu skáldsögum ársins en hana var einnig að finna á lista hins virta bókmenntatímarits Lire yfir þrjár bestu erlendu skáldsögur ársins 2013. Í lok nóvember tók Hallgrímur síðan við Prix Millepages, verðlaunum Millepages bókabúðarinnar í París, sem veitt voru fyrir bestu erlendu skáldsögu haustvertíðarinnar. Á Spáni kom bókin út hjá Mondadori forlaginu í þýðingu Enrique Bernardez Sanchís. Stórblaðið El Periodico í Barcelona skrifaði „Helgason heillar með aldraðri femínistabombu” undir fyrirsögninni: „Sprengjuárás á karlmennskuna”. Bókmenntatímaritið Leer lýsti höfundinum sem „háðskum og beittum, gáfuðum og huguðum” og síleska blaðið La Tercera spurði hvers vegna 600 síðna íslensk skáldsaga væri þýdd á spænsku í miðri kreppu og svaraði: „Vegna þess að hún er frábær.” Þá valdi hin virta bókmenntasíða todoliteratura.es bókina sem þá bestu sem út kom á spænska málsvæðinu árið 2013. Í Póllandi kom bókin út hjá Znak forlaginu í Kraká og fékk góðar viðtökur hjá lesendum og gagnrýnendum. Tu-czytam vefsíðan sagði bókina „5 stjörnu lesningu” og frægasta sjónvarpskona Póllands, Maria Czubaszek, lét hafa eftir sér á kápu bókarinnar: „Bókin byrjar vel, sem er gott. En verður svo betri, sem er öllu verra, því eftir það getur maður ekki slitið sig frá henni.” Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, hefur nú komið út á 7 erlendum tungumálum, og er væntanleg á þremur í viðbót. Á seinni hluta síðasta árs kom hún út á frönsku, spænsku og pólsku og var vel tekið í öllum þessum löndum. Í Frakklandi kom bókin út hjá Presses de la Cité forlaginu í París í þýðingu Jean-Christophe Salaün. Stórblaðið Le Monde kallaði bókina „magnaðan doðrant” og Le Figaro lýsti henni sem „íslenskri sprengju sem sprengir bæði persónu og lesendur í loft upp”. Paris Match sagði bókina „ómótstæðilega” og Le Point lýsir henni sem „600 síðum fullum af húmor, tilfinningum og djúpri umfjöllun um harmræn örlög kvenna”. Þá valdi bókmenntasíðan lirelirelire.com Konuna við 1000° sem bestu skáldsögu haustvertíðarinnar. Í árlegu vali franskra bóksala var sagan valin ein af tíu bestu erlendu skáldsögum ársins en hana var einnig að finna á lista hins virta bókmenntatímarits Lire yfir þrjár bestu erlendu skáldsögur ársins 2013. Í lok nóvember tók Hallgrímur síðan við Prix Millepages, verðlaunum Millepages bókabúðarinnar í París, sem veitt voru fyrir bestu erlendu skáldsögu haustvertíðarinnar. Á Spáni kom bókin út hjá Mondadori forlaginu í þýðingu Enrique Bernardez Sanchís. Stórblaðið El Periodico í Barcelona skrifaði „Helgason heillar með aldraðri femínistabombu” undir fyrirsögninni: „Sprengjuárás á karlmennskuna”. Bókmenntatímaritið Leer lýsti höfundinum sem „háðskum og beittum, gáfuðum og huguðum” og síleska blaðið La Tercera spurði hvers vegna 600 síðna íslensk skáldsaga væri þýdd á spænsku í miðri kreppu og svaraði: „Vegna þess að hún er frábær.” Þá valdi hin virta bókmenntasíða todoliteratura.es bókina sem þá bestu sem út kom á spænska málsvæðinu árið 2013. Í Póllandi kom bókin út hjá Znak forlaginu í Kraká og fékk góðar viðtökur hjá lesendum og gagnrýnendum. Tu-czytam vefsíðan sagði bókina „5 stjörnu lesningu” og frægasta sjónvarpskona Póllands, Maria Czubaszek, lét hafa eftir sér á kápu bókarinnar: „Bókin byrjar vel, sem er gott. En verður svo betri, sem er öllu verra, því eftir það getur maður ekki slitið sig frá henni.”
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira