Mesta áhorf frá upphafi 8. febrúar 2014 08:00 Dómnefndin Fréttablaðið/Andri Marínó „Þetta er framar öllum vonum,“ segir Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, um áhorf á þáttaröðina Ísland Got Talent sem nýlega hóf göngu sína á Stöð 2. Þættirnir hafa vakið mikla athygli. Dómnefndin er skipuð Bubba Morthens, Jóni Jónssyni, Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þátttakendur hafa heillað áhorfendur upp úr skónum, og má þar nefna fremsta meðal jafningja Hermann töframann sem ætlar að verja verðlaunafénu ef hann sigrar í sjúkrakostnað systur sinnar, grunnskólakennarann Signýju Sverrisdóttur sem söng eins og engill og píanósnillinginn Laufeyju Lín Jónsdóttur, sem er aðeins fjórtán ára gömul, en sló rækilega í gegn í fyrsta þættinum.Freyr Einarsson„Þetta er langmesta áhorf sem þáttur á Stöð 2 hefur fengið frá upphafi rafrænna mælinga í markhópnum 12-54 ára. Meira en Vaktaseríurnar fengu fyrir fimm árum sem er áhorf sem margir töldu að yrði aldrei toppað. Það er auðvitað sætur sigur í sjálfu sér,“ segir Freyr, léttur í bragði. Þrettán þættir af Ísland Got Talent verða sýndir, þar af eru fjórir úrslitaþættir sem verða í beinni útsendingu í vor. Spennan er mikil meðal keppenda sem taka þátt í þessari stærstu hæfileikakeppni Íslands, en sigurvegarinn hlýtur að launum 10 milljónir króna. „Það kom skemmtilega á óvart hversu fjölbreytt atriðin eru og hvað það er mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki á Íslandi sem kemur þarna fram í fyrsta skipti opinberlega,“ segir Freyr sannfærður um að margar af stjörnum framtíðarinnar stígi sín fyrstu skref fram í sviðsljósið í þessum sjónvarpsþáttum. Aukin áhersla hefur verið lögð á innlenda þætti í dagskrá Stöðvar 2 í vetur. „Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif og það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni. Það varð sprenging í áskriftarsölunni hjá okkur í desember og það má segja að látunum hafi ekki linnt og allar símalínur í söluverinu hafi verið rauðglóandi síðustu mánuði. Stemningin í kringum Ísland Got Talent er einstök og viðbrögðin frábær, enda er þetta fjölskylduþáttur sem allar kynslóðir sameinast í kringum,“ segir Freyr sem er að vonum ánægður með þessa þróun. Ísland Got Talent Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
„Þetta er framar öllum vonum,“ segir Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, um áhorf á þáttaröðina Ísland Got Talent sem nýlega hóf göngu sína á Stöð 2. Þættirnir hafa vakið mikla athygli. Dómnefndin er skipuð Bubba Morthens, Jóni Jónssyni, Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þátttakendur hafa heillað áhorfendur upp úr skónum, og má þar nefna fremsta meðal jafningja Hermann töframann sem ætlar að verja verðlaunafénu ef hann sigrar í sjúkrakostnað systur sinnar, grunnskólakennarann Signýju Sverrisdóttur sem söng eins og engill og píanósnillinginn Laufeyju Lín Jónsdóttur, sem er aðeins fjórtán ára gömul, en sló rækilega í gegn í fyrsta þættinum.Freyr Einarsson„Þetta er langmesta áhorf sem þáttur á Stöð 2 hefur fengið frá upphafi rafrænna mælinga í markhópnum 12-54 ára. Meira en Vaktaseríurnar fengu fyrir fimm árum sem er áhorf sem margir töldu að yrði aldrei toppað. Það er auðvitað sætur sigur í sjálfu sér,“ segir Freyr, léttur í bragði. Þrettán þættir af Ísland Got Talent verða sýndir, þar af eru fjórir úrslitaþættir sem verða í beinni útsendingu í vor. Spennan er mikil meðal keppenda sem taka þátt í þessari stærstu hæfileikakeppni Íslands, en sigurvegarinn hlýtur að launum 10 milljónir króna. „Það kom skemmtilega á óvart hversu fjölbreytt atriðin eru og hvað það er mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki á Íslandi sem kemur þarna fram í fyrsta skipti opinberlega,“ segir Freyr sannfærður um að margar af stjörnum framtíðarinnar stígi sín fyrstu skref fram í sviðsljósið í þessum sjónvarpsþáttum. Aukin áhersla hefur verið lögð á innlenda þætti í dagskrá Stöðvar 2 í vetur. „Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif og það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni. Það varð sprenging í áskriftarsölunni hjá okkur í desember og það má segja að látunum hafi ekki linnt og allar símalínur í söluverinu hafi verið rauðglóandi síðustu mánuði. Stemningin í kringum Ísland Got Talent er einstök og viðbrögðin frábær, enda er þetta fjölskylduþáttur sem allar kynslóðir sameinast í kringum,“ segir Freyr sem er að vonum ánægður með þessa þróun.
Ísland Got Talent Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira