1. Prótein, fita og trefjar
Ástæðan fyrir þessu þrennu er einfaldlega sú að maður verður saddur af því að borða þetta og í lengri tíma. Passaðu upp á að hver máltíð innihaldi eitthvað af þessu þrennu. Miðaðu við að um 25 prósent af máltíð séu prótein með góðu fitunni eins og omega 3. Til dæmis: Egg, hnetur, avókadó, ólífuolía, hummus, lax og kjúklingur.
2. Grænt grænmeti í staðinn fyrir brauð og pasta
Ástæðan fyrir þessu er sú að brauð er fljótt að breytast í sykur og þá ertu aftur á byrjunarreit. Grænmeti eru full af flóknum kolvetnum sem halda manni söddum í lengri tíma. Það tekur lengri tíma að melta grænmeti en t.d brauð.

Ástæðan fyrir þessu er sú að súr matur sparkar sykurlönguninni út um gluggann. Sem dæmi: Súrkál eða kimchi.
4. Hreint dökkt súkkulaði
Ástæðan fyrir því er sú að súkkulaðið losar um endorfín án þess að hækka sykurinn í blóðinu. Til dæmis: 100 prósent hreint dökkt súkkulaði, ef það er of mikið má fara niður í 75 prósent súkkulaði.
5. Drekka meira vatn
Ástæðan fyrir því er sú að vatn skolar sykur úr líkamanum og á þannig að draga úr sykurlöngun.
Heimild: Heilsutorg.is