Hjördís í gæsluvarðhaldi í Horsens Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 08:00 Sumarið 2012 fjarlægði lögregla þrjú börn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í kjölfar úrskurðar dómstóla í forræðisdeilu hennar og Kims Laursen. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku og hefur gert síðan á síðastliðinn miðvikudag. Þá var hún sótt hingað til lands af tveimur dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur eftir að norræn handtökuskipun var gefin út á hendur henni. Hjördís er ákærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt dætur sínar ólöglega brott frá Danmörku til Íslands í ágúst síðastliðnum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, og hefur nú í fjórgang flutt börnin ólöglega frá Danmörku. Danskir dómstólar veittu Laursen fullt forræði yfir börnunum árið 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Hjördís leidd fyrir dómara í gærmorgun í Horsens á Jótlandi en þar bjó hún ásamt barnsföður og börnum áður en til forræðisdeilunnar kom. Sömu heimildir herma að dómarinn hafi gefið í skyn að börnin verði sótt til Íslands á meðan Hjördís situr í gæsluvarðhaldi, og flutt til Danmerkur og afhent föður sínum.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kim Laursen, staðfestir að Hjördís hafi fengið 30 daga farbann og því hvorugt foreldri barnanna á landinu.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kims Gram Laursen, barnsföður Hjördísar, staðfesti við Fréttablaðið að Hjördís hafi fengið þrjátíu daga farbann. Þykir henni því eðlilegt að börnin verði nú þegar flutt til Danmerkur, en þau eru hér á Íslandi í umsjá móðurömmu sinnar. „Íslenskum barnaverndaryfirvöldum hlýtur að vera skylt að börnin fari til forsjárforeldris,“ segir Lára. „Þetta er glæný staða, börnin hafa ekki lögheimili á Íslandi og hvorugt foreldra statt á landinu.“ Lára vísar til 15. greinar barnaverndarlaga. Þar kemur fram að ef barn á ekki lögheimili á Íslandi eða er á landinu án forsjáraðila sinna skuli barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn dvelst eða er statt fara með mál þess. Barnaverndarnefnd fer þá með umsjá barnsins og ber að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni þess. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vill ekki tjá sig um málið fyrr en erindið kemur á borð stofnunarinnar.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi lítið tjá sig um málið fyrr en erindið berist á borð stofnunarinnar. „Ég vil ekki tjá mig á þessu stigi um þessa afstöðu [lögmannsins]. Það getur verið að málið komi til barnaverndarnefndar en það er ekki sjálfgefið að það muni ganga eftir,“ segir Bragi. Hjördís Svan Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku og hefur gert síðan á síðastliðinn miðvikudag. Þá var hún sótt hingað til lands af tveimur dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur eftir að norræn handtökuskipun var gefin út á hendur henni. Hjördís er ákærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt dætur sínar ólöglega brott frá Danmörku til Íslands í ágúst síðastliðnum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, og hefur nú í fjórgang flutt börnin ólöglega frá Danmörku. Danskir dómstólar veittu Laursen fullt forræði yfir börnunum árið 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Hjördís leidd fyrir dómara í gærmorgun í Horsens á Jótlandi en þar bjó hún ásamt barnsföður og börnum áður en til forræðisdeilunnar kom. Sömu heimildir herma að dómarinn hafi gefið í skyn að börnin verði sótt til Íslands á meðan Hjördís situr í gæsluvarðhaldi, og flutt til Danmerkur og afhent föður sínum.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kim Laursen, staðfestir að Hjördís hafi fengið 30 daga farbann og því hvorugt foreldri barnanna á landinu.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kims Gram Laursen, barnsföður Hjördísar, staðfesti við Fréttablaðið að Hjördís hafi fengið þrjátíu daga farbann. Þykir henni því eðlilegt að börnin verði nú þegar flutt til Danmerkur, en þau eru hér á Íslandi í umsjá móðurömmu sinnar. „Íslenskum barnaverndaryfirvöldum hlýtur að vera skylt að börnin fari til forsjárforeldris,“ segir Lára. „Þetta er glæný staða, börnin hafa ekki lögheimili á Íslandi og hvorugt foreldra statt á landinu.“ Lára vísar til 15. greinar barnaverndarlaga. Þar kemur fram að ef barn á ekki lögheimili á Íslandi eða er á landinu án forsjáraðila sinna skuli barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn dvelst eða er statt fara með mál þess. Barnaverndarnefnd fer þá með umsjá barnsins og ber að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni þess. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vill ekki tjá sig um málið fyrr en erindið kemur á borð stofnunarinnar.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi lítið tjá sig um málið fyrr en erindið berist á borð stofnunarinnar. „Ég vil ekki tjá mig á þessu stigi um þessa afstöðu [lögmannsins]. Það getur verið að málið komi til barnaverndarnefndar en það er ekki sjálfgefið að það muni ganga eftir,“ segir Bragi.
Hjördís Svan Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent