Grein sem er í alvörunni ekki um peninga Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Í dag, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Á þessum degi árið 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á þessum 64 árum hafa leikskólakennarar áunnið sér virðingu samfélagsins. Það hafa þeir gert með að því vinna af fagmennsku og alúð að uppeldi og menntun yngstu nemenda skólakerfisins. Leikskólakennarar hafa barist fyrir að menntun þeirra standi jafnfætis menntun kennara á öðrum skólastigum. Viðurkenning á því að menntun yngri barna er ekki síður mikilvæg en þeirra sem eldri eru hefur náðst. Leikskólakennarar hafa öðlast skilning samfélagsins á því að lengi býr að fyrstu gerð og góður grunnur mun fylgja einstaklingum á jákvæðan hátt út lífið. Í dag er svo komið að ekki er hægt að hugsa sér skólakerfið án leikskólastigsins. Leikskólakennarar eru mikilvægur þáttur í grunnstoðum þess samfélags sem við höfum mótað. Leikskólastigið hefur þróast mjög hratt á undaförnum áratugum. Leikskólum hefur fjölgað mjög mikið og nær öll börn tveggja til sex ára stunda nám í leikskóla. Í leikskólanum fögnum við fjölbreytileikanum og reynum allt sem við getum til að mæta hverjum og einum á þeim stað sem þeir eru staddir. Námsleið leikskólans er í gegnum leikinn. Sú námsleið var vanmetin mjög lengi en núna sjást mörg dæmi þess að nám í gegnum leik er að ryðja sér til rúms víðar en í leikskólum. Skólakerfi eiga að vera í sífelldri þróun. Verkefni samfélagsins á næstu árum verður að fjölga leikskólakennurum svo um munar. Það verður ekki gert nema leikskólakennarastarfið verði samkeppnisfært við önnur sérfræðistörf á vinnumarkaði. Ég hef ekki nefnt peninga einu orði í þessari stuttu grein eða svona næstum því. Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í dag, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Á þessum degi árið 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á þessum 64 árum hafa leikskólakennarar áunnið sér virðingu samfélagsins. Það hafa þeir gert með að því vinna af fagmennsku og alúð að uppeldi og menntun yngstu nemenda skólakerfisins. Leikskólakennarar hafa barist fyrir að menntun þeirra standi jafnfætis menntun kennara á öðrum skólastigum. Viðurkenning á því að menntun yngri barna er ekki síður mikilvæg en þeirra sem eldri eru hefur náðst. Leikskólakennarar hafa öðlast skilning samfélagsins á því að lengi býr að fyrstu gerð og góður grunnur mun fylgja einstaklingum á jákvæðan hátt út lífið. Í dag er svo komið að ekki er hægt að hugsa sér skólakerfið án leikskólastigsins. Leikskólakennarar eru mikilvægur þáttur í grunnstoðum þess samfélags sem við höfum mótað. Leikskólastigið hefur þróast mjög hratt á undaförnum áratugum. Leikskólum hefur fjölgað mjög mikið og nær öll börn tveggja til sex ára stunda nám í leikskóla. Í leikskólanum fögnum við fjölbreytileikanum og reynum allt sem við getum til að mæta hverjum og einum á þeim stað sem þeir eru staddir. Námsleið leikskólans er í gegnum leikinn. Sú námsleið var vanmetin mjög lengi en núna sjást mörg dæmi þess að nám í gegnum leik er að ryðja sér til rúms víðar en í leikskólum. Skólakerfi eiga að vera í sífelldri þróun. Verkefni samfélagsins á næstu árum verður að fjölga leikskólakennurum svo um munar. Það verður ekki gert nema leikskólakennarastarfið verði samkeppnisfært við önnur sérfræðistörf á vinnumarkaði. Ég hef ekki nefnt peninga einu orði í þessari stuttu grein eða svona næstum því. Til hamingju með daginn.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar