Kærastinn þarf að fara smíða nýjan verðlaunaskáp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2014 08:00 Kolbeinn Höður Gunnarsson og Hafdís Sigurðardóttir unnu alls átta einstaklingsgreinar á MÍ um helgina. Hafdís vann fimm gull og Kolbeinn Höður þrjú en þau unnu bæði öll spretthlaupin. Vísir/Daníel „Ég er rosalega ánægð með þetta, sagði Hafdís Sigurðardóttir, fimmfaldur Íslandsmeistari á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss, en hún vann ekki aðeins fimm einstaklingsgreinar í fyrsta sinn heldur bætti hún sig í öllum greinunum fimm. Hafdís þurfti að hafa mikið fyrir því að keppa í öllum þessum greinum sem fóru nokkrar fram á sama tíma. „Tímasetningin hentar kannski ekki alltaf fyrir svona margar greinar en þetta gekk upp. Ég er samt svolítið þreytt núna,“ viðurkennir Hafdís en hún tók þátt í alls sjö greinum um helgina. „Langstökkið var toppurinn,“ segir Hafdís en hún bætti ellefu ára Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur um tólf sentimetra þegar hún stökk 6,40 metra á laugardaginn. „Ég var í smá brasi með að láta þetta smella í byrjun. Ég gerði ógilt í næstsíðasta stökkinu og ég sá að það var yfir metinu. Ég var þá frekar pirruð að það hefði verið ógilt. Svo negldi ég á þetta í síðasta stökki,“ segir Hafdís og þetta var stór stund. Hafdís hefur nú tekið bæði Íslandsmetin í langstökki af Sunnu Gestsdóttur en útimetið féll síðasta sumar. Stökkið um helgina er þó það lengsta í söguninni, innanhúss og utanhúss. „Ég er búin að dreyma lengi um þessi met. Það er ótrúlega ánægjuleg tilfinning að eiga þetta núna bara sjálf og vita það að það hefur engin kona á Íslandi stokkið lengra en ég. Þetta er rosalega gott,“ segir Hafdís. Hafdís náði ekki aðeins í gullin í greinunum fimm. „Ég bætti mig í öllum greinum og tvíbætti mig bæði í 60 metra hlaupi og í 200 metra hlaupi. Ég bætti mig líka í 400 metrunum og í þrístökkinu. Það er bara ótrúlegt að þetta geti allt gerst um sömu helgi,“ segir Hafdís ánægð. Bikarkeppnin er næst á dagskrá hjá henni en hún verður 15. febrúar. „Við fundum ekki alvöru mót um næstu helgi. Ég held að ég fari bara í sveitina og skelli mér kannski á eitt þorrablót til að kúpla mig aðeins út úr þessu. Ég held að ég sé búin að vinna mér inn smá frí og ætla að njóta lífsins um næstu helgi,“ segir Hafdís í léttum tón.Hafdís getur ekki keppt í öllum fimm greinum í bikarkeppninni því það eru bara tvær greinar á mann plús boðhlaup. „Ég þarf að velja vel. Mig langar að taka 60 metra hlaupið því mig langar að reyna við Íslandsmetið þar,“ segir Hafdís. Hún hljóp á 7,58 sekúndum í úrslitahlaupinu um helgina og var aðeins fjórum hundraðshlutum frá Íslandsmeti Geirlaugar Geirlaugsdóttur frá 1996. „Eftir hlaupið núna um helgina þá er alveg raunhæft að ná því meti ef ég hitti á gott hlaup. Það er gott að hafa Hrafnhild með sér til að keppa við,“ sagði Hafdís en hún hafði betur en Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir í tveimur æsispennandi hlaupum. Hafdís hefur sankað að sér verðlaunum í frjálsum en hvað gerir hún við alla verðlaunapeningana og bikarana? „Verðlaunaskápurinn heima er fullur en ég á nú smið sem kærasta og hann er búinn að hanna nýjan skáp fyrir mig. Það á bara eftir að hrinda því í framkvæmd. Vonandi fer hann bara að smella sér í að gera það því að það eru bikarar og verðlaun út um alla íbúð,“ segir Hafdís í léttum tón. „Ég er búin að vera lengi í þessu og þetta gerist ekki á einni nóttu. Það þarf þrautseigju og þor í þetta og svona tekur tíma eins og allt annað. Þetta er bara vinna sem ég fæ ekki borgað fyrir nema í gleði og ánægju.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Sjá meira
„Ég er rosalega ánægð með þetta, sagði Hafdís Sigurðardóttir, fimmfaldur Íslandsmeistari á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss, en hún vann ekki aðeins fimm einstaklingsgreinar í fyrsta sinn heldur bætti hún sig í öllum greinunum fimm. Hafdís þurfti að hafa mikið fyrir því að keppa í öllum þessum greinum sem fóru nokkrar fram á sama tíma. „Tímasetningin hentar kannski ekki alltaf fyrir svona margar greinar en þetta gekk upp. Ég er samt svolítið þreytt núna,“ viðurkennir Hafdís en hún tók þátt í alls sjö greinum um helgina. „Langstökkið var toppurinn,“ segir Hafdís en hún bætti ellefu ára Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur um tólf sentimetra þegar hún stökk 6,40 metra á laugardaginn. „Ég var í smá brasi með að láta þetta smella í byrjun. Ég gerði ógilt í næstsíðasta stökkinu og ég sá að það var yfir metinu. Ég var þá frekar pirruð að það hefði verið ógilt. Svo negldi ég á þetta í síðasta stökki,“ segir Hafdís og þetta var stór stund. Hafdís hefur nú tekið bæði Íslandsmetin í langstökki af Sunnu Gestsdóttur en útimetið féll síðasta sumar. Stökkið um helgina er þó það lengsta í söguninni, innanhúss og utanhúss. „Ég er búin að dreyma lengi um þessi met. Það er ótrúlega ánægjuleg tilfinning að eiga þetta núna bara sjálf og vita það að það hefur engin kona á Íslandi stokkið lengra en ég. Þetta er rosalega gott,“ segir Hafdís. Hafdís náði ekki aðeins í gullin í greinunum fimm. „Ég bætti mig í öllum greinum og tvíbætti mig bæði í 60 metra hlaupi og í 200 metra hlaupi. Ég bætti mig líka í 400 metrunum og í þrístökkinu. Það er bara ótrúlegt að þetta geti allt gerst um sömu helgi,“ segir Hafdís ánægð. Bikarkeppnin er næst á dagskrá hjá henni en hún verður 15. febrúar. „Við fundum ekki alvöru mót um næstu helgi. Ég held að ég fari bara í sveitina og skelli mér kannski á eitt þorrablót til að kúpla mig aðeins út úr þessu. Ég held að ég sé búin að vinna mér inn smá frí og ætla að njóta lífsins um næstu helgi,“ segir Hafdís í léttum tón.Hafdís getur ekki keppt í öllum fimm greinum í bikarkeppninni því það eru bara tvær greinar á mann plús boðhlaup. „Ég þarf að velja vel. Mig langar að taka 60 metra hlaupið því mig langar að reyna við Íslandsmetið þar,“ segir Hafdís. Hún hljóp á 7,58 sekúndum í úrslitahlaupinu um helgina og var aðeins fjórum hundraðshlutum frá Íslandsmeti Geirlaugar Geirlaugsdóttur frá 1996. „Eftir hlaupið núna um helgina þá er alveg raunhæft að ná því meti ef ég hitti á gott hlaup. Það er gott að hafa Hrafnhild með sér til að keppa við,“ sagði Hafdís en hún hafði betur en Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir í tveimur æsispennandi hlaupum. Hafdís hefur sankað að sér verðlaunum í frjálsum en hvað gerir hún við alla verðlaunapeningana og bikarana? „Verðlaunaskápurinn heima er fullur en ég á nú smið sem kærasta og hann er búinn að hanna nýjan skáp fyrir mig. Það á bara eftir að hrinda því í framkvæmd. Vonandi fer hann bara að smella sér í að gera það því að það eru bikarar og verðlaun út um alla íbúð,“ segir Hafdís í léttum tón. „Ég er búin að vera lengi í þessu og þetta gerist ekki á einni nóttu. Það þarf þrautseigju og þor í þetta og svona tekur tíma eins og allt annað. Þetta er bara vinna sem ég fæ ekki borgað fyrir nema í gleði og ánægju.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn