Flottustu Sign tónleikarnir Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. janúar 2014 11:00 Hljómsveitin Sign heldur útgáfutónleika í Austurbær 13. febrúar. mynd/Óskar Hallgrímsson Hljómsveitin Sign ætlar að efna til útgáfutónleika í Austurbæ til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Hermd. Platan sú kom út rétt fyrir síðustu jól og er þeirra fyrsta plata síðan The Hope kom út árið 2007, en í millitíðinni hefur Ragnar Zolberg, forsprakki hljómsveitarinnar, bæði gefið út sólóplötur og spilað og tekið upp með sænsku prog-metalgrúppunni Pain of Salvation. Hermd er þyngsta verk hljómsveitarinnar og var meðal annars tekin upp af upptökustjóranum Daniel Bergstrand, sem á til dæmis mikinn heiður af sándinu hjá rokksveitunum Meshuggah, In Flames, Strapping Young Lad, Soilwork og fleirum.Leo Margarit, trommuleikari Pain of Salvation, sér um trommuleik á þessari plötu en hann mun einnig koma fram á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. „Öll Sign-klíkan kemur þarna fram til að spila plötuna í heild sinni, það er um tíu manna hópur. Þetta verða án efa merkustu og flottustu tónleikar sem við höfum nokkurn tímann haldið,“ segir Ragnar. Upphitunarhljómsveit er Different Turns og verður þetta í fyrsta skipti sem hún kemur fram formlega. Tónleikarnir verða haldnir þann 13. febrúar næstkomandi en miðasala hefst miðvikudaginn 22. janúar á midi.is. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Sign ætlar að efna til útgáfutónleika í Austurbæ til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Hermd. Platan sú kom út rétt fyrir síðustu jól og er þeirra fyrsta plata síðan The Hope kom út árið 2007, en í millitíðinni hefur Ragnar Zolberg, forsprakki hljómsveitarinnar, bæði gefið út sólóplötur og spilað og tekið upp með sænsku prog-metalgrúppunni Pain of Salvation. Hermd er þyngsta verk hljómsveitarinnar og var meðal annars tekin upp af upptökustjóranum Daniel Bergstrand, sem á til dæmis mikinn heiður af sándinu hjá rokksveitunum Meshuggah, In Flames, Strapping Young Lad, Soilwork og fleirum.Leo Margarit, trommuleikari Pain of Salvation, sér um trommuleik á þessari plötu en hann mun einnig koma fram á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. „Öll Sign-klíkan kemur þarna fram til að spila plötuna í heild sinni, það er um tíu manna hópur. Þetta verða án efa merkustu og flottustu tónleikar sem við höfum nokkurn tímann haldið,“ segir Ragnar. Upphitunarhljómsveit er Different Turns og verður þetta í fyrsta skipti sem hún kemur fram formlega. Tónleikarnir verða haldnir þann 13. febrúar næstkomandi en miðasala hefst miðvikudaginn 22. janúar á midi.is.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira