ADHD-menn böðuðu sig berrassaðir í Þýskalandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2014 12:00 Hljómsveitin ADHD lýkur tónleikaferðalagi sínu í kvöld í Gamla bíói. mynd/spessi „Þetta er eins og fjölskylda og hefur alltaf verið það,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar ADHD, en sveitin hefur verið á tónleikaferð um Evrópu undanfarnar vikur. Hljómsveitina skipa ásamt Magnúsi þeir Davíð Þór Jónsson, Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson og var hún mynduð í kringum blúshátíð Hafnar í Hornafirði árið 2007. Sveitin hafði hægt um sig á síðasta ári en gaf út tvær plötur árið 2012, AdHd 3 og AdHd 4. Tónleikaferðin er þriðja tónleikaferðalag þeirra á jafnmörgum árum. „Síðustu þrjár plöturnar okkar voru gefnar út af þýskri útgáfu og höfum við farið svona rúnt einu sinni á ári.“ Sveitin hefur alls gefið út fjórar plötur. Fyrsta platan, AdHd, var valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2010. Magnús, sem staddur var 1.230 metra yfir sjávarmáli þegar blaðamaður náði tali af honum, segir stemningu hafa verið mjög góða á tónleikum sveitarinnar og að mætingin hafi alls staðar verið alveg frábær. ADHD hefur verið á ferðalagi í rúmar tvær vikur og leikið á þrettán tónleikum. Fyrir utan tónleikahald hafa þeir félagar notað tímann í ýmislegt áhugavert. „Ég fór í fyrsta skipti í böð þar sem enginn var í sundklæðnaði. Þetta var í raun eins og fín sundlaug, nema það voru allir bara kviknaktir,“ segir Magnús léttur í lundu. Sveitin baðaði sig á þessum áhugaverða stað í Neuenburg í Svartaskógi. Magnús, sem er yngsti meðlimur ADHD, segir sveitina nána þrátt fyrir aldursmuninn. „Ég er svo gömul sál þannig að við náum allir rosalega vel saman.“ Sveitin lýkur tónleikaferðalaginu í Gamla bíói í kvöld en ætlar sér strax að loknum tónleikum að demba sér í hljóðver og taka upp nýja plötu. Tónleikagestir munu fá forsmekk af því sem koma skal, því þeir félagar lofa frumflutningi á nokkrum lögum í Gamla bíói. Lagalisti ADHD er eiginlega aldrei eins á tvennum tónleikum í röð en þeir félagar leika lög af öllum plötunum sínum.Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og kostar 3.300 krónur inn. Miðasala á midi.is. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er eins og fjölskylda og hefur alltaf verið það,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar ADHD, en sveitin hefur verið á tónleikaferð um Evrópu undanfarnar vikur. Hljómsveitina skipa ásamt Magnúsi þeir Davíð Þór Jónsson, Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson og var hún mynduð í kringum blúshátíð Hafnar í Hornafirði árið 2007. Sveitin hafði hægt um sig á síðasta ári en gaf út tvær plötur árið 2012, AdHd 3 og AdHd 4. Tónleikaferðin er þriðja tónleikaferðalag þeirra á jafnmörgum árum. „Síðustu þrjár plöturnar okkar voru gefnar út af þýskri útgáfu og höfum við farið svona rúnt einu sinni á ári.“ Sveitin hefur alls gefið út fjórar plötur. Fyrsta platan, AdHd, var valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2010. Magnús, sem staddur var 1.230 metra yfir sjávarmáli þegar blaðamaður náði tali af honum, segir stemningu hafa verið mjög góða á tónleikum sveitarinnar og að mætingin hafi alls staðar verið alveg frábær. ADHD hefur verið á ferðalagi í rúmar tvær vikur og leikið á þrettán tónleikum. Fyrir utan tónleikahald hafa þeir félagar notað tímann í ýmislegt áhugavert. „Ég fór í fyrsta skipti í böð þar sem enginn var í sundklæðnaði. Þetta var í raun eins og fín sundlaug, nema það voru allir bara kviknaktir,“ segir Magnús léttur í lundu. Sveitin baðaði sig á þessum áhugaverða stað í Neuenburg í Svartaskógi. Magnús, sem er yngsti meðlimur ADHD, segir sveitina nána þrátt fyrir aldursmuninn. „Ég er svo gömul sál þannig að við náum allir rosalega vel saman.“ Sveitin lýkur tónleikaferðalaginu í Gamla bíói í kvöld en ætlar sér strax að loknum tónleikum að demba sér í hljóðver og taka upp nýja plötu. Tónleikagestir munu fá forsmekk af því sem koma skal, því þeir félagar lofa frumflutningi á nokkrum lögum í Gamla bíói. Lagalisti ADHD er eiginlega aldrei eins á tvennum tónleikum í röð en þeir félagar leika lög af öllum plötunum sínum.Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og kostar 3.300 krónur inn. Miðasala á midi.is.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“