Ó-tollaðan ostainnflutning strax Þórólfur Matthíasson skrifar 25. janúar 2014 06:00 Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fór þess á leit við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með bréfi 26.11.2013 að ráðuneytið heimilaði innflutning á ótolluðu smjöri til landsins þar sem ljóst væri að innlend framleiðsla dygði ekki til að fullnægja eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desembermánuði. Hingað til hafa mjólkurafurðir aðeins verið fluttar inn á grundvelli skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Mjólkurafurðir hafa ekki verið fluttar inn þó einstakar vörutegundir, sumir geita- og ærmjólkurostar til dæmis, séu alls ekki fáanlegir, eða hafi horfið úr verslunum um lengri eða skemmri tíma vegna framleiðslumistaka eða lítillar framleiðslugetu.Brotið í blað Beiðni SAM um ótollaðan innflutning smjörs til að vinna gegn vöruskorti brýtur blað í afstöðu talsmanna bænda og afurðastöðva til innflutnings mjólkurvarnings. Fram til þessa hafa talsmenn bænda og afurðastöðva haft mjög neikvæða afstöðu til þess takmarkaða innflutnings mjólkurvara sem stjórnvöld hafa neyðst til að samþykkja í skiptum fyrir lægri tolla á fiski. Talsmenn bænda og afurðastöðva hafa nú uppgötvað að vöruskortur getur eyðilagt mjólkurvörumarkaðinn og að það kunni að þjóna hagsmunum þeirra sjálfra að mjólkurvörur séu fluttar inn ótollaðar.Hvar eru sérostarnir? Framboð á sérostum úr kúamjólk á borð við þroskaðan Gouda, Jarlsberg, Gamle Ola, Sorte Sara, Munster, Port Salut, Gorgonsola og Parmesan er af skornum skammti. Eðli máls samkvæmt er ekkert framboð af íslenskum geitamjólkurostum, eða af ærmjólkurostum á borð við Roquefort, enda framleiðsla íslenskrar geitamjólkur og ærmjólkur fremur talin í desilítrum en lítrum og tonnum. Þess vegna er „íslenskur Feta-ostur“ úr kúamjólk en ekki geitamjólk.Lækkar verðbólgu Séu rök framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði í bréfi frá 26.11.2013 fyrir innflutningi smjörs yfirfærð á ostamarkaðinn er dagljóst að heimila eigi tollfrjálsan innflutning allra þeirra osta sem ekki eru framleiddir hér á landi alla mánuði ársins. Boltinn er nú hjá ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála. Ekki er að efa að hann bregðist hratt við þegar svo skýr skilaboð koma frá mjólkuriðnaðinum sjálfum. Ekki skaðar að tollfrjáls innflutningur osta sem ekki eru framleiddir hér á landi stuðlar að lækkun vöruverðs og dregur þar með úr verðbólguþrýstingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fór þess á leit við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með bréfi 26.11.2013 að ráðuneytið heimilaði innflutning á ótolluðu smjöri til landsins þar sem ljóst væri að innlend framleiðsla dygði ekki til að fullnægja eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desembermánuði. Hingað til hafa mjólkurafurðir aðeins verið fluttar inn á grundvelli skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Mjólkurafurðir hafa ekki verið fluttar inn þó einstakar vörutegundir, sumir geita- og ærmjólkurostar til dæmis, séu alls ekki fáanlegir, eða hafi horfið úr verslunum um lengri eða skemmri tíma vegna framleiðslumistaka eða lítillar framleiðslugetu.Brotið í blað Beiðni SAM um ótollaðan innflutning smjörs til að vinna gegn vöruskorti brýtur blað í afstöðu talsmanna bænda og afurðastöðva til innflutnings mjólkurvarnings. Fram til þessa hafa talsmenn bænda og afurðastöðva haft mjög neikvæða afstöðu til þess takmarkaða innflutnings mjólkurvara sem stjórnvöld hafa neyðst til að samþykkja í skiptum fyrir lægri tolla á fiski. Talsmenn bænda og afurðastöðva hafa nú uppgötvað að vöruskortur getur eyðilagt mjólkurvörumarkaðinn og að það kunni að þjóna hagsmunum þeirra sjálfra að mjólkurvörur séu fluttar inn ótollaðar.Hvar eru sérostarnir? Framboð á sérostum úr kúamjólk á borð við þroskaðan Gouda, Jarlsberg, Gamle Ola, Sorte Sara, Munster, Port Salut, Gorgonsola og Parmesan er af skornum skammti. Eðli máls samkvæmt er ekkert framboð af íslenskum geitamjólkurostum, eða af ærmjólkurostum á borð við Roquefort, enda framleiðsla íslenskrar geitamjólkur og ærmjólkur fremur talin í desilítrum en lítrum og tonnum. Þess vegna er „íslenskur Feta-ostur“ úr kúamjólk en ekki geitamjólk.Lækkar verðbólgu Séu rök framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði í bréfi frá 26.11.2013 fyrir innflutningi smjörs yfirfærð á ostamarkaðinn er dagljóst að heimila eigi tollfrjálsan innflutning allra þeirra osta sem ekki eru framleiddir hér á landi alla mánuði ársins. Boltinn er nú hjá ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála. Ekki er að efa að hann bregðist hratt við þegar svo skýr skilaboð koma frá mjólkuriðnaðinum sjálfum. Ekki skaðar að tollfrjáls innflutningur osta sem ekki eru framleiddir hér á landi stuðlar að lækkun vöruverðs og dregur þar með úr verðbólguþrýstingi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar