Menn koma ekki fullmótaðir í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2014 08:00 Rúnar Kárason skoraði sex mörk í gær, þar af markið sem tryggði Íslandi fimmta sætið með sigri á Pólverjum í Herning í gær. fréttablaðið/afp Ísland tryggði sér fimmta sætið á EM í Danmörku með frábærum sigri á Póllandi í gær, 28-27. Strákarnir komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands 20 sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson kórónaði svo frábæra frammistöðu í síðari hálfleik með því að verja lokaskot Pólverja í leiknum. Margir af yngri leikmönnum landsliðsins fengu tækifæri í gær og nýttu það vel. Sigrinum var því vel fagnað í leikslok. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þessi sigur var punkturinn yfir i-ið,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það var ánægjulegt að klára mótið með sigri á afar sterku liði Pólverja, ekki síst þar sem við vorum án margra lykilmanna. Þessir yngri og reynsluminni kláruðu þennan leik fyrir okkur,“ bætir Aron við. Aron Pálmarsson var ekki með í gær vegna þeirra meiðsla sem hafa hrjáð hann allt mótið en auk hans hafði Arnór Atlason helst úr lestinni. Þar að auki voru lykilmenn að glíma við meiðsli skömmu fyrir mót og voru enn tæpir eftir komuna til Danmerkur. „Við vorum undir mikilli pressu þegar við komum til Álaborgar. En það var alltaf markmið okkar að halda einbeitingunni og undirbjuggum við okkur mjög vel. Þeir leikmenn sem gátu æft gerðu það af fullum krafti og þeir sem voru í endurhæfingu voru í henni nánast allan sólarhringinn. Allir lögðu því afar mikið á sig.“Framtíð handboltans var í húfi Aron segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á að undirbúa liðið fyrir riðlakeppnina. „Við lögðum allt í að koma okkur upp úr riðlinum því þar var framtíð íslensks handbolta í húfi. Við undirbjuggum okkur ótrúlega vel fyrir Noregsleikinn og spiluðum frábærlega í þeim leik.“ Strákarnir fóru áfram í milliriðlakeppnina með eitt stig og unnu svo sína tvo fyrstu leiki þar. Eftir því sem leið á mótið reyndi á breidd íslenska liðsins og Aron var ánægður með hana. „Bjarki Már [Gunnarsson] kom virkilega sterkur inn í vörnina og Gunnar Steinn [Jónsson] kom inn í liðið eins og maður með margra ára landsliðsreynslu að baki. Það var virkilega ánægjulegt,“ segir Aron.Aukin samkeppni um stöður „Ég tel að við höfum náð töluvert miklu úr breiddinni og þeim strákum sem við sýndum traust. Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sem spila í smærri deildum og liðum en þeim allra bestu geti komið fullmótaðir inn í landsliðið og unnið bestu þjóðir heims. En við lögðum áherslu á að undirbúa okkur alltaf mjög vel og það skilaði sínu,“ segir þjálfarinn og bætir við að liðið eigi ennnokkra leikmenn inni. „Það er þó jákvætt við aukna breidd að hún eykur samkeppnina um sæti í landsliðinu og auðvitað er það ósk þjálfarans að fá einu sinni mót þar sem allir eru heilir.“ Landsliðin koma saman í aðeins stuttan tíma ár hvert og því leggur þjálfarinn áherslu á að leikmenn leggi mikið á sig hjá sínum félagsliðum. „Það er mikilvægt að þeir sýni metnað og vilja til að ná enn lengra. Þetta mót sýndi að við getum ýmislegt og það ætti að hvetja menn til þess að vinna vel í sínum málum, svo við getum tryggt okkur inn á HM og gert góða hluti þar.“ EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Sjá meira
Ísland tryggði sér fimmta sætið á EM í Danmörku með frábærum sigri á Póllandi í gær, 28-27. Strákarnir komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands 20 sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson kórónaði svo frábæra frammistöðu í síðari hálfleik með því að verja lokaskot Pólverja í leiknum. Margir af yngri leikmönnum landsliðsins fengu tækifæri í gær og nýttu það vel. Sigrinum var því vel fagnað í leikslok. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þessi sigur var punkturinn yfir i-ið,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það var ánægjulegt að klára mótið með sigri á afar sterku liði Pólverja, ekki síst þar sem við vorum án margra lykilmanna. Þessir yngri og reynsluminni kláruðu þennan leik fyrir okkur,“ bætir Aron við. Aron Pálmarsson var ekki með í gær vegna þeirra meiðsla sem hafa hrjáð hann allt mótið en auk hans hafði Arnór Atlason helst úr lestinni. Þar að auki voru lykilmenn að glíma við meiðsli skömmu fyrir mót og voru enn tæpir eftir komuna til Danmerkur. „Við vorum undir mikilli pressu þegar við komum til Álaborgar. En það var alltaf markmið okkar að halda einbeitingunni og undirbjuggum við okkur mjög vel. Þeir leikmenn sem gátu æft gerðu það af fullum krafti og þeir sem voru í endurhæfingu voru í henni nánast allan sólarhringinn. Allir lögðu því afar mikið á sig.“Framtíð handboltans var í húfi Aron segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á að undirbúa liðið fyrir riðlakeppnina. „Við lögðum allt í að koma okkur upp úr riðlinum því þar var framtíð íslensks handbolta í húfi. Við undirbjuggum okkur ótrúlega vel fyrir Noregsleikinn og spiluðum frábærlega í þeim leik.“ Strákarnir fóru áfram í milliriðlakeppnina með eitt stig og unnu svo sína tvo fyrstu leiki þar. Eftir því sem leið á mótið reyndi á breidd íslenska liðsins og Aron var ánægður með hana. „Bjarki Már [Gunnarsson] kom virkilega sterkur inn í vörnina og Gunnar Steinn [Jónsson] kom inn í liðið eins og maður með margra ára landsliðsreynslu að baki. Það var virkilega ánægjulegt,“ segir Aron.Aukin samkeppni um stöður „Ég tel að við höfum náð töluvert miklu úr breiddinni og þeim strákum sem við sýndum traust. Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sem spila í smærri deildum og liðum en þeim allra bestu geti komið fullmótaðir inn í landsliðið og unnið bestu þjóðir heims. En við lögðum áherslu á að undirbúa okkur alltaf mjög vel og það skilaði sínu,“ segir þjálfarinn og bætir við að liðið eigi ennnokkra leikmenn inni. „Það er þó jákvætt við aukna breidd að hún eykur samkeppnina um sæti í landsliðinu og auðvitað er það ósk þjálfarans að fá einu sinni mót þar sem allir eru heilir.“ Landsliðin koma saman í aðeins stuttan tíma ár hvert og því leggur þjálfarinn áherslu á að leikmenn leggi mikið á sig hjá sínum félagsliðum. „Það er mikilvægt að þeir sýni metnað og vilja til að ná enn lengra. Þetta mót sýndi að við getum ýmislegt og það ætti að hvetja menn til þess að vinna vel í sínum málum, svo við getum tryggt okkur inn á HM og gert góða hluti þar.“
EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti