Hægfara hnignandi hagkerfi Bolli Héðinsson skrifar 23. janúar 2014 06:00 Til þess að koma vel menntuðu og hæfu vinnuafli í arðbær störf þarf nýsköpun og fjárfestingu. Vegna smæðar íslenska hagkerfisins þurfum við erlenda fjárfestingu. Fjárfesting í virkjunum og orkufrekum iðnaði hefur náð að skapa fjölbreyttara atvinnulíf, en þar er komið að endimörkum og alls ekki verjandi að stuðla að frekari atvinnusköpun á því sviði, nema þess hærra verð fáist fyrir orkuna. Sú leið sem flestar nágrannaþjóða okkar hafa farið til nýsköpunar og fjárfestingar er að leita eftir samvinnu við aðrar þjóðir og nægir þar að vísa til Dana, Íra, Svía og Finna auk Eystrasaltsþjóðanna, en um margt er staða íslenska hagkerfisins svipuð þeim aðstæðum sem þeir glíma við. Þessi einfalda staðreynd um gildi náinnar samvinnu við aðrar þjóðir hafa vinaþjóðir okkar áttað sig á og því er það þeim kappsmál að gerast fullgildir aðilar í samfélagi sjálfstæðra þjóða sem er beinlínis stofnað til þess að örva erlenda fjárfestingu og hagvöxt. Þetta samfélag sjálfstæðra þjóða nefnist Evrópusambandið, ESB. Þessi grundvallaratriði virðast gleymast í málflutningnum um mögulega aðild Íslands að ESB og umræðan föst í heitstrengingum og brigslyrðum en ekki köldu stöðumati.Treystandi? Og í stað þess að gefa þjóðinni tækifæri á að fá að sjá samning við ESB þá lætur ríkisstjórnin röksemdafærsluna „…teljum að hagsmunum sé betur borgið“ duga í stað þess að staðreyna hvað er í boði. Þannig fær lítill hópur einstaklinga sem „telur“ og „heldur“ að ráða fjöreggi þjóðarinnar. Þessi litli hópur, sem telur sig einan vita, fær með þessum hætti að koma í veg fyrir að þjóðin geti staðreynt hvað henni stendur til boða í því samfélagi sjálfstæðra þjóða sem allar helstu nágranna- og vinaþjóðir okkar hafa kosið að taka þátt í. Á meðan er þjóðinni haldið á snakki um eitthvað sem kannski kann að koma einhverntíma í framtíðinni. Eitthvað á borð við olíuvinnslu, skipaferðir í norðurhöfum, viðskipti við Kína o.s.frv. án þess að það sé í nokkurri andstöðu við aðild okkar að ESB, eða geti skoðast sem valkostur við aðild. Gjaldeyrishöftin sem þjóðin býr við eru ein mesta ógn sem stendur að íslensku efnahagslífi. Miðað við þá reynslu sem við höfum af sjálfstæðum gjaldmiðli þá ætti enginn að velkjast í vafa um að fyrst ekki tókst að varðveita verðgildi íslensku krónunnar í höftum á þeim 90 árum sem krónan hefur verið sjálfstæð mynt, þá er ljóst að án fjármagnshafta mun það alls ekki ganga. Þetta ætti reynslan að hafa kennt okkur. Sennilega yrði einn stærsti fjárhagslegi ávinningur Íslendinga við aðild að ESB fólginn í upptöku evrunnar og þó svo það verði ekki á næstu árum þá er ljóst að aðild, samhliða áætlun um upptöku evru, færi langt með að færa okkur kosti evru-aðildarinnar strax. Um þá valkosti sem þjóðinni standa til boða fær hún aftur á móti ekki að segja sitt álit en þess í stað er henni boðið upp á málflutning manna sem láta nægja að segjast „halda“ og „telja“ hvernig hagsmunum þjóðarinnar er best borgið. Kannski hnignar hagkerfi okkar miklu hraðar en „hægfara“ ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Til þess að koma vel menntuðu og hæfu vinnuafli í arðbær störf þarf nýsköpun og fjárfestingu. Vegna smæðar íslenska hagkerfisins þurfum við erlenda fjárfestingu. Fjárfesting í virkjunum og orkufrekum iðnaði hefur náð að skapa fjölbreyttara atvinnulíf, en þar er komið að endimörkum og alls ekki verjandi að stuðla að frekari atvinnusköpun á því sviði, nema þess hærra verð fáist fyrir orkuna. Sú leið sem flestar nágrannaþjóða okkar hafa farið til nýsköpunar og fjárfestingar er að leita eftir samvinnu við aðrar þjóðir og nægir þar að vísa til Dana, Íra, Svía og Finna auk Eystrasaltsþjóðanna, en um margt er staða íslenska hagkerfisins svipuð þeim aðstæðum sem þeir glíma við. Þessi einfalda staðreynd um gildi náinnar samvinnu við aðrar þjóðir hafa vinaþjóðir okkar áttað sig á og því er það þeim kappsmál að gerast fullgildir aðilar í samfélagi sjálfstæðra þjóða sem er beinlínis stofnað til þess að örva erlenda fjárfestingu og hagvöxt. Þetta samfélag sjálfstæðra þjóða nefnist Evrópusambandið, ESB. Þessi grundvallaratriði virðast gleymast í málflutningnum um mögulega aðild Íslands að ESB og umræðan föst í heitstrengingum og brigslyrðum en ekki köldu stöðumati.Treystandi? Og í stað þess að gefa þjóðinni tækifæri á að fá að sjá samning við ESB þá lætur ríkisstjórnin röksemdafærsluna „…teljum að hagsmunum sé betur borgið“ duga í stað þess að staðreyna hvað er í boði. Þannig fær lítill hópur einstaklinga sem „telur“ og „heldur“ að ráða fjöreggi þjóðarinnar. Þessi litli hópur, sem telur sig einan vita, fær með þessum hætti að koma í veg fyrir að þjóðin geti staðreynt hvað henni stendur til boða í því samfélagi sjálfstæðra þjóða sem allar helstu nágranna- og vinaþjóðir okkar hafa kosið að taka þátt í. Á meðan er þjóðinni haldið á snakki um eitthvað sem kannski kann að koma einhverntíma í framtíðinni. Eitthvað á borð við olíuvinnslu, skipaferðir í norðurhöfum, viðskipti við Kína o.s.frv. án þess að það sé í nokkurri andstöðu við aðild okkar að ESB, eða geti skoðast sem valkostur við aðild. Gjaldeyrishöftin sem þjóðin býr við eru ein mesta ógn sem stendur að íslensku efnahagslífi. Miðað við þá reynslu sem við höfum af sjálfstæðum gjaldmiðli þá ætti enginn að velkjast í vafa um að fyrst ekki tókst að varðveita verðgildi íslensku krónunnar í höftum á þeim 90 árum sem krónan hefur verið sjálfstæð mynt, þá er ljóst að án fjármagnshafta mun það alls ekki ganga. Þetta ætti reynslan að hafa kennt okkur. Sennilega yrði einn stærsti fjárhagslegi ávinningur Íslendinga við aðild að ESB fólginn í upptöku evrunnar og þó svo það verði ekki á næstu árum þá er ljóst að aðild, samhliða áætlun um upptöku evru, færi langt með að færa okkur kosti evru-aðildarinnar strax. Um þá valkosti sem þjóðinni standa til boða fær hún aftur á móti ekki að segja sitt álit en þess í stað er henni boðið upp á málflutning manna sem láta nægja að segjast „halda“ og „telja“ hvernig hagsmunum þjóðarinnar er best borgið. Kannski hnignar hagkerfi okkar miklu hraðar en „hægfara“ ?
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar