Tölum um það sem skiptir máli Guðríður Arnardóttir skrifar 23. janúar 2014 06:00 Þúsundir Íslendinga búa við ömurlegar aðstæður á leigumarkaði í dag. Þessi stóri hópur fjölskyldufólks og einstaklinga hefur ekki bolmagn til þess að kaupa eigin fasteign af ýmsum ástæðum og reynir að fóta sig á markaði sem engan veginn annar eftirspurn. Á þessum markaði rýkur verðið upp þegar framboð er minna en eftirspurn. Kytrur og skúmaskot eru jafnvel boðin til leigu fyrir okurfé og fólk sem er í húsnæðishraki á ekki val um marga kosti. Þannig virka markaðsöflin, þau eru af hinu góða þegar framboð og eftirspurn haldast í hendur en þegar ójafnvægi ríkir er voðinn vís. Nú þegar liggja fyrir álit og skýrslur og ber allt að sama brunni, við munum ekki koma böndum á leigumarkaðinn nema með aðkomu hins opinbera. Þá er sérstaklega bent á skyldur sveitarfélaga í því sambandi. Þegar markaðurinn er að bregðast verður hið opinbera að grípa inn í, ekkert endilega um alla framtíð, heldur tímabundið á meðan markaðurinn nær jafnvægi.Samkvæm sjálfum okkur Eftir að hafa talað fyrir traustum langtíma leigumarkaði um árabil fékk Samfylkingin í Kópavogi samþykkta tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að fjölga félagslegu húsnæði í bænum og byggja tvær íbúðablokkir til útleigu fyrir hinn almenna leigumarkað. Við settum þetta á oddinn í kosningabaráttunni 2010 og höfum talað fyrir því allt kjörtímabilið. Við höfum verið sjálfum okkur samkvæm í þessum málum, létum reikna dæmið út á fyrri hluta kjörtímabilsins en höfum ekki haft meirihlutastuðning við það fyrr en nú. Þetta er stefnumál flokksins sem við kjörnir fulltrúar fylgjum eftir af heilindum. Verkefnið verður fjármagnað af lóðasölu þessa árs og næsta, mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs og við munum áfram verða innan ramma eftirlitsnefndarinnar um lögbundið skuldahlutfall.Aðgerða þörf Hlutverk kjörinna fulltrúa er að berjast fyrir velferð og hagsmunum almennings. Það felur í sér fjárútlát úr bæjarsjóði til margra góðra verka, t.d. byggingar leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja í forvarna- og heilsuskyni, uppbyggingar þjónustu fyrir fatlað fólk, gamalt fólk og svo framvegis. Forgangurinn ræðst af því hvar þörfin er mest á hverjum tíma. Stóra verkefni sveitarstjórnarmanna núna er að koma til móts við þúsundir einstaklinga og fjölskyldna sem búa við óásættanlegar aðstæður á leigumarkaði. Ekki hvað síst ungt fólk sem er að hleypa heimdraganum, stofna fjölskyldu og vill eiga venjulegt líf. Og það er einmitt það sem er kjarni málsins. Við getum alveg rætt málin fram og til baka, í stofunni heima eða við félaga okkar í vinnunni. Skrifað greinar og bloggað fram á næstu öld. En það mun ekki leysa vandamálið – aðgerða er þörf. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi áræði og kjark þegar hann samþykkti skýra viljayfirlýsingu um aðgerðir. Þetta er lítið skref fyrir stórt sveitarfélag en stórt skref fyrir íslenska leigjendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þúsundir Íslendinga búa við ömurlegar aðstæður á leigumarkaði í dag. Þessi stóri hópur fjölskyldufólks og einstaklinga hefur ekki bolmagn til þess að kaupa eigin fasteign af ýmsum ástæðum og reynir að fóta sig á markaði sem engan veginn annar eftirspurn. Á þessum markaði rýkur verðið upp þegar framboð er minna en eftirspurn. Kytrur og skúmaskot eru jafnvel boðin til leigu fyrir okurfé og fólk sem er í húsnæðishraki á ekki val um marga kosti. Þannig virka markaðsöflin, þau eru af hinu góða þegar framboð og eftirspurn haldast í hendur en þegar ójafnvægi ríkir er voðinn vís. Nú þegar liggja fyrir álit og skýrslur og ber allt að sama brunni, við munum ekki koma böndum á leigumarkaðinn nema með aðkomu hins opinbera. Þá er sérstaklega bent á skyldur sveitarfélaga í því sambandi. Þegar markaðurinn er að bregðast verður hið opinbera að grípa inn í, ekkert endilega um alla framtíð, heldur tímabundið á meðan markaðurinn nær jafnvægi.Samkvæm sjálfum okkur Eftir að hafa talað fyrir traustum langtíma leigumarkaði um árabil fékk Samfylkingin í Kópavogi samþykkta tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að fjölga félagslegu húsnæði í bænum og byggja tvær íbúðablokkir til útleigu fyrir hinn almenna leigumarkað. Við settum þetta á oddinn í kosningabaráttunni 2010 og höfum talað fyrir því allt kjörtímabilið. Við höfum verið sjálfum okkur samkvæm í þessum málum, létum reikna dæmið út á fyrri hluta kjörtímabilsins en höfum ekki haft meirihlutastuðning við það fyrr en nú. Þetta er stefnumál flokksins sem við kjörnir fulltrúar fylgjum eftir af heilindum. Verkefnið verður fjármagnað af lóðasölu þessa árs og næsta, mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs og við munum áfram verða innan ramma eftirlitsnefndarinnar um lögbundið skuldahlutfall.Aðgerða þörf Hlutverk kjörinna fulltrúa er að berjast fyrir velferð og hagsmunum almennings. Það felur í sér fjárútlát úr bæjarsjóði til margra góðra verka, t.d. byggingar leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja í forvarna- og heilsuskyni, uppbyggingar þjónustu fyrir fatlað fólk, gamalt fólk og svo framvegis. Forgangurinn ræðst af því hvar þörfin er mest á hverjum tíma. Stóra verkefni sveitarstjórnarmanna núna er að koma til móts við þúsundir einstaklinga og fjölskyldna sem búa við óásættanlegar aðstæður á leigumarkaði. Ekki hvað síst ungt fólk sem er að hleypa heimdraganum, stofna fjölskyldu og vill eiga venjulegt líf. Og það er einmitt það sem er kjarni málsins. Við getum alveg rætt málin fram og til baka, í stofunni heima eða við félaga okkar í vinnunni. Skrifað greinar og bloggað fram á næstu öld. En það mun ekki leysa vandamálið – aðgerða er þörf. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi áræði og kjark þegar hann samþykkti skýra viljayfirlýsingu um aðgerðir. Þetta er lítið skref fyrir stórt sveitarfélag en stórt skref fyrir íslenska leigjendur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun