Landsliðið leikur Led Zeppelin Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. janúar 2014 11:00 Eiki Hauks syngur á tónleikunum. fréttablaðið/stefán „Þessi tónlist er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég held það sé ansi erfitt að finna manneskju sem fílar ekki Led Zeppelin,“ segir Smári Hrólfsson einn eigenda viðburðafyrirtækisins Dægurflugunnar, sem skipuleggur tónleika til heiðurs Led Zeppelin í Eldborgarsal Hörpu 21. mars. Hljómsveitin sem ætlar að setja sig í spor Zeppelin er sett saman af Þóri Úlfarssyni tónlistarstjóra og er valinn maður hverju rúmi. „Við ákváðum að halda þessa tónleika eftir velgengni ELO heiðurstónleikanna sem voru á síðasta ári.“ Dægurflugan leggur fimm hundruð krónur af hverjum miða til Mottumars. „Við viljum bara styrkja gott málefni.“ „Allir sem koma að þessu hafa brennandi áhuga á tónlist Zeppelin þannig að allir leggja sig sérstaklega mikið fram,“ bætir Smári við.Led Zeppelin ein áhrifamesta hljómsveit tónlistarsögunnar.nordicphotos/gettyLed Zeppelin er af mörgum talin ein áhrifamesta rokkhljómsveit allra tíma. Sveitin er meðal vinsælustu listamanna heims og hafa selst um þrjú hundruð milljón plötur á heimsvísu. Á þessum tónleikum verða spiluð bestu lög þessarar frábæru hljómsveitar. Um sönginn sjá rokkararnir Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Stefán Jakobsson. Tónlistarstjóri-Þórir Úlfarsson Söngur-Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Stefán Jakobsson Sérstakir gestir- Birgir Haraldsson söngvari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari úr Gildrunni. Hljómsveit:Þórir Úlfarsson, hljómborð og raddirGulli Briem, trommurKristján Grétarsson, gítarEyþór Úlfar Þórisson, gítarIngi Björn Ingason, bassiásamt strengjasveit Miðasala hefst í dag klukkan 12.00 á hádegi í dag á midi.is. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þessi tónlist er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég held það sé ansi erfitt að finna manneskju sem fílar ekki Led Zeppelin,“ segir Smári Hrólfsson einn eigenda viðburðafyrirtækisins Dægurflugunnar, sem skipuleggur tónleika til heiðurs Led Zeppelin í Eldborgarsal Hörpu 21. mars. Hljómsveitin sem ætlar að setja sig í spor Zeppelin er sett saman af Þóri Úlfarssyni tónlistarstjóra og er valinn maður hverju rúmi. „Við ákváðum að halda þessa tónleika eftir velgengni ELO heiðurstónleikanna sem voru á síðasta ári.“ Dægurflugan leggur fimm hundruð krónur af hverjum miða til Mottumars. „Við viljum bara styrkja gott málefni.“ „Allir sem koma að þessu hafa brennandi áhuga á tónlist Zeppelin þannig að allir leggja sig sérstaklega mikið fram,“ bætir Smári við.Led Zeppelin ein áhrifamesta hljómsveit tónlistarsögunnar.nordicphotos/gettyLed Zeppelin er af mörgum talin ein áhrifamesta rokkhljómsveit allra tíma. Sveitin er meðal vinsælustu listamanna heims og hafa selst um þrjú hundruð milljón plötur á heimsvísu. Á þessum tónleikum verða spiluð bestu lög þessarar frábæru hljómsveitar. Um sönginn sjá rokkararnir Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Stefán Jakobsson. Tónlistarstjóri-Þórir Úlfarsson Söngur-Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Stefán Jakobsson Sérstakir gestir- Birgir Haraldsson söngvari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari úr Gildrunni. Hljómsveit:Þórir Úlfarsson, hljómborð og raddirGulli Briem, trommurKristján Grétarsson, gítarEyþór Úlfar Þórisson, gítarIngi Björn Ingason, bassiásamt strengjasveit Miðasala hefst í dag klukkan 12.00 á hádegi í dag á midi.is.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira