Frammistaðan á EM sigur fyrir Aron Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 21. janúar 2014 06:00 Sverre Jakobsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson taka hér á skyttunni Filip Mirkulovski sem skoraði þrjú mörk fyrir Makedóníu í gær. fréttablaðið/daníel Það tók sinn tíma en hundleiðinlegt handboltalið Makedóna var lagt á elleftu stundu með marki nýliðans Gunnars Steins Jónssonar. Leikurinn tók á en sigur Íslands var sanngjarn. Stefnan var að koma til leiks með látum. Keyra yfir þunga Makedóna og skilja þá eftir í rykinu. Er óhætt að segja að það hafi ekki gengið eftir. Strákarnir okkar voru þeir sem mættu þungir og voru hreinlega sofandi. Er þeir vöknuðu var staðan orðin 4-0 fyrir Makedóna. Smám saman tóku þeir þó við sér og Björgvin Páll og Ásgeir Örn ákváðu í sameiningu að taka leikinn yfir. Þeir léku á als oddi. Ásgeir skoraði frábær mörk og bjó nánast öll hin mörkin til á meðan Björgvin skellti í lás í markinu. Hann varði eina fjórtán bolta í hálfleiknum og Ásgeir kom að um tíu mörkum. Ísland jafnaði, 7-7, eftir nítján mínútna leik og var komið yfir skömmu síðar. Strákarnir höfðu svo þriggja marka forystu í leikhléi, 14-11. Frábær viðsnúningur eftir afar þunga og erfiða byrjun. Síðari hálfleikur byrjaði því miður nákvæmlega eins og sá fyrri. Makedónar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og jöfnuðu leikinn. Það var smá basl á sóknarleiknum og Björgvin ekki í sama stuði og í fyrri hálfleik. Strákarnir hleyptu þó Makedónum aldrei fram úr sér en þeir voru samt aldrei langt undan. Strákunum gekk ekkert að hrista þá almennilega af sér. Mikil spenna var undir lokin en Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Vel útfærð sókn og nýliðinn brást ekki á ögurstundu. Enn einn sigurinn staðreynd og meiðslum hrjáð lið Íslands heldur áfram að gera flotta hluti í Danmörku. Ásgeir Örn vex með hverri raun á þessu móti og hefur spilað frábærlega. Sérstaklega aðdáunarverð frammistaða í ljósi þess að hann hefur nánast ekki spilað neinn handbolta í vetur. Hann og Rúnar mynda fínt par og allar áhyggjur af hægri vængnum fyrir mót voru óþarfar. Björgvin Páll átti enn einn stórleikinn en hann hefur verið frábær í öllum leikjum nema einum á mótinu. Fyrirliðinn Guðjón Valur var ekki fjarri því að spila þriðja leikinn í röð með hundrað prósent skotnýtingu. Enn og aftur stórkostlegt mót hjá járnmanninum okkar sem bregst aldrei. Róberti hefur vaxið ásmegin með hverjum leik og hann er að finna taktinn. Svo er gaman að sjá óreyndu strákana koma inn fulla af sjálfstrausti og leysa sín hlutverk vel í hverjum leiknum af öðrum. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur stýrt liðinu stórkostlega á þessu móti. Nær að rúlla liðinu vel og fær allt sem hann vill út úr mönnum. Núna sigur gegn fínu liði Makedóníu og það án Arons Pálmarssonar sem gat rétt leikið fyrstu mínútur leiksins. Frammistaðan á mótinu hingað til er mikill sigur fyrir hann. EM 2014 karla Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira
Það tók sinn tíma en hundleiðinlegt handboltalið Makedóna var lagt á elleftu stundu með marki nýliðans Gunnars Steins Jónssonar. Leikurinn tók á en sigur Íslands var sanngjarn. Stefnan var að koma til leiks með látum. Keyra yfir þunga Makedóna og skilja þá eftir í rykinu. Er óhætt að segja að það hafi ekki gengið eftir. Strákarnir okkar voru þeir sem mættu þungir og voru hreinlega sofandi. Er þeir vöknuðu var staðan orðin 4-0 fyrir Makedóna. Smám saman tóku þeir þó við sér og Björgvin Páll og Ásgeir Örn ákváðu í sameiningu að taka leikinn yfir. Þeir léku á als oddi. Ásgeir skoraði frábær mörk og bjó nánast öll hin mörkin til á meðan Björgvin skellti í lás í markinu. Hann varði eina fjórtán bolta í hálfleiknum og Ásgeir kom að um tíu mörkum. Ísland jafnaði, 7-7, eftir nítján mínútna leik og var komið yfir skömmu síðar. Strákarnir höfðu svo þriggja marka forystu í leikhléi, 14-11. Frábær viðsnúningur eftir afar þunga og erfiða byrjun. Síðari hálfleikur byrjaði því miður nákvæmlega eins og sá fyrri. Makedónar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og jöfnuðu leikinn. Það var smá basl á sóknarleiknum og Björgvin ekki í sama stuði og í fyrri hálfleik. Strákarnir hleyptu þó Makedónum aldrei fram úr sér en þeir voru samt aldrei langt undan. Strákunum gekk ekkert að hrista þá almennilega af sér. Mikil spenna var undir lokin en Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Vel útfærð sókn og nýliðinn brást ekki á ögurstundu. Enn einn sigurinn staðreynd og meiðslum hrjáð lið Íslands heldur áfram að gera flotta hluti í Danmörku. Ásgeir Örn vex með hverri raun á þessu móti og hefur spilað frábærlega. Sérstaklega aðdáunarverð frammistaða í ljósi þess að hann hefur nánast ekki spilað neinn handbolta í vetur. Hann og Rúnar mynda fínt par og allar áhyggjur af hægri vængnum fyrir mót voru óþarfar. Björgvin Páll átti enn einn stórleikinn en hann hefur verið frábær í öllum leikjum nema einum á mótinu. Fyrirliðinn Guðjón Valur var ekki fjarri því að spila þriðja leikinn í röð með hundrað prósent skotnýtingu. Enn og aftur stórkostlegt mót hjá járnmanninum okkar sem bregst aldrei. Róberti hefur vaxið ásmegin með hverjum leik og hann er að finna taktinn. Svo er gaman að sjá óreyndu strákana koma inn fulla af sjálfstrausti og leysa sín hlutverk vel í hverjum leiknum af öðrum. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur stýrt liðinu stórkostlega á þessu móti. Nær að rúlla liðinu vel og fær allt sem hann vill út úr mönnum. Núna sigur gegn fínu liði Makedóníu og það án Arons Pálmarssonar sem gat rétt leikið fyrstu mínútur leiksins. Frammistaðan á mótinu hingað til er mikill sigur fyrir hann.
EM 2014 karla Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira