Björgvin Páll: Ég er í fínni vinnu Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 20. janúar 2014 08:00 Björgvin Páll Gústavsson hefur varið 19 skot í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM í Danmörku og hefur því haft fullt af ástæðum til að fagna eins og hann gerir á myndinni hér fyrir ofan. Vísir/Daníel Björgvin Páll Gústavsson hefur farið mikinn í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM og hann þarf að halda uppteknum hætti gegn Makedóníu í dag. „Við erum aðeins byrjaðir að stúdera þá og munum halda því áfram í dag,“ sagði Björgvin Páll eftir æfingu Íslands í gær en hún var tekin í hádeginu. Það var afslappað andrúmsloft á æfingunni og allir léttir og kátir.Þarf að lesa Lazarov Besti leikmaður Makedóna er örvhenta stórskyttan Kiril Lazarov sem leikur með Barcelona. Björgvin þarf að lesa hann og koma í veg fyrir að hann skjóti íslenska liðið í kaf. „Makedónar eru með klóka leikmenn. Þeir spila leiðinlegan handbolta en eru með frábæra leikmenn eins og Lazarov. Það þarf að halda fókus og mjög mikilvægt að hefja leikinn vel gegn þeim. Svona lið á það til að gefast upp og því er mikilvægt að sýna styrk okkar og íslenska hjartað strax í byrjun. Því lengur sem þeir hanga inni í leiknum, þeim mun erfiðara verður þetta fyrir okkur.“ Fólki finnst oft skrítið að það séu til menn sem vilja fá boltann í sig á yfir hundrað kílómetra hraða. Það er einmitt fátt sem gleður Björgvin eins mikið. „Það er skringileg atvinna að vera fyrir. Ég fæ borgað ágætlega fyrir það og fæ að vera í landsliðinu. Ég er því í fínni vinnu,“ sagði Björgvin brosmildur.Mega ekki fá blóð á tennurnar Þó að Makedóníumenn hafi verið þungir og arfaslakir í tapi gegn Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins, þá tekur Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari liðið mjög alvarlega en liðin mætast klukkan þrjú að íslenskum tíma. „Við vitum að þeir eru stórhættulegir. Við spiluðum erfiðan leik gegn þeim á HM í fyrra. Þetta verður annað stríð. Þeir virkuðu vissulega þreyttir gegn Ungverjum. Byrjuðu af krafti og svo dró af þeim. Það er því mikilvægt að við byrjum af krafti og gefum þeim ekki blóð á tennurnar. Þá verða þeir stórhættulegir,“ segir Aron, en hvað með hinn hæga leik makedónska liðsins? „Ef þeir fá að spila langar sóknir þá eru þeir líka hættulegir. Við þurfum að fá upp hraða í leikinn. Keyra í bakið á þeim og láta þá hlaupa. Vörnin sem þeir hafa verið að spila hentar okkur líka mjög vel.“Einn besti leikmaður heims Aron segir að það þurfi að hafa góðar gætur á fleirum en Kiril Lazarov í liði Makedóna. „Hann er einn besti leikmaður heims. Línumennirnir eru sterkir. Miðjumaðurinn er góður einn á móti einum og markvörðurinn mjög góður. Þetta verður hörkuleikur.“ EM 2014 karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson hefur farið mikinn í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM og hann þarf að halda uppteknum hætti gegn Makedóníu í dag. „Við erum aðeins byrjaðir að stúdera þá og munum halda því áfram í dag,“ sagði Björgvin Páll eftir æfingu Íslands í gær en hún var tekin í hádeginu. Það var afslappað andrúmsloft á æfingunni og allir léttir og kátir.Þarf að lesa Lazarov Besti leikmaður Makedóna er örvhenta stórskyttan Kiril Lazarov sem leikur með Barcelona. Björgvin þarf að lesa hann og koma í veg fyrir að hann skjóti íslenska liðið í kaf. „Makedónar eru með klóka leikmenn. Þeir spila leiðinlegan handbolta en eru með frábæra leikmenn eins og Lazarov. Það þarf að halda fókus og mjög mikilvægt að hefja leikinn vel gegn þeim. Svona lið á það til að gefast upp og því er mikilvægt að sýna styrk okkar og íslenska hjartað strax í byrjun. Því lengur sem þeir hanga inni í leiknum, þeim mun erfiðara verður þetta fyrir okkur.“ Fólki finnst oft skrítið að það séu til menn sem vilja fá boltann í sig á yfir hundrað kílómetra hraða. Það er einmitt fátt sem gleður Björgvin eins mikið. „Það er skringileg atvinna að vera fyrir. Ég fæ borgað ágætlega fyrir það og fæ að vera í landsliðinu. Ég er því í fínni vinnu,“ sagði Björgvin brosmildur.Mega ekki fá blóð á tennurnar Þó að Makedóníumenn hafi verið þungir og arfaslakir í tapi gegn Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins, þá tekur Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari liðið mjög alvarlega en liðin mætast klukkan þrjú að íslenskum tíma. „Við vitum að þeir eru stórhættulegir. Við spiluðum erfiðan leik gegn þeim á HM í fyrra. Þetta verður annað stríð. Þeir virkuðu vissulega þreyttir gegn Ungverjum. Byrjuðu af krafti og svo dró af þeim. Það er því mikilvægt að við byrjum af krafti og gefum þeim ekki blóð á tennurnar. Þá verða þeir stórhættulegir,“ segir Aron, en hvað með hinn hæga leik makedónska liðsins? „Ef þeir fá að spila langar sóknir þá eru þeir líka hættulegir. Við þurfum að fá upp hraða í leikinn. Keyra í bakið á þeim og láta þá hlaupa. Vörnin sem þeir hafa verið að spila hentar okkur líka mjög vel.“Einn besti leikmaður heims Aron segir að það þurfi að hafa góðar gætur á fleirum en Kiril Lazarov í liði Makedóna. „Hann er einn besti leikmaður heims. Línumennirnir eru sterkir. Miðjumaðurinn er góður einn á móti einum og markvörðurinn mjög góður. Þetta verður hörkuleikur.“
EM 2014 karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira