Bubba barst hótunarbréf Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 09:00 Bubbi fékk ónot þegar honum barst bréfið. Vísir/Andri Marinó „Ég er alls ekkert fúll yfir þessu en ég fékk smá ónot þegar ég fékk bréfið. Þá velti ég fyrir mér hvort þessi kona ætlaði að láta bloggherinn ræna af mér ærunni,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Hann er einn fjögurra dómara í hæfileikaþáttunum Ísland Got Talent sem fer í loftið á Stöð 2 seinna í mánuðinum. Bubba barst miður skemmtilegt bréf á dögunum frá keppanda sem var ósáttur við það að komast ekki áfram í þáttunum. „Málið var það að kona, sem ég vil ekki nafngreina, söng lag eftir Bob Dylan í þýðingu Jónasar Árnasonar. Hún komst ekki áfram og skrifaði mér bréf sem var uppfullt af gríðarlegum vonbrigðum. Hún kallaði mig hrokagikk og sjálfhverfan og ég veit ekki hvað og hvað. Hún sagði að hún hefði einu sinni haft álit á mér en nú væri það farið út um gluggann. Þetta bréf var gríðarlega langt og hún sagðist hafa sungið þetta lag í tuttugu ár og aldrei nokkurn tímann fengið höfnun á flutninginn,“ segir Bubbi „Það eina sem ég sagði við hana þegar hún lauk flutningi sínum, ef ég man rétt, var: Nei, þetta er ekki fyrir mig. Hún hótaði að birta bréfið í fjölmiðlum og á heimasíðu sinni. Í einu orði sagt geta vonbrigði, höfnun og reiði fólks orðið svo rosaleg að það blindar það,“ bætir Bubbi við. Hann ber engan kala til þessarar konu. „Ég skrifaði henni til baka og hvatti hana til að syngja áfram en að ég stæði við það að mér þætti hún ekki nógu góð. Mig minnir að ég hafi lokið svari mínu á orðunum ást og friður. Málið var samt sem áður að þetta var ósmekklegt bréf en ég fyrirgaf henni því ég vissi að þetta var skrifað í hita leiksins.“ Bubbi er ekki ókunnugur hæfileikakeppnum á borð við Ísland Got Talent því hann var einnig dómari í Idol-Stjörnuleit í denn. „Þetta er ekkert einsdæmi í svona þáttum. Í Idolinu hringdi fólk í mig, sérstaklega þegar það var komið í glas og hafði kjarkinn. Maður getur alltaf búist við því að keppendur missi sig í brjálæði og maður verður bara að taka því,“ segir Bubbi. Hann segist alls ekki vera illkvittinn dómari. „Ég er harður en sanngjarn.“ Ísland Got Talent Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Sjá meira
„Ég er alls ekkert fúll yfir þessu en ég fékk smá ónot þegar ég fékk bréfið. Þá velti ég fyrir mér hvort þessi kona ætlaði að láta bloggherinn ræna af mér ærunni,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Hann er einn fjögurra dómara í hæfileikaþáttunum Ísland Got Talent sem fer í loftið á Stöð 2 seinna í mánuðinum. Bubba barst miður skemmtilegt bréf á dögunum frá keppanda sem var ósáttur við það að komast ekki áfram í þáttunum. „Málið var það að kona, sem ég vil ekki nafngreina, söng lag eftir Bob Dylan í þýðingu Jónasar Árnasonar. Hún komst ekki áfram og skrifaði mér bréf sem var uppfullt af gríðarlegum vonbrigðum. Hún kallaði mig hrokagikk og sjálfhverfan og ég veit ekki hvað og hvað. Hún sagði að hún hefði einu sinni haft álit á mér en nú væri það farið út um gluggann. Þetta bréf var gríðarlega langt og hún sagðist hafa sungið þetta lag í tuttugu ár og aldrei nokkurn tímann fengið höfnun á flutninginn,“ segir Bubbi „Það eina sem ég sagði við hana þegar hún lauk flutningi sínum, ef ég man rétt, var: Nei, þetta er ekki fyrir mig. Hún hótaði að birta bréfið í fjölmiðlum og á heimasíðu sinni. Í einu orði sagt geta vonbrigði, höfnun og reiði fólks orðið svo rosaleg að það blindar það,“ bætir Bubbi við. Hann ber engan kala til þessarar konu. „Ég skrifaði henni til baka og hvatti hana til að syngja áfram en að ég stæði við það að mér þætti hún ekki nógu góð. Mig minnir að ég hafi lokið svari mínu á orðunum ást og friður. Málið var samt sem áður að þetta var ósmekklegt bréf en ég fyrirgaf henni því ég vissi að þetta var skrifað í hita leiksins.“ Bubbi er ekki ókunnugur hæfileikakeppnum á borð við Ísland Got Talent því hann var einnig dómari í Idol-Stjörnuleit í denn. „Þetta er ekkert einsdæmi í svona þáttum. Í Idolinu hringdi fólk í mig, sérstaklega þegar það var komið í glas og hafði kjarkinn. Maður getur alltaf búist við því að keppendur missi sig í brjálæði og maður verður bara að taka því,“ segir Bubbi. Hann segist alls ekki vera illkvittinn dómari. „Ég er harður en sanngjarn.“
Ísland Got Talent Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Sjá meira