Sverre: Þriðja stríðið á nokkrum dögum Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 16. janúar 2014 08:30 Það verður heldur betur nóg að gera hjá Sverre Jakobssyni og félögum í íslensku vörninni í kvöld. Spænsku leikmennirnir eru mikil tröll og enginn hægðarleikur að hafa hemil á þeim. „Þeir eru ekkert ósvipaðir Ungverjunum en þeir eru kannski skrefinu framar í flestum þáttum handboltans. Vinna mikið tveir á tvo og nýta klókindi sín til hins ýtrasta. Við verðum að vera klárir frá fyrstu sekúndu,“ sagði Sverre. Hann þarf ekki að glíma við línutröllið Julen Aguinagalde þar sem hann er frá vegna meiðsla. Munar um minna fyrir Spánverjana en Sverre segist samt muna sakna þess að slást við hann. „Það er alveg furðugaman að kljást við hann en ég get ekki neitað að það er gott að losna við svona skrímsli. Hinir tveir eru samt kröftugir, stórir og sterkir líka þannig að þetta verður ekkert auðveldara þannig. Þetta verður bara þriðja stríðið í þessari keppni á nokkrum dögum,“ sagði Sverre og hló við eins og svo oft áður. Noregur sýndi í sínum leik gegn Spánverjum að það er hægt að gera ýmislegt gegn þeim. „Við teljum okkur vera það góða að við getum gert meira en að stríða öllum liðum. Við getum líka lent í hinu. Við verðum að vera vel innstilltir og ég efast ekki um að við verðum það,“ sagði Sverre Jakobsson á æfingu liðsins í gær. EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Sjá meira
Það verður heldur betur nóg að gera hjá Sverre Jakobssyni og félögum í íslensku vörninni í kvöld. Spænsku leikmennirnir eru mikil tröll og enginn hægðarleikur að hafa hemil á þeim. „Þeir eru ekkert ósvipaðir Ungverjunum en þeir eru kannski skrefinu framar í flestum þáttum handboltans. Vinna mikið tveir á tvo og nýta klókindi sín til hins ýtrasta. Við verðum að vera klárir frá fyrstu sekúndu,“ sagði Sverre. Hann þarf ekki að glíma við línutröllið Julen Aguinagalde þar sem hann er frá vegna meiðsla. Munar um minna fyrir Spánverjana en Sverre segist samt muna sakna þess að slást við hann. „Það er alveg furðugaman að kljást við hann en ég get ekki neitað að það er gott að losna við svona skrímsli. Hinir tveir eru samt kröftugir, stórir og sterkir líka þannig að þetta verður ekkert auðveldara þannig. Þetta verður bara þriðja stríðið í þessari keppni á nokkrum dögum,“ sagði Sverre og hló við eins og svo oft áður. Noregur sýndi í sínum leik gegn Spánverjum að það er hægt að gera ýmislegt gegn þeim. „Við teljum okkur vera það góða að við getum gert meira en að stríða öllum liðum. Við getum líka lent í hinu. Við verðum að vera vel innstilltir og ég efast ekki um að við verðum það,“ sagði Sverre Jakobsson á æfingu liðsins í gær.
EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Sjá meira