Rjóma-ránið mikla Þórólfur Matthíasson skrifar 15. janúar 2014 06:00 Það þarf 2 til 2,5 lítra af rjóma til að búa til 1 kíló af smjöri. Aukaafurð í þeirri framleiðslu er áfir sem eru verðlitlar. Heildsöluverð rjóma í lausu máli er 798 krónur hver lítri. Verðmæti rjómans sem þarf til að framleiða eitt kíló af smjöri er því 1.600 til 2.000 krónur. Framleiðsla smjörs úr rjóma krefst bæði vinnu, orku (rafmagns), tækja, húsnæðis o.s.frv. Rekstur Auðhumlu kostaði 25% af rekstrartekjum árið 2012. Með hliðsjón af heildsöluverði rjóma kostar því um 2.000 til 2.500 krónur að framleiða eitt kíló af smjöri. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 99/1993 með síðari breytingum er svokallaðri verðlagsnefnd búvara ætlað að „ákvarða heildsöluverð búvara að teknu tilliti til… rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara“. Þessi nefnd ákvarðar bæði heildsöluverð á rjóma (798 krónur á lítra) og á smjöri. Heildsöluverð ópakkaðs smjörs er 624 krónur á kíló! Af þessu má álykta að ópakkað smjör sé selt með 1.400-1.900 króna tapi á hvert kíló! Augljóslega hefur verðlagsnefnd búvara ekki gætt þess að eðlilegt samræmi sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. Verð rjóma virðist ofurverð!Vinningur MS Heildsöluverð smjörs á Íslandi er svipað og svokallað ESB-verð og heldur hærra en heimsmarkaðsverð. Það virðist því mega áætla að verð á rjóma sé 2falt til 3falt hærra en eðlilegt getur talist. Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs. Erfitt er að finna talnalegar upplýsingar um framleiðslu mjólkurafurða, en leiða má líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári. Ofurverð á rjóma hefur því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Upplýsingar um ofurverð á rjóma setja innflutning á írsku smjöri í nýtt og nokkuð óvænt ljós. Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá! Íslenskir neytendur hljóta nú að krefjast þess að: a) innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, b) að verðlagsnefnd búvara lækki verð á rjóma um 66%, c) að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og d) að Mjólkursamsalan skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það þarf 2 til 2,5 lítra af rjóma til að búa til 1 kíló af smjöri. Aukaafurð í þeirri framleiðslu er áfir sem eru verðlitlar. Heildsöluverð rjóma í lausu máli er 798 krónur hver lítri. Verðmæti rjómans sem þarf til að framleiða eitt kíló af smjöri er því 1.600 til 2.000 krónur. Framleiðsla smjörs úr rjóma krefst bæði vinnu, orku (rafmagns), tækja, húsnæðis o.s.frv. Rekstur Auðhumlu kostaði 25% af rekstrartekjum árið 2012. Með hliðsjón af heildsöluverði rjóma kostar því um 2.000 til 2.500 krónur að framleiða eitt kíló af smjöri. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 99/1993 með síðari breytingum er svokallaðri verðlagsnefnd búvara ætlað að „ákvarða heildsöluverð búvara að teknu tilliti til… rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara“. Þessi nefnd ákvarðar bæði heildsöluverð á rjóma (798 krónur á lítra) og á smjöri. Heildsöluverð ópakkaðs smjörs er 624 krónur á kíló! Af þessu má álykta að ópakkað smjör sé selt með 1.400-1.900 króna tapi á hvert kíló! Augljóslega hefur verðlagsnefnd búvara ekki gætt þess að eðlilegt samræmi sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. Verð rjóma virðist ofurverð!Vinningur MS Heildsöluverð smjörs á Íslandi er svipað og svokallað ESB-verð og heldur hærra en heimsmarkaðsverð. Það virðist því mega áætla að verð á rjóma sé 2falt til 3falt hærra en eðlilegt getur talist. Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs. Erfitt er að finna talnalegar upplýsingar um framleiðslu mjólkurafurða, en leiða má líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári. Ofurverð á rjóma hefur því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Upplýsingar um ofurverð á rjóma setja innflutning á írsku smjöri í nýtt og nokkuð óvænt ljós. Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá! Íslenskir neytendur hljóta nú að krefjast þess að: a) innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, b) að verðlagsnefnd búvara lækki verð á rjóma um 66%, c) að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og d) að Mjólkursamsalan skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar