Tónlist

Creedence á Spot í kvöld

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Gullfoss leikur helstu smelli Creedence Clearwater Revival í kvöld.
Hljómsveitin Gullfoss leikur helstu smelli Creedence Clearwater Revival í kvöld.
Hljómsveitin Gullfoss sem er í þessu tilfelli „Traveling Band,“ ætlar að heiðra eina stærstu og vinsælustu hljómsveit heims, Creedence Cleawater Revival.

Á efnisskránni verða helstu verk sveitarinnar og leiðtoga hennar John Fogerty flutt í bland við efni af sólóferli Fogerty.

Fáir hafa gert tónlist CCR betri skil en forsöngvari sveitarinnar Birgir Haraldsson, kenndur við Gildruna og Gullfoss, sem hefur löngum verið kallaður hinn íslenski Fogerty.

Með honum er einnig samstarfsfélagi til margra ára, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, en Birgir og Sigurgeir voru báðir meðlimir CCR-Reykjavík og Gildrumezz, sem hljóðritaði tvær plötur með efni Creedence Clearwater Revival á seinni hluta síðustu aldar.

Með þeim leika Ingimundur Benjamín Óskarsson, Sigfús Óttarsson og Snorri Snorrason en þeir eru einnig allir meðlimir hljómsveitarinnar Gullfoss.

Tónleikarnir fara fram á Spot og hefjast á miðnætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×