Gunnar Steinn: Nú má maður ekki verða of saddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 07:00 Gunnar Steinn Jónsson og landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson á blaðamannafundinum í gær. Mynd/Valli Gunnar Steinn Jónsson og varnartröllið Bjarki Már Gunnarsson eru á leið á sitt fyrsta stórmót á EM í Danmörku. Það bjuggust allir við að Bjarki Már fengi tækifærið í forföllum Ingimundar Ingimundarsonar og bakvandræðum Vignis Svavarssonar en það sáu mun færri fyrir sér að Gunnar Steinn kæmist í EM-hópinn. „Ég kom inn í byrjun sem síðasti maður og ég held að ég hafi ekki verið beint inni í plönunum til að byrja með. Ég held að ég hafi nýtt ágætlega þau tækifæri sem ég fékk,“ sagði Gunnar Steinn kátur. „Þetta er oft styttra en menn halda,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson um Gunnar. „Hann fór í axlaraðgerð í sumar sem hjálpaði honum mikið varðandi skotkraft. Hann hefur ekki verið að spila vörn í Frakklandi en hefur sýnt það á þessum æfingum að hann getur alveg spilað vörnina líka. Hann hefur komið mjög vel inn í hópinn, virkar andlega sterkur og með góðan taktískan skilning,“ segir Aron. „Ég gerði það rétta þegar ég hitti Aron fyrir jól og fékk að fara yfir kerfin með honum. Ég vissi það að ef ég ætlaði að eiga einhvern möguleika á að fara með á EM þá þyrfti ég að vera með allt á hreinu. Það var ekki hægt að eyða tíma í að æfa mig í einhverjum atriðum. Ég var því vel undirbúinn. Ég glósaði aðeins um jólin,“ sagði Gunnar Steinn brosandi. „Þetta er búið að vera draumur minn lengi og ég er kannski ekki alveg búinn að átta mig á þessu. Nú má maður ekki verða of saddur eftir þetta. Ég verð að geta hjálpað liðinu á mótinu því það er aðalatriðið. Ég verð því að koma mér niður á jörðina aftur,“ sagði Gunnar Steinn að lokum. EM 2014 karla Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Gunnar Steinn Jónsson og varnartröllið Bjarki Már Gunnarsson eru á leið á sitt fyrsta stórmót á EM í Danmörku. Það bjuggust allir við að Bjarki Már fengi tækifærið í forföllum Ingimundar Ingimundarsonar og bakvandræðum Vignis Svavarssonar en það sáu mun færri fyrir sér að Gunnar Steinn kæmist í EM-hópinn. „Ég kom inn í byrjun sem síðasti maður og ég held að ég hafi ekki verið beint inni í plönunum til að byrja með. Ég held að ég hafi nýtt ágætlega þau tækifæri sem ég fékk,“ sagði Gunnar Steinn kátur. „Þetta er oft styttra en menn halda,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson um Gunnar. „Hann fór í axlaraðgerð í sumar sem hjálpaði honum mikið varðandi skotkraft. Hann hefur ekki verið að spila vörn í Frakklandi en hefur sýnt það á þessum æfingum að hann getur alveg spilað vörnina líka. Hann hefur komið mjög vel inn í hópinn, virkar andlega sterkur og með góðan taktískan skilning,“ segir Aron. „Ég gerði það rétta þegar ég hitti Aron fyrir jól og fékk að fara yfir kerfin með honum. Ég vissi það að ef ég ætlaði að eiga einhvern möguleika á að fara með á EM þá þyrfti ég að vera með allt á hreinu. Það var ekki hægt að eyða tíma í að æfa mig í einhverjum atriðum. Ég var því vel undirbúinn. Ég glósaði aðeins um jólin,“ sagði Gunnar Steinn brosandi. „Þetta er búið að vera draumur minn lengi og ég er kannski ekki alveg búinn að átta mig á þessu. Nú má maður ekki verða of saddur eftir þetta. Ég verð að geta hjálpað liðinu á mótinu því það er aðalatriðið. Ég verð því að koma mér niður á jörðina aftur,“ sagði Gunnar Steinn að lokum.
EM 2014 karla Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira