Harmleikurinn um Ísland Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. janúar 2014 07:00 Ég las nú í aðventumyrkrunum Íslandsklukku Halldórs Laxness sem ég hafði árum saman talið mér trú um að mér líkaði ekki út af stílnum eða þjóðernishyggjunni eða jafnvel upphafssetningunni. Óekkí. Það reyndist öðru nær við lesturinn, stórkostlegt verk; töfrar þess engu líkir. Enn les maður setningarnar aftur og aftur og klökknar yfir orðsnilldinni. Og enn glottir maður með Jóni Hreggviðssyni, sem kannski er eini ógalni maðurinn þarna mitt í öllum þessum hetjuskap, og smjattar á tilsvörum hans og þylur með honum vængjaðar ræðurnar um hið ljósa man – „með gullband um sig miðja þar rauður loginn brann kona góð“. Og enn er maður miður sín yfir sorglegustu ástarsögu Íslandsögunnar; þessum harmleik: sögunni af þeim Árna og Snæfríði, sem var ekki skapað nema að skilja, jafn óskiljanlegt og það er. Og enn horfir maður í öngum sínum á eftir Snæfríði Íslandssól í lokaósigri bókarinnar ríðandi í svörtu út úr verki sínu, hnarreist og buguð, heitbundin þeim næstbesta – sem er verstur. Og enn hugsar maður: Af hverju þarf þetta að vera svona?Þarf þetta að vera svona? Þetta er saga Snæfríðar, allt hverfist um hana, hennar gerðir og hennar örlög, birtan frá henni ríkir yfir verkinu; allir þessir karlmenn í kringum hana eru aukapersónur, þjónar. Hún er Huldan úr Hulduljóðum Jónasar; álfkonan sjálf; draumsýn karlskáldsins um hina íslensku kvenhetju, hina veikbyggðu valkyrju sem kýs mönnum örlög. Hún er hið ljósa man, hún er sólin sjálf. Eins og ýmsar aðrar kvenpersónur sem Halldór skapaði er hún umfram allt birta, holdi klætt ljós jafnvel þó að hún sé alltaf svona jarðbundin í tali – kippi háfleygum karlmönnum í kringum sig snarlega niður á jörðina með svolítið þreytulegum en háðskum athugasemdum sínum. Það er hún sem þeir þjóna, hún sem þeir svíkja. Skáldsögur iða af lífi sem á sér eigin forsendur, séu þær nokkurs verðar. Þær eru vissulega smíðaðar úr margs konar efniviði en við getum samt ekki tekið meintan efnivið og sett saman annan og æðri veruleika úr honum og sagt síðan: Svona var þetta í raun og veru. Við getum heldur ekki horft á persónurnar og sagt: Þessi er þessi og þessi þarna er þessi hér. Þannig virkar skáldskapurinn ekki. Snæfríður Íslandssól er önnur en Þórdís Jónsdóttir, lögmannsdóttirin sem gift var Magnúsi í Bræðratungu og var sökuð af manni sínum um að hafa verið í tygjum við Árna Magnússon. Snæfríður Íslandssól er heldur ekki einskært tákn þjóðarandans eða þjóðarsálarinnar – hvað sem það nú annars er – og hún er ekki algóð heldur eða óskeikul heldur verður henni ýmislegt á í sögunni. En hún er sem sé Íslandssól. Í þessari konu eru samankomnir eiginleikar sem Íslendingar hafa látið sig dreyma um að þeir hafi til að bera, alveg frá því að þessi skrifóða þjóð fór að setja saman bækur um sjálfa sig. Hún er sólin og allir karlmenn sem á vegi hennar verða sverja henni trúnaðareiða – og allir svíkja hana, nema Jón Hreggviðsson.Heldur þann versta… Hvers vegna svíkur Árni hana ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar? Sem sé: Af hverju þarf þetta að fara svona? Hann er hugsjónamaður, svona á sinn hátt, prinsippmaður; kannski eins og Júdas var. Sú stóra meginhugmynd gengur í gegnum allan bálkinn, að Íslendingar séu skapaðir til annars og merkilegra hlutskiptis en að njóta hamingju. Heldur þann versta en þann næst besta. Heldur að þola fátækt og niðurlægingu en að að lifa við góð kjör og mannlega reisn. Heldur að giftast Magnúsi í Bræðratungu en einhverju meðalmenni, fyllibyttunni, sem dregur nafn okkar í svaðið, selur undan okkur jarðirnar, kallar yfir okkur smán með framferði sínu en er þó að minnsta kosti höfðingi og stórbrotin fyllibytta. Meðvirkni Snæfríðar er birtingarmynd á stórlæti – eins og fínasti katólikki speglar hún stolt sitt í þjáningunni og niðurlægingunni. En um leið birtist í þessu sjúka sambandi brotin sjálfsmynd og sjálfsfyrirlitning þeirrar konu sem gafst öðrum manni sextán ára gömul. Sjálfur hefur Arnas náð sér í sinn versta hugsanlega ektamaka, danska kvenskrímslið Mette. Sami hugsunarháttur ræður för þegar Arnas afþakkar landstjóratignina sem Úffelen greifi hefur boðið honum í kjölfar þess að Danakonungur vill selja landið Hamborgarkaupmönnum – heldur þann versta en þann næstbesta – og leggst sjálfur í kjölfarið í nokkurs konar drykkjukör, sjálfur besti maður landsins. Af hverju tekur hann ekki boðinu og giftist Snæfríði og þau setjast svo að á Bessastöðum og sitja þar í sæmd sinni? Af hverju þarf þetta að fara svona? Það hef ég í rauninni aldrei skilið. Tilboð Hamborgarkaupmannsins um að koma fram við Íslendinga eins og menn, af virðingu og sanngirni, finnst Arnasi tortryggilegt. Hann vill heldur að Íslendingar séu undir stjórn manna sem arðræna þá, fyrirlíta þá og koma viðurstyggilega fram við þá – því að slíkur óvinur sé smáþjóð auðveldari viðfangs en hinn sem kemur með gýligjafir á borð við maðkalaust korn til okkar er líklegri til að brjóta undir sig landið og eyða þeirri þjóð sem fyrir í landinu er. En honum skjátlast auðvitað. Og enn frekar á okkar fjölþjóðlegu tímum en þegar Halldór skrifaði bók sína til að vara þjóðina við tröllinu vinalega úr vestri. Hann er á villigötum rétt eins og Snæfríður var þegar hún gekk að eiga Magnús í Bræðratungu – og fór svo aftur til hans eftir allt sem á undan var gengið; já og rétt eins og íslenskir kjósendur þegar þeir sneru í síðustu kosningum aftur til sinnar Bræðratungu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ég las nú í aðventumyrkrunum Íslandsklukku Halldórs Laxness sem ég hafði árum saman talið mér trú um að mér líkaði ekki út af stílnum eða þjóðernishyggjunni eða jafnvel upphafssetningunni. Óekkí. Það reyndist öðru nær við lesturinn, stórkostlegt verk; töfrar þess engu líkir. Enn les maður setningarnar aftur og aftur og klökknar yfir orðsnilldinni. Og enn glottir maður með Jóni Hreggviðssyni, sem kannski er eini ógalni maðurinn þarna mitt í öllum þessum hetjuskap, og smjattar á tilsvörum hans og þylur með honum vængjaðar ræðurnar um hið ljósa man – „með gullband um sig miðja þar rauður loginn brann kona góð“. Og enn er maður miður sín yfir sorglegustu ástarsögu Íslandsögunnar; þessum harmleik: sögunni af þeim Árna og Snæfríði, sem var ekki skapað nema að skilja, jafn óskiljanlegt og það er. Og enn horfir maður í öngum sínum á eftir Snæfríði Íslandssól í lokaósigri bókarinnar ríðandi í svörtu út úr verki sínu, hnarreist og buguð, heitbundin þeim næstbesta – sem er verstur. Og enn hugsar maður: Af hverju þarf þetta að vera svona?Þarf þetta að vera svona? Þetta er saga Snæfríðar, allt hverfist um hana, hennar gerðir og hennar örlög, birtan frá henni ríkir yfir verkinu; allir þessir karlmenn í kringum hana eru aukapersónur, þjónar. Hún er Huldan úr Hulduljóðum Jónasar; álfkonan sjálf; draumsýn karlskáldsins um hina íslensku kvenhetju, hina veikbyggðu valkyrju sem kýs mönnum örlög. Hún er hið ljósa man, hún er sólin sjálf. Eins og ýmsar aðrar kvenpersónur sem Halldór skapaði er hún umfram allt birta, holdi klætt ljós jafnvel þó að hún sé alltaf svona jarðbundin í tali – kippi háfleygum karlmönnum í kringum sig snarlega niður á jörðina með svolítið þreytulegum en háðskum athugasemdum sínum. Það er hún sem þeir þjóna, hún sem þeir svíkja. Skáldsögur iða af lífi sem á sér eigin forsendur, séu þær nokkurs verðar. Þær eru vissulega smíðaðar úr margs konar efniviði en við getum samt ekki tekið meintan efnivið og sett saman annan og æðri veruleika úr honum og sagt síðan: Svona var þetta í raun og veru. Við getum heldur ekki horft á persónurnar og sagt: Þessi er þessi og þessi þarna er þessi hér. Þannig virkar skáldskapurinn ekki. Snæfríður Íslandssól er önnur en Þórdís Jónsdóttir, lögmannsdóttirin sem gift var Magnúsi í Bræðratungu og var sökuð af manni sínum um að hafa verið í tygjum við Árna Magnússon. Snæfríður Íslandssól er heldur ekki einskært tákn þjóðarandans eða þjóðarsálarinnar – hvað sem það nú annars er – og hún er ekki algóð heldur eða óskeikul heldur verður henni ýmislegt á í sögunni. En hún er sem sé Íslandssól. Í þessari konu eru samankomnir eiginleikar sem Íslendingar hafa látið sig dreyma um að þeir hafi til að bera, alveg frá því að þessi skrifóða þjóð fór að setja saman bækur um sjálfa sig. Hún er sólin og allir karlmenn sem á vegi hennar verða sverja henni trúnaðareiða – og allir svíkja hana, nema Jón Hreggviðsson.Heldur þann versta… Hvers vegna svíkur Árni hana ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar? Sem sé: Af hverju þarf þetta að fara svona? Hann er hugsjónamaður, svona á sinn hátt, prinsippmaður; kannski eins og Júdas var. Sú stóra meginhugmynd gengur í gegnum allan bálkinn, að Íslendingar séu skapaðir til annars og merkilegra hlutskiptis en að njóta hamingju. Heldur þann versta en þann næst besta. Heldur að þola fátækt og niðurlægingu en að að lifa við góð kjör og mannlega reisn. Heldur að giftast Magnúsi í Bræðratungu en einhverju meðalmenni, fyllibyttunni, sem dregur nafn okkar í svaðið, selur undan okkur jarðirnar, kallar yfir okkur smán með framferði sínu en er þó að minnsta kosti höfðingi og stórbrotin fyllibytta. Meðvirkni Snæfríðar er birtingarmynd á stórlæti – eins og fínasti katólikki speglar hún stolt sitt í þjáningunni og niðurlægingunni. En um leið birtist í þessu sjúka sambandi brotin sjálfsmynd og sjálfsfyrirlitning þeirrar konu sem gafst öðrum manni sextán ára gömul. Sjálfur hefur Arnas náð sér í sinn versta hugsanlega ektamaka, danska kvenskrímslið Mette. Sami hugsunarháttur ræður för þegar Arnas afþakkar landstjóratignina sem Úffelen greifi hefur boðið honum í kjölfar þess að Danakonungur vill selja landið Hamborgarkaupmönnum – heldur þann versta en þann næstbesta – og leggst sjálfur í kjölfarið í nokkurs konar drykkjukör, sjálfur besti maður landsins. Af hverju tekur hann ekki boðinu og giftist Snæfríði og þau setjast svo að á Bessastöðum og sitja þar í sæmd sinni? Af hverju þarf þetta að fara svona? Það hef ég í rauninni aldrei skilið. Tilboð Hamborgarkaupmannsins um að koma fram við Íslendinga eins og menn, af virðingu og sanngirni, finnst Arnasi tortryggilegt. Hann vill heldur að Íslendingar séu undir stjórn manna sem arðræna þá, fyrirlíta þá og koma viðurstyggilega fram við þá – því að slíkur óvinur sé smáþjóð auðveldari viðfangs en hinn sem kemur með gýligjafir á borð við maðkalaust korn til okkar er líklegri til að brjóta undir sig landið og eyða þeirri þjóð sem fyrir í landinu er. En honum skjátlast auðvitað. Og enn frekar á okkar fjölþjóðlegu tímum en þegar Halldór skrifaði bók sína til að vara þjóðina við tröllinu vinalega úr vestri. Hann er á villigötum rétt eins og Snæfríður var þegar hún gekk að eiga Magnús í Bræðratungu – og fór svo aftur til hans eftir allt sem á undan var gengið; já og rétt eins og íslenskir kjósendur þegar þeir sneru í síðustu kosningum aftur til sinnar Bræðratungu.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar