Norrænt popp á netinu Eygló Harðardóttir skrifar 3. janúar 2014 06:00 Flestir hafa gaman af tónlist og eiga sér uppáhaldslag. Bráðlega munu allir eiga þess kost að skemmta sér við að hlusta á norræna tónlist á einfaldan og aðgengilegan hátt á netinu. Hví segi ég þetta? Jú, núna um áramótin tókum við Íslendingar við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni til eins árs. Sú nýbreytni er viðhöfð í norrænu fjárlögunum að settur hefur verið á laggirnar myndarlegur sjóður sem ráðstafað er að frumkvæði formennskulandsins. Fyrsta verkefnið sem lítur dagsins ljós vegna frumkvæðis Íslands er Norræni spilunarlistinn. Listinn verður kynntur 6. janúar þegar slóð hans fer á veraldarvefinn. Um er að ræða menningarverkefni þar sem skapandi greinum er gert hátt undir höfði. Samstarf við tónlistarveitur Norræni spilunarlistinn hefur verið í mótun undanfarið ár, en það er útflutningsmiðstöð norrænnar tónlistar, NOMEX eða Nordic Music Export, sem stýrir verkefninu og sér um framkvæmd þess. Að baki NOMEX eru útflutningsmiðstöðvar tónlistar á Norðurlöndum og er Útón fulltrúi Íslands. Markmiðið með verkefninu er að nýta nútíma tækni í fjölmiðlun; samfélagsmiðla og netmiðla til þess að koma norrænni tónlist á framfæri innan og utan Norðurlandanna og auka þar með útflutningsmöguleika hennar á Norðurlöndunum og alþjóðlega. Undirbúningur verkefnisins hefur gengið vel – búið er að hanna vefsíðu þar sem það besta og efnilegasta í norrænni popptónlist verður aðgengilegt á einum stað – samstarf er hafið við stórar tónlistarveitur á borð við spotify, wimp og deezer og viðræður eru í gangi við bandarískar veitur. Verkefnið mun stuðla að betri og markvissari kynningu á norrænni tónlist. Tónlistarmenningin dafnar Við höfum tröllatrú á þessu verkefni. Það er vel kynnt á Norðurlöndum, nýtur mikils velvilja, er til þess fallið að höfða til ungra Norðurlandabúa og ætti að efla tiltrú þeirra á norrænt samstarf. Árið 2014 verður varið rúmum 40 milljónum króna til Norræna spilunarlistans, en markmiðið er að sjálfsögðu að hann verði sjálfbær þegar norrænum stuðningi við hann lýkur að þremur árum loknum. Það er von mín að spilunarlistinn fái fljúgandi start og að norræn tónlist verði aðgengileg sem flestum á veraldarvefjunum. Þannig mun tónlistarmenning okkar dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Flestir hafa gaman af tónlist og eiga sér uppáhaldslag. Bráðlega munu allir eiga þess kost að skemmta sér við að hlusta á norræna tónlist á einfaldan og aðgengilegan hátt á netinu. Hví segi ég þetta? Jú, núna um áramótin tókum við Íslendingar við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni til eins árs. Sú nýbreytni er viðhöfð í norrænu fjárlögunum að settur hefur verið á laggirnar myndarlegur sjóður sem ráðstafað er að frumkvæði formennskulandsins. Fyrsta verkefnið sem lítur dagsins ljós vegna frumkvæðis Íslands er Norræni spilunarlistinn. Listinn verður kynntur 6. janúar þegar slóð hans fer á veraldarvefinn. Um er að ræða menningarverkefni þar sem skapandi greinum er gert hátt undir höfði. Samstarf við tónlistarveitur Norræni spilunarlistinn hefur verið í mótun undanfarið ár, en það er útflutningsmiðstöð norrænnar tónlistar, NOMEX eða Nordic Music Export, sem stýrir verkefninu og sér um framkvæmd þess. Að baki NOMEX eru útflutningsmiðstöðvar tónlistar á Norðurlöndum og er Útón fulltrúi Íslands. Markmiðið með verkefninu er að nýta nútíma tækni í fjölmiðlun; samfélagsmiðla og netmiðla til þess að koma norrænni tónlist á framfæri innan og utan Norðurlandanna og auka þar með útflutningsmöguleika hennar á Norðurlöndunum og alþjóðlega. Undirbúningur verkefnisins hefur gengið vel – búið er að hanna vefsíðu þar sem það besta og efnilegasta í norrænni popptónlist verður aðgengilegt á einum stað – samstarf er hafið við stórar tónlistarveitur á borð við spotify, wimp og deezer og viðræður eru í gangi við bandarískar veitur. Verkefnið mun stuðla að betri og markvissari kynningu á norrænni tónlist. Tónlistarmenningin dafnar Við höfum tröllatrú á þessu verkefni. Það er vel kynnt á Norðurlöndum, nýtur mikils velvilja, er til þess fallið að höfða til ungra Norðurlandabúa og ætti að efla tiltrú þeirra á norrænt samstarf. Árið 2014 verður varið rúmum 40 milljónum króna til Norræna spilunarlistans, en markmiðið er að sjálfsögðu að hann verði sjálfbær þegar norrænum stuðningi við hann lýkur að þremur árum loknum. Það er von mín að spilunarlistinn fái fljúgandi start og að norræn tónlist verði aðgengileg sem flestum á veraldarvefjunum. Þannig mun tónlistarmenning okkar dafna.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun