Eldheimar munu kosta 890 milljónir Freyr Bjarnason skrifar 2. janúar 2014 12:00 Bygging safnsins er komin langt á veg. Þungamiðjan verða rústir af Gerðisbraut 10 sem grófst undir ösku í gosinu 1973. Mynd/Óskar pétur friðriksson Stefnt er að því að safnið Eldheimar í Vestmannaeyjum opni næsta vor. Kostnaður við safnið nemur um 890 milljónum króna og hann er að mestu greiddur úr bæjarsjóði. Um þrjú hundruð milljónir króna koma frá ríkissjóði en sá peningur átti upphaflega að fara í byggingu nýs menningarhúss í bænum, sem síðan var hætt við. Að auki hefur bærinn fengið lægri upphæðir í styrk, m.a. sjö milljónir króna úr framkvæmdasjóði Ferðamannastaða, og styrk frá Ferðamannaráði. Þungamiðja safnsins verða rústir af Gerðisbraut 10 sem grófst undir ösku í Vestmannaeyjagosinu 1973. Að sögn Kristínar Jóhannsdóttur, menningar- og markaðsstjóra Vestmannaeyjabæjar, er bygging safnsins komin langt á veg en uppgröfturinn hefur staðið yfir undanfarin ár. Húsið verður á tveimur hæðum, alls 1.161 fermetri. Aðspurð segir Kristín að margir útlendingar bíði spenntir eftir því að safnið opni. „Þetta verkefni er búið að vera í heilmikilli alþjóðlegri kynningu frá því að uppgröfturinn byrjaði. Við erum mikið bókuð þegar kemur að ferðamönnum almennt en það er mikill alþjóðlegur áhugi á Eldheimum, enda er gossagan okkar gríðarlega mikilvæg,“ segir hún. „Við erum að klára þetta stóra gosár hérna og Eldheimar eru klárlega eitt af því sem við höfum verið að selja og gera út á.“ Hún telur að rúmlega eitt hundruð þúsund erlendir ferðamenn hafi komið til Vestmannaeyja á árinu og vonast til að þeir verði enn fleiri 2014, meðal annars með aðstoð Eldheima. Arkitekt hússins er Margrét Kristín Gunnarsdóttir, landlagsarkitekt er Lilja Kristín Ólafsdóttir og sýningarhönnuður er Axel Hallkell Jóhannesson, sem er einnig maðurinn á bak við hönnun Landnámssetursins. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Stefnt er að því að safnið Eldheimar í Vestmannaeyjum opni næsta vor. Kostnaður við safnið nemur um 890 milljónum króna og hann er að mestu greiddur úr bæjarsjóði. Um þrjú hundruð milljónir króna koma frá ríkissjóði en sá peningur átti upphaflega að fara í byggingu nýs menningarhúss í bænum, sem síðan var hætt við. Að auki hefur bærinn fengið lægri upphæðir í styrk, m.a. sjö milljónir króna úr framkvæmdasjóði Ferðamannastaða, og styrk frá Ferðamannaráði. Þungamiðja safnsins verða rústir af Gerðisbraut 10 sem grófst undir ösku í Vestmannaeyjagosinu 1973. Að sögn Kristínar Jóhannsdóttur, menningar- og markaðsstjóra Vestmannaeyjabæjar, er bygging safnsins komin langt á veg en uppgröfturinn hefur staðið yfir undanfarin ár. Húsið verður á tveimur hæðum, alls 1.161 fermetri. Aðspurð segir Kristín að margir útlendingar bíði spenntir eftir því að safnið opni. „Þetta verkefni er búið að vera í heilmikilli alþjóðlegri kynningu frá því að uppgröfturinn byrjaði. Við erum mikið bókuð þegar kemur að ferðamönnum almennt en það er mikill alþjóðlegur áhugi á Eldheimum, enda er gossagan okkar gríðarlega mikilvæg,“ segir hún. „Við erum að klára þetta stóra gosár hérna og Eldheimar eru klárlega eitt af því sem við höfum verið að selja og gera út á.“ Hún telur að rúmlega eitt hundruð þúsund erlendir ferðamenn hafi komið til Vestmannaeyja á árinu og vonast til að þeir verði enn fleiri 2014, meðal annars með aðstoð Eldheima. Arkitekt hússins er Margrét Kristín Gunnarsdóttir, landlagsarkitekt er Lilja Kristín Ólafsdóttir og sýningarhönnuður er Axel Hallkell Jóhannesson, sem er einnig maðurinn á bak við hönnun Landnámssetursins.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent