Vísindamenn þreyttir á fundum vegna Bárðarbungu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2014 11:41 Holuhraun með Urðarháls í forgrunni. Mynd/Jarðvísindastofnun HÍ Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Hraunið flæðir nú í lokaðri rás allt að jaðri hraunbreiðunnar austanverðar, 15 km frá gígaröðinni. Hraun rennur einnig til norðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vísindamannaráði almannavarna. Þar kemur einnig fram að ráðið hafi fundað alls áttatíu sinnum og hefði ekkert á móti því að fundum færi að fækka. Þeir muni þó standa vaktina áfram svo lengi sem þarf. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug, en heldur hefur þó dregið úr henni. Stærsti skjálftinn frá hádegi á föstudag mældist 4,5 stig að stærð í gær klukkan 16:12 á suðurbarmi öskjunnar. Sex skjálftar mældust stærri en fjögur stig og um 25 skjálftar á milli þrjú og fjögur stig frá því á föstudag. Alls mældust rúmlega 135 skjálftar frá föstudegi til sunnudags. Átján skjálftar mældust í bergganginum og við gosstöðvarnar í Holuhrauni frá því á föstudag. Allir minni en tvö stig að stærð. GPS mælingar við norðurhluta Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægt sig inn að Bárðarbungu. Hægt og rólega hefur dregið úr sighraðanum. Fjórir skjálftar mældust við Tungnafellsjökull á tímabilinu og um 18 skjálftar á svæðinu við Öskju-Herðubreið. Allir minni en M2,0 að stærð. Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu. Veður hefur ekki leyft ferðir á Bárðarbungu undanfarnar vikur og ekki er útlit fyrir að hægt verði að fara þangað fyrr en eftir hátíðarnar.Handmælar víða um land Í dag (mánudag) er búist við gasmengun suðaustanlands á svæðinu frá Mýrdal austur á Reyðarfjörð. Á morgun (þriðjudag) má búast við gasmengun suðuvestur af gosstöðvunum. Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgaedi.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.Standa áfram vaktina Gosið hefur staðið í rúmlega þrjá mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna: 1. Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn. 2. Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 3. Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu. Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 30. desember. Vísindamannráð almannavarna hefur haldið 80 fundi frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst. Ráðinu væri það ekki þvert um geð þó fundir þess vegna Bárðarbungu yrðu ekki mikið fleiri, en mun að sjálfsögðu standa vaktina svo lengi sem þarf. Bárðarbunga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Hraunið flæðir nú í lokaðri rás allt að jaðri hraunbreiðunnar austanverðar, 15 km frá gígaröðinni. Hraun rennur einnig til norðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vísindamannaráði almannavarna. Þar kemur einnig fram að ráðið hafi fundað alls áttatíu sinnum og hefði ekkert á móti því að fundum færi að fækka. Þeir muni þó standa vaktina áfram svo lengi sem þarf. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug, en heldur hefur þó dregið úr henni. Stærsti skjálftinn frá hádegi á föstudag mældist 4,5 stig að stærð í gær klukkan 16:12 á suðurbarmi öskjunnar. Sex skjálftar mældust stærri en fjögur stig og um 25 skjálftar á milli þrjú og fjögur stig frá því á föstudag. Alls mældust rúmlega 135 skjálftar frá föstudegi til sunnudags. Átján skjálftar mældust í bergganginum og við gosstöðvarnar í Holuhrauni frá því á föstudag. Allir minni en tvö stig að stærð. GPS mælingar við norðurhluta Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægt sig inn að Bárðarbungu. Hægt og rólega hefur dregið úr sighraðanum. Fjórir skjálftar mældust við Tungnafellsjökull á tímabilinu og um 18 skjálftar á svæðinu við Öskju-Herðubreið. Allir minni en M2,0 að stærð. Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu. Veður hefur ekki leyft ferðir á Bárðarbungu undanfarnar vikur og ekki er útlit fyrir að hægt verði að fara þangað fyrr en eftir hátíðarnar.Handmælar víða um land Í dag (mánudag) er búist við gasmengun suðaustanlands á svæðinu frá Mýrdal austur á Reyðarfjörð. Á morgun (þriðjudag) má búast við gasmengun suðuvestur af gosstöðvunum. Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgaedi.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.Standa áfram vaktina Gosið hefur staðið í rúmlega þrjá mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna: 1. Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn. 2. Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 3. Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu. Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 30. desember. Vísindamannráð almannavarna hefur haldið 80 fundi frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst. Ráðinu væri það ekki þvert um geð þó fundir þess vegna Bárðarbungu yrðu ekki mikið fleiri, en mun að sjálfsögðu standa vaktina svo lengi sem þarf.
Bárðarbunga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira