Setur Yaya Touré met? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. desember 2014 18:00 Touré skoraði 20 mörk fyrir Englandsmeistara Manchester City á síðustu leiktíð. vísir/getty Yaya Touré, leikmaður Manchester City og landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, gæti orðið fyrstur til að vera valinn Knattspyrnumaður ársins í Afríku fjögur ár í röð. Touré er einn þeirra þriggja sem eru tilnefndir í ár, en hinir eru Vincent Enyeama, markvörður Lille og Nígeríu, og Gabon-maðurinn Pierre-Emerick Aubameyang sem leikur með Dortmund í Þýskalandi. Hvorugur þeirra hefur verið tilnefndur áður. Verði Aubameyang fyrir valinu verður hann annar leikmaðurinn sem er ekki fæddur í Afríku til að hljóta nafnbótina. Hinn var malíski framherjinn Frédéric Kanouté árið 2007, en hann fæddist í Frakklandi líkt og Aubameyang. Touré, sem er 31 árs, hefur hlotið nafnbótina Knattspyrnumaður ársins í Afríku þrjú ár í röð og getur orðið, eins og áður sagði, sá fyrsti til hljóta hana fjögur ár í röð. Tveir aðrir leikmenn hafa hlotið nafnbótina þrjú ár í röð. Fyrstur til þess var Abedi Pelé frá Ghana, en hann fékk verðlaunin 1991, 1992 og 1993. Kamerúninn Samuel Eto'o lék sama leik á árunum 2004-2006. Eto'o var einnig Knattspyrnumaður ársins í Afríku 2010, en enginn hefur hlotið þessa nafnbót jafn oft og hann, eða fjórum sinnum. Verðlaunin fyrir Knattspyrnumann ársins í Afríku verða veitt 8. janúar næstkomandi.Enyeama ver mark Lille í Frakklandi og nígeríska landsliðsins.vísir/gettyAubameyang er meðal þeirra fljótustu í bransanum.vísir/getty Fótbolti Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Sjá meira
Yaya Touré, leikmaður Manchester City og landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, gæti orðið fyrstur til að vera valinn Knattspyrnumaður ársins í Afríku fjögur ár í röð. Touré er einn þeirra þriggja sem eru tilnefndir í ár, en hinir eru Vincent Enyeama, markvörður Lille og Nígeríu, og Gabon-maðurinn Pierre-Emerick Aubameyang sem leikur með Dortmund í Þýskalandi. Hvorugur þeirra hefur verið tilnefndur áður. Verði Aubameyang fyrir valinu verður hann annar leikmaðurinn sem er ekki fæddur í Afríku til að hljóta nafnbótina. Hinn var malíski framherjinn Frédéric Kanouté árið 2007, en hann fæddist í Frakklandi líkt og Aubameyang. Touré, sem er 31 árs, hefur hlotið nafnbótina Knattspyrnumaður ársins í Afríku þrjú ár í röð og getur orðið, eins og áður sagði, sá fyrsti til hljóta hana fjögur ár í röð. Tveir aðrir leikmenn hafa hlotið nafnbótina þrjú ár í röð. Fyrstur til þess var Abedi Pelé frá Ghana, en hann fékk verðlaunin 1991, 1992 og 1993. Kamerúninn Samuel Eto'o lék sama leik á árunum 2004-2006. Eto'o var einnig Knattspyrnumaður ársins í Afríku 2010, en enginn hefur hlotið þessa nafnbót jafn oft og hann, eða fjórum sinnum. Verðlaunin fyrir Knattspyrnumann ársins í Afríku verða veitt 8. janúar næstkomandi.Enyeama ver mark Lille í Frakklandi og nígeríska landsliðsins.vísir/gettyAubameyang er meðal þeirra fljótustu í bransanum.vísir/getty
Fótbolti Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Sjá meira