Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2014 11:06 Þeir sem nú stríða í Flóa. Brigslyrðin ganga á vixl og nú er búið að draga sýslumanninn á Selfossi inní deiluna. Óvenju illskeyttar nágrannaerjur, sem jafnvel má flokka sem stríð, geysa nú í Flóa milli ábúenda í Langholti 1 og 2. Þær snúast um lóðamörk og ganga ásakanir á víxl, meðal annars þess efnis að annar deiluaðili hafi reynt að aka yfir hinn á skurðgröfu. Lögreglan hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af málinu. Fréttastofa hefur fjallað um málið og í fréttum Stöðvar 2 í gær var meðal annars rætt við Hreggvið Hallgrímsson Langholti 1, sem á sínum tíma skipti á Langholti 1 og 2 á sléttu, að sögn. Brigslyrðin ganga á víxl því Hallgrímur heldur því jafnframt fram að lóðaskjöl séu týnd hjá sýslumanni, en á skrifstofu sýslumanns starfi einmitt dóttir konunnar á Langholti 2, þeirrar sem Hreggviður nú deilir við. Hún hefur kært hann þrisvar fyrir manndrápstilraunir, að sögn Hreggviðs; kærur sem ríkissaksóknari hefur fellt niður jafnharðan. Og það var þá sem Gunnar Örn Jónsson settur sýslumaðurinn á Selfossi stökk uppúr sófasæti sínu í gærkvöldi og vill nú koma á framfæri eftirfarandi athugasemd: „Vegna fréttar í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi um deilur milli ábúenda í Langholti 1 og 2 í Flóahreppi í Árnessýslu þykir embætti Sýslumannsins á Selfossi rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ávirðingum um að skjöl í þinglýsingadeild hafi glatast er alfarið vísað á bug. Embættið starfar að lögum og þess er vandlega gætt að hæfisskilyrðum þeirra er koma að máli sé fullnægt. Deiluaðilum hafa verið kynntar þær lögformlegu leiðir sem til eru, annarsvegar til að fá sett lögbann á framkvæmdir sem þeir telja ólögmætar og hinsvegar til að fá skorið úr um mörk landareigna fyrir dómstólum, en hafa að því er virðist kosið að nýta sér ekki þær leiðir. Embættið mun ekki tjá sig frekar um málið en áskilur sér þó rétt til þess að upplýsa um augljósar rangfærslur um málsmeðferð.“ Og undir þetta ritar sýslumaðurinn á Selfossi. Þarna er greinilega allt undir og ekki sér fyrir endann á þessari harðvítugu deilu. Nágrannadeilur Flóahreppur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Óvenju illskeyttar nágrannaerjur, sem jafnvel má flokka sem stríð, geysa nú í Flóa milli ábúenda í Langholti 1 og 2. Þær snúast um lóðamörk og ganga ásakanir á víxl, meðal annars þess efnis að annar deiluaðili hafi reynt að aka yfir hinn á skurðgröfu. Lögreglan hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af málinu. Fréttastofa hefur fjallað um málið og í fréttum Stöðvar 2 í gær var meðal annars rætt við Hreggvið Hallgrímsson Langholti 1, sem á sínum tíma skipti á Langholti 1 og 2 á sléttu, að sögn. Brigslyrðin ganga á víxl því Hallgrímur heldur því jafnframt fram að lóðaskjöl séu týnd hjá sýslumanni, en á skrifstofu sýslumanns starfi einmitt dóttir konunnar á Langholti 2, þeirrar sem Hreggviður nú deilir við. Hún hefur kært hann þrisvar fyrir manndrápstilraunir, að sögn Hreggviðs; kærur sem ríkissaksóknari hefur fellt niður jafnharðan. Og það var þá sem Gunnar Örn Jónsson settur sýslumaðurinn á Selfossi stökk uppúr sófasæti sínu í gærkvöldi og vill nú koma á framfæri eftirfarandi athugasemd: „Vegna fréttar í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi um deilur milli ábúenda í Langholti 1 og 2 í Flóahreppi í Árnessýslu þykir embætti Sýslumannsins á Selfossi rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ávirðingum um að skjöl í þinglýsingadeild hafi glatast er alfarið vísað á bug. Embættið starfar að lögum og þess er vandlega gætt að hæfisskilyrðum þeirra er koma að máli sé fullnægt. Deiluaðilum hafa verið kynntar þær lögformlegu leiðir sem til eru, annarsvegar til að fá sett lögbann á framkvæmdir sem þeir telja ólögmætar og hinsvegar til að fá skorið úr um mörk landareigna fyrir dómstólum, en hafa að því er virðist kosið að nýta sér ekki þær leiðir. Embættið mun ekki tjá sig frekar um málið en áskilur sér þó rétt til þess að upplýsa um augljósar rangfærslur um málsmeðferð.“ Og undir þetta ritar sýslumaðurinn á Selfossi. Þarna er greinilega allt undir og ekki sér fyrir endann á þessari harðvítugu deilu.
Nágrannadeilur Flóahreppur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00
Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12