Fengu lögreglufylgd upp á fæðingardeild Jóhann Óli Eiðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. desember 2014 21:04 Þessi stúlka var svolítið að flýta sér í heiminn. Vísir Þriðja barn Páls Vilhjálmssonar og Sigurbjargar Kristjánsdóttur var svo sannarlega að flýta sér í heiminn síðastliðinn miðvikudag. Þeim fæddist heilbrigð stúlka en hún hefði væntanlega fæðst í bílnum þeirra ef ekki hefði verið fyrir lögreglufylgd sem þau fengu upp á fæðingardeild. „Þetta var þannig að á miðvikudagsmorgun þá fór konan mín af stað. Það byrjuðu hríðir og hríðaverkir með löngu millibili. Við vorum stödd í Grafarvogi og hin tvö börnin okkar hafa fæðst frekar hratt. Við vildum því frekar vera fyrr á ferðinni heldur en hitt,“ segir Páll í samtali við Vísi. Þegar þau komu á spítalann duttu hríðirnar niður hjá Sigurbjörgu. Hún fór í tékk og í kjölfarið fengu þau að velja hvort þau yrðu áfram á spítalanum eða færu heim. Páll og Sigurbjörg ákváðu að fara heim og lögðu sig aðeins. „Síðan fór konan mín af stað með þessum líka hvelli. Við lögðum af stað undir eins en hún var komin í rembing við Egilshöllina. Þannig að þá var fátt annað í stöðunni en að keyra frekar greitt,“ segir Páll. Þau lentu svo á rauðum ljósum á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegs en svo heppilega vildi til að lögreglubíll var þar við hliðina á þeim: „Við skrúfuðum bara niður rúðuna og fengum forgangsakstur. Það rétt náðist að koma Sigurbjörgu í hjólastól og upp á deild. Þegar þangað var komið sást í kollinn á barninu þannig þetta var aðeins mínútuspursmál. Ég veit ekki hvort við hefðum komist alla leið ef ekki hefði verið fyrir lögreglubílinn,“ segir Páll. Stúlkan sem var að flýta sér svona í heiminn á fyrir tvö eldri systkini, bróður fæddan í janúar 2011 og systur fædda í apríl 2013. Í kjölfarið á þessari æsiferð á fæðingardeildina hafði Páll samband við lögregluna í gegnum Facebook: „Þeir fundu út hverjir höfðu verið á vakt og komu kveðjunni á réttan stað. Ég vildi hrósa þeim örlítið fyrir aðstoðina.“ Post by Páll Vilhjálmsson. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Þriðja barn Páls Vilhjálmssonar og Sigurbjargar Kristjánsdóttur var svo sannarlega að flýta sér í heiminn síðastliðinn miðvikudag. Þeim fæddist heilbrigð stúlka en hún hefði væntanlega fæðst í bílnum þeirra ef ekki hefði verið fyrir lögreglufylgd sem þau fengu upp á fæðingardeild. „Þetta var þannig að á miðvikudagsmorgun þá fór konan mín af stað. Það byrjuðu hríðir og hríðaverkir með löngu millibili. Við vorum stödd í Grafarvogi og hin tvö börnin okkar hafa fæðst frekar hratt. Við vildum því frekar vera fyrr á ferðinni heldur en hitt,“ segir Páll í samtali við Vísi. Þegar þau komu á spítalann duttu hríðirnar niður hjá Sigurbjörgu. Hún fór í tékk og í kjölfarið fengu þau að velja hvort þau yrðu áfram á spítalanum eða færu heim. Páll og Sigurbjörg ákváðu að fara heim og lögðu sig aðeins. „Síðan fór konan mín af stað með þessum líka hvelli. Við lögðum af stað undir eins en hún var komin í rembing við Egilshöllina. Þannig að þá var fátt annað í stöðunni en að keyra frekar greitt,“ segir Páll. Þau lentu svo á rauðum ljósum á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegs en svo heppilega vildi til að lögreglubíll var þar við hliðina á þeim: „Við skrúfuðum bara niður rúðuna og fengum forgangsakstur. Það rétt náðist að koma Sigurbjörgu í hjólastól og upp á deild. Þegar þangað var komið sást í kollinn á barninu þannig þetta var aðeins mínútuspursmál. Ég veit ekki hvort við hefðum komist alla leið ef ekki hefði verið fyrir lögreglubílinn,“ segir Páll. Stúlkan sem var að flýta sér svona í heiminn á fyrir tvö eldri systkini, bróður fæddan í janúar 2011 og systur fædda í apríl 2013. Í kjölfarið á þessari æsiferð á fæðingardeildina hafði Páll samband við lögregluna í gegnum Facebook: „Þeir fundu út hverjir höfðu verið á vakt og komu kveðjunni á réttan stað. Ég vildi hrósa þeim örlítið fyrir aðstoðina.“ Post by Páll Vilhjálmsson.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira