Brúðkaup Höllu Vilhjálms í Kólumbíu: Gifti sig í Veru Wang Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2014 09:43 Nú eru Harry og Halla orðin hjón. myndir/einkasafn „Við vorum á ferðalagi um Kólumbíu, Bogotá og nágrenni, alveg yfir þrjátíu manns, vikuna fyrir brúðkaupið. Við gistum meðal annars öll í húsi fjölskyldu Harrys en afi afa hans var forseti Kólumbíu sem frelsaði þrælana, sambærilegt Lincoln,“ segir fyrirsætan og leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða, Harry Koppel, í Kólumbíu síðustu helgi. Harry og Halla hafa verið saman síðan sumarið 2012 og trúlofuðu sig í Istanbúl ári síðar.Gullfalleg brúðhjón.Um tvö hundruð manns voru í þessu veglega brúðkaupi og geislaði Halla á brúðkaupsdaginn í kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin.Móðir hennar prjónaði brúðarsjalið en Harry klæddist hefðbundnum kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla kom eiginmanni sínum á óvænt í veislunni eftir athöfnina. „Ég gaf Harry tónlist í brúðargjöf. Ég samdi til hans þrjú lög,“ segir Halla en faðir hennar, gítarleikarinn Vilhjálmur Guðjónsson, tók lag sem hann samdi til móður Höllu á saxófón í kirkjunni.Brúðardansinn heppnaðist.Halla segir allan daginn hafa verið töfrum líkastur og svífur hún enn um á bleiku skýi. „Þetta var fullkomið og er það. Brúðardansinn tókst meira að segja í fyrsta skipti. Við höfðum engan tíma til að æfa svo við vorum óviss með útkomuna,“ segir hún glöð í bragði. Eftir herlegheitin var síðan haldið í óvanalega brúðkaupsferð sem stendur enn. „Morguninn eftir brúðkaupið flugum við til Cartagena, karabísku paradísarinnar, með sextíu manna hópi af okkar allra nánustu alls staðar frá. Kannski ekki algengt að fólk fari í brúðkaupsferð með foreldrum sínum og öllum vinum og foreldrum þeirra jafnvel,“ segir Halla og heldur áfram að slaka á og njóta hjónasælunnar í faðmi þeirra sem hún elskar.Halla er í skýjunum og nýtur nú lífsins í Cartagena.Halla söng fyrir Harry í veislunni. Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
„Við vorum á ferðalagi um Kólumbíu, Bogotá og nágrenni, alveg yfir þrjátíu manns, vikuna fyrir brúðkaupið. Við gistum meðal annars öll í húsi fjölskyldu Harrys en afi afa hans var forseti Kólumbíu sem frelsaði þrælana, sambærilegt Lincoln,“ segir fyrirsætan og leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða, Harry Koppel, í Kólumbíu síðustu helgi. Harry og Halla hafa verið saman síðan sumarið 2012 og trúlofuðu sig í Istanbúl ári síðar.Gullfalleg brúðhjón.Um tvö hundruð manns voru í þessu veglega brúðkaupi og geislaði Halla á brúðkaupsdaginn í kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin.Móðir hennar prjónaði brúðarsjalið en Harry klæddist hefðbundnum kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla kom eiginmanni sínum á óvænt í veislunni eftir athöfnina. „Ég gaf Harry tónlist í brúðargjöf. Ég samdi til hans þrjú lög,“ segir Halla en faðir hennar, gítarleikarinn Vilhjálmur Guðjónsson, tók lag sem hann samdi til móður Höllu á saxófón í kirkjunni.Brúðardansinn heppnaðist.Halla segir allan daginn hafa verið töfrum líkastur og svífur hún enn um á bleiku skýi. „Þetta var fullkomið og er það. Brúðardansinn tókst meira að segja í fyrsta skipti. Við höfðum engan tíma til að æfa svo við vorum óviss með útkomuna,“ segir hún glöð í bragði. Eftir herlegheitin var síðan haldið í óvanalega brúðkaupsferð sem stendur enn. „Morguninn eftir brúðkaupið flugum við til Cartagena, karabísku paradísarinnar, með sextíu manna hópi af okkar allra nánustu alls staðar frá. Kannski ekki algengt að fólk fari í brúðkaupsferð með foreldrum sínum og öllum vinum og foreldrum þeirra jafnvel,“ segir Halla og heldur áfram að slaka á og njóta hjónasælunnar í faðmi þeirra sem hún elskar.Halla er í skýjunum og nýtur nú lífsins í Cartagena.Halla söng fyrir Harry í veislunni.
Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira