Ódýr aðgerð og skilar fljótt miklu Svavar Hávarðsson skrifar 18. desember 2014 10:29 Á Snæfellsnesi Með endurheimt votlendis er leitast við að færa land í átt til fyrra horfs og skapa fyrri lífsskilyrði fyrir gróður og dýr. Skilyrði þess er að vatnsbúskapur á svæðunum verði í líkingu við það sem áður var. Með tímanum bindur votlendið kolefni í stað þess að losa það út í andrúmsloftið. Mynd/Áskell Þórisson Helstu möguleikar Íslendinga til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda liggja í endurheimt votlendis. Tæknilega er sú aðgerð einföld, og ódýrari en flestar aðrar sem lúta að þessu markmiði. Það vekur því furðu hversu lítill gaumur þessari leið er gefinn hérlendis í ljósi þess að Ísland gerði að tillögu sinni á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og fékk samþykkt, að endurheimt votlendis væri tæk loftslagsaðgerð.Samanburður marklaus Heildstæð mynd af þeim möguleikum sem Íslendingar hafa til þess að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda fékkst með úttekt sérfræðinganefndar sem skilaði Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, niðurstöðum sínum árið 2009. Þar lá fyrir ítarleg greining á tæknilegum og hagrænum þáttum þessa risavaxna viðfangsefnis hér á landi og á heimsvísu. Í skýrslunni kemur fram, að gróður- og skógareyðing og framræsla votlendis hér á landi er slík að allur samanburður við önnur lönd í því tilliti er marklaus. Ekkert af okkar nágrannalöndum hefur búið við jarðvegseyðingu sem er eitthvað í líkingu við það sem átt hefur sér stað hér á landi. Þar segir ennfremur að sú tegund landnotkunar sem orsakar mest útstreymi gróðurhúsalofttegunda séu framræstar mýrar, en eins og Fréttablaðið hefur fjallað um að undanförnu þá var helmingur alls votlendis á Íslandi þurrkaður upp með framræslu til að auka framleiðni í landbúnaði. Allur samanburður á hlutfallslegu útstreymi vegna landnotkunar er því til lítils annars en að undirstrika sérstöðu Íslands.Baráttumál Íslands Þessi sérstaða kemur fram m.a. í því að Ísland er eitt fárra landa sem hafa landgræðslu á lista yfir mótvægisaðgerðir við útstreymi gróðurhúsalofttegunda til að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum. En sérstaðan kristallast kannski enn frekar í því að Ísland gerði fyrir margt löngu að tillögu sinni að endurheimt votlendis teldi sem mótvægisaðgerð gegn losun gróðurhúsalofttegunda innan Kyoto-bókunar Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Á loftslagsráðstefnunni í Cancún í Mexíkó árið 2011 fékkst þetta samþykkt og öðlaðist fullt vægi með samkomulagi um framhald Kýóto-bókunarinnar nokkru síðar – en samkomulagið gildir til ársins 2020. Má hafa hugfast að um var að ræða fyrstu breytingu á aðferðafræði Kyoto frá því bókunin tók gildi árið 2005. Málið vakti því athygli á sínum tíma, og ekki síður á því að framræst land víða um heim losar meira á heimsvísu en öll flugumferð í heiminum – sem sýnir mikilvægi þessa máls í samhengi loftslagsmála.Miklir möguleikar Hlynur Óskarsson, dósent og deildarforseti umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, segir mikilvægi þess að aðgerðin fékkst samþykkt á alþjóðavettvangi verulegt. „Þetta býður upp á mikla möguleika í framhaldinu. Hingað til hefur ríkið ekki sett fjármagn í endurheimt votlendis, en þessi mikla áhersla á málið á alþjóðavettvangi hlýtur að benda til þess að það standi til bóta, ekki var öllum þessum tíma og kröftum varið í málaflokk sem stjórnvöld ætla sér ekkert með,“ segir Hlynur. Íslensk stjórnvöld samþykktu aðgerðaáætlun í loftslagsmálum haustið 2010. Áætlunin er hugsuð sem tæki til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Ein af tíu aðgerðum sem þar eru tilgreindar lýtur að endurheimt votlendis. Í rökstuðningi segir að ljóst sé að verulegur ávinningur geti orðið af endurheimt votlendis og að auki sé slík endurheimt æskileg af öðrum orsökum, s.s. til að vernda líffræðilega fjölbreytni, enda hafi meirihluti votlendis á láglendi verið ræstur fram. Hlynur tekur undir það sjónarmið sem kemur fram í áætlun stjórnvalda að vel þurfi að undirbúa slíkar aðgerðir og nauðsynlegt sé að koma á fót góðu yfirliti yfir bæði óraskað og framræst votlendi og hvatakerfi til endurheimtar og gera áætlun um endurheimt. Óvíst sé hversu mikill hluti framræsts votlendis henti til endurheimtar. Í forgangi yrðu svæði þar sem lítil eða engin landbúnaðarnot eru nú og verulegur ávinningur gæti verið af fyrir líffræðilega fjölbreytni.Verðum að fara varlega „Hér er mikilvægt að fara varlega, og gera ekki sömu mistök og þegar svæðin voru ræst fram. En á það hefur þó verið bent af sérfræðingum að endurheimta mætti allt að þúsund ferkílómetra án þess að það komi niður á annarri landnýtingu, s.s. landbúnaði. Svo virðist sem kostnaðurinn við slíka aðgerð sé minni en við margar aðrar til að draga úr losun,“ segir Hlynur. Hér má hnykkja á því að samkvæmt mati Jóns Guðmundssonar, lektors við Landbúnaðarháskóla Íslands, og fleiri vísindamanna, eru tún og akrar á framræstu landi einungis um 500 ferkílómetrar. Þessi niðurstaða er önnur ef tekið er mið af tölum frá Bændasamtökum Íslands sem gera ráð fyrir að um 1.200 ferkílómetrar af framræstu landi séu tún og annað ræktað land. Bæði vísindamenn og samtök bænda eru hins vegar sammála um að þúsund ferkílómetrar séu hálfgert „einskismannsland“, í þeim skilningi að hagsmunir fárra bindast því landi til beinna nota.900 kall Kostnaður við að endurheimta land var hins vegar viðfangsefni sérfræðinganefndar Svandísar sem skilaði af sér 2009. Snorri Baldursson þjóðgarðsvörður fjallaði nýlega um þetta atriði í grein í Kjarnanum þar sem hann benti á að hvert tonn bundins kolefnis kostar um 900 krónur í framræsluverkefnum en 1.300–1.500 í landgræðslu og skógrækt. „Séu þessir útreikningar réttir er hagstæðast fyrir ríkið að leggja fé í endurheimt votlendis til að ná markmiðum í loftslagsmálum,“ skrifaði Snorri og bætti við á öðrum stað í greininni að Ísland og Evrópusambandið hefðu í sumar samið um sameiginleg markmið í loftslagsmálum í anda Kyoto-bókunarinnar. Samkvæmt samningnum þarf nettólosun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi að dragast saman sem nemur um 860 þúsundum tonna koltvísýrings til ársins 2020, eða sem nemur um 31% af núverandi losun. Og títtnefndir þúsund ferkílómetrar koma aftur við sögu í grein Snorra. „[...] áætlað er að um fjórðungur framræsts lands sé ekki nýttur með beinum hætti til fóðurframleiðslu eða beitar og því sársaukalaust fyrir bændur og aðra landeigendur að endurheimta þann hluta. Sé gert ráð fyrir að þessi fjórðungur framræsts lands verði endurheimtur á allra næstu árum má draga úr losun árið 2020 sem nemur um 400 þúsund kolefnistonnum og þar með næst að uppfylla helming Kyoto-markmiðsins.“ Dagurinn í dag Eins og fram kom nýlega hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ákveðið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum um landgræðslu. Sú lagasetning hefur staðið í mörgum ráðherranum enda hafa allar tilraunir til þessa runnið út í sandinn síðustu áratugina. Núgildandi lög voru staðfest í apríl 1965. Það hefur ekki farið eins hátt að Sigurður hefur boðað hagsmuna- og fagaðila til samráðs um mótun aðgerðaáætlunar varðandi endurheimt votlendis, sem tengist væntanlega vinnunni við endurskoðun landgræðslulaganna beint. Markmið starfsins verður að kortleggja nánar hvaða svæði koma til greina til endurheimtar votlendis án þess að skaða hagsmuni annarrar landnotkunar. Fyrir liggja svo tillögur starfshóps vegna nýrra laga um landgræðslu. Þar er sérstaklega nefnt að endurheimt votlendis er verkefni sem ekki hefur haft lagastoð. Nefndin leggur til að þessu verði breytt og endurheimt votlendis verði sérstakt lögbundið viðfangsefni. Þar verði Landgræðslu ríkisins falið það hlutverk í lögum að hvetja til og bera ábyrgð á verkefnum sem tengjast endurheimt votlendis. Fréttaskýringar Loftslagsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Helstu möguleikar Íslendinga til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda liggja í endurheimt votlendis. Tæknilega er sú aðgerð einföld, og ódýrari en flestar aðrar sem lúta að þessu markmiði. Það vekur því furðu hversu lítill gaumur þessari leið er gefinn hérlendis í ljósi þess að Ísland gerði að tillögu sinni á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og fékk samþykkt, að endurheimt votlendis væri tæk loftslagsaðgerð.Samanburður marklaus Heildstæð mynd af þeim möguleikum sem Íslendingar hafa til þess að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda fékkst með úttekt sérfræðinganefndar sem skilaði Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, niðurstöðum sínum árið 2009. Þar lá fyrir ítarleg greining á tæknilegum og hagrænum þáttum þessa risavaxna viðfangsefnis hér á landi og á heimsvísu. Í skýrslunni kemur fram, að gróður- og skógareyðing og framræsla votlendis hér á landi er slík að allur samanburður við önnur lönd í því tilliti er marklaus. Ekkert af okkar nágrannalöndum hefur búið við jarðvegseyðingu sem er eitthvað í líkingu við það sem átt hefur sér stað hér á landi. Þar segir ennfremur að sú tegund landnotkunar sem orsakar mest útstreymi gróðurhúsalofttegunda séu framræstar mýrar, en eins og Fréttablaðið hefur fjallað um að undanförnu þá var helmingur alls votlendis á Íslandi þurrkaður upp með framræslu til að auka framleiðni í landbúnaði. Allur samanburður á hlutfallslegu útstreymi vegna landnotkunar er því til lítils annars en að undirstrika sérstöðu Íslands.Baráttumál Íslands Þessi sérstaða kemur fram m.a. í því að Ísland er eitt fárra landa sem hafa landgræðslu á lista yfir mótvægisaðgerðir við útstreymi gróðurhúsalofttegunda til að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum. En sérstaðan kristallast kannski enn frekar í því að Ísland gerði fyrir margt löngu að tillögu sinni að endurheimt votlendis teldi sem mótvægisaðgerð gegn losun gróðurhúsalofttegunda innan Kyoto-bókunar Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Á loftslagsráðstefnunni í Cancún í Mexíkó árið 2011 fékkst þetta samþykkt og öðlaðist fullt vægi með samkomulagi um framhald Kýóto-bókunarinnar nokkru síðar – en samkomulagið gildir til ársins 2020. Má hafa hugfast að um var að ræða fyrstu breytingu á aðferðafræði Kyoto frá því bókunin tók gildi árið 2005. Málið vakti því athygli á sínum tíma, og ekki síður á því að framræst land víða um heim losar meira á heimsvísu en öll flugumferð í heiminum – sem sýnir mikilvægi þessa máls í samhengi loftslagsmála.Miklir möguleikar Hlynur Óskarsson, dósent og deildarforseti umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, segir mikilvægi þess að aðgerðin fékkst samþykkt á alþjóðavettvangi verulegt. „Þetta býður upp á mikla möguleika í framhaldinu. Hingað til hefur ríkið ekki sett fjármagn í endurheimt votlendis, en þessi mikla áhersla á málið á alþjóðavettvangi hlýtur að benda til þess að það standi til bóta, ekki var öllum þessum tíma og kröftum varið í málaflokk sem stjórnvöld ætla sér ekkert með,“ segir Hlynur. Íslensk stjórnvöld samþykktu aðgerðaáætlun í loftslagsmálum haustið 2010. Áætlunin er hugsuð sem tæki til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Ein af tíu aðgerðum sem þar eru tilgreindar lýtur að endurheimt votlendis. Í rökstuðningi segir að ljóst sé að verulegur ávinningur geti orðið af endurheimt votlendis og að auki sé slík endurheimt æskileg af öðrum orsökum, s.s. til að vernda líffræðilega fjölbreytni, enda hafi meirihluti votlendis á láglendi verið ræstur fram. Hlynur tekur undir það sjónarmið sem kemur fram í áætlun stjórnvalda að vel þurfi að undirbúa slíkar aðgerðir og nauðsynlegt sé að koma á fót góðu yfirliti yfir bæði óraskað og framræst votlendi og hvatakerfi til endurheimtar og gera áætlun um endurheimt. Óvíst sé hversu mikill hluti framræsts votlendis henti til endurheimtar. Í forgangi yrðu svæði þar sem lítil eða engin landbúnaðarnot eru nú og verulegur ávinningur gæti verið af fyrir líffræðilega fjölbreytni.Verðum að fara varlega „Hér er mikilvægt að fara varlega, og gera ekki sömu mistök og þegar svæðin voru ræst fram. En á það hefur þó verið bent af sérfræðingum að endurheimta mætti allt að þúsund ferkílómetra án þess að það komi niður á annarri landnýtingu, s.s. landbúnaði. Svo virðist sem kostnaðurinn við slíka aðgerð sé minni en við margar aðrar til að draga úr losun,“ segir Hlynur. Hér má hnykkja á því að samkvæmt mati Jóns Guðmundssonar, lektors við Landbúnaðarháskóla Íslands, og fleiri vísindamanna, eru tún og akrar á framræstu landi einungis um 500 ferkílómetrar. Þessi niðurstaða er önnur ef tekið er mið af tölum frá Bændasamtökum Íslands sem gera ráð fyrir að um 1.200 ferkílómetrar af framræstu landi séu tún og annað ræktað land. Bæði vísindamenn og samtök bænda eru hins vegar sammála um að þúsund ferkílómetrar séu hálfgert „einskismannsland“, í þeim skilningi að hagsmunir fárra bindast því landi til beinna nota.900 kall Kostnaður við að endurheimta land var hins vegar viðfangsefni sérfræðinganefndar Svandísar sem skilaði af sér 2009. Snorri Baldursson þjóðgarðsvörður fjallaði nýlega um þetta atriði í grein í Kjarnanum þar sem hann benti á að hvert tonn bundins kolefnis kostar um 900 krónur í framræsluverkefnum en 1.300–1.500 í landgræðslu og skógrækt. „Séu þessir útreikningar réttir er hagstæðast fyrir ríkið að leggja fé í endurheimt votlendis til að ná markmiðum í loftslagsmálum,“ skrifaði Snorri og bætti við á öðrum stað í greininni að Ísland og Evrópusambandið hefðu í sumar samið um sameiginleg markmið í loftslagsmálum í anda Kyoto-bókunarinnar. Samkvæmt samningnum þarf nettólosun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi að dragast saman sem nemur um 860 þúsundum tonna koltvísýrings til ársins 2020, eða sem nemur um 31% af núverandi losun. Og títtnefndir þúsund ferkílómetrar koma aftur við sögu í grein Snorra. „[...] áætlað er að um fjórðungur framræsts lands sé ekki nýttur með beinum hætti til fóðurframleiðslu eða beitar og því sársaukalaust fyrir bændur og aðra landeigendur að endurheimta þann hluta. Sé gert ráð fyrir að þessi fjórðungur framræsts lands verði endurheimtur á allra næstu árum má draga úr losun árið 2020 sem nemur um 400 þúsund kolefnistonnum og þar með næst að uppfylla helming Kyoto-markmiðsins.“ Dagurinn í dag Eins og fram kom nýlega hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ákveðið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum um landgræðslu. Sú lagasetning hefur staðið í mörgum ráðherranum enda hafa allar tilraunir til þessa runnið út í sandinn síðustu áratugina. Núgildandi lög voru staðfest í apríl 1965. Það hefur ekki farið eins hátt að Sigurður hefur boðað hagsmuna- og fagaðila til samráðs um mótun aðgerðaáætlunar varðandi endurheimt votlendis, sem tengist væntanlega vinnunni við endurskoðun landgræðslulaganna beint. Markmið starfsins verður að kortleggja nánar hvaða svæði koma til greina til endurheimtar votlendis án þess að skaða hagsmuni annarrar landnotkunar. Fyrir liggja svo tillögur starfshóps vegna nýrra laga um landgræðslu. Þar er sérstaklega nefnt að endurheimt votlendis er verkefni sem ekki hefur haft lagastoð. Nefndin leggur til að þessu verði breytt og endurheimt votlendis verði sérstakt lögbundið viðfangsefni. Þar verði Landgræðslu ríkisins falið það hlutverk í lögum að hvetja til og bera ábyrgð á verkefnum sem tengjast endurheimt votlendis.
Fréttaskýringar Loftslagsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira