Bernharð bóndi tjáir sig ekki Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2014 12:31 Nágrannarnir í Hörgárdalnum, þeir Bernharð bóndi og þeir Oddur Andri og Siggi. Vísir greindi í gær frá nágrannaerjum í Hörgárdal en fyrir rúmum tveimur árum keypti parið Siggi og Oddur Andri, eða þeir Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, sína fyrstu eign saman. Þeir gáfu fyrir 22,5 milljónir, draumaeign í Hörgárdal, 156 fermetra hús í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Skiki sem fylgir húsinu er á jörð bóndans Bernharðs Arnarsonar Auðbrekku 1. Siggi og Oddur Andri halda því fram að Bernharð bóndi og hans fólk ofsæki sig. Ekki er ofsagt að fréttin hafi vakið mikla athygli. Vísir talaði við Bernharð sem vísaði á Ólaf Rúnar Ólafsson lögmann sinn. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og eðlilegt er að fá fram hina hlið málsins, ekki bara Sigga og Odds Andra. Ekki náðist í Ólaf Rúnar í gær en í samtali við Vísi nú fyrir skömmu var hann alveg gallharður á því að þetta mál verði ekki rekið í fjölmiðlum, þrátt fyrir mikil viðbrögð. Það sé línan sem tekin verði en Ólafur Rúnar segir það vinnureglu sína, sín mál vill hann og ætlar að reka á réttum vettvangi. „Ég hef ekki leyfi til að tjá mig um einstaka atriði. Og hef ráðlagt mínum umbjóðendum að tjá sig ekki um þau mál á vettvangi fjölmiðla.“ Og þar við situr. Siggi, eða Sigurður Hrafn Sigurðsson, velti upp þeim möguleika, í samtali við Vísi, að tillitsleysi Bernharðs mætti rekja til hugsanlegra fordóma gegn samkynhneigðum. Og, margir gera sér mat úr þeim möguleika í athugasemdum við fréttina í gær: Bubbi Morthens segir: „Það er hræðilegt þegar sómakærir bændur vakna upp við það að hommar eru farnir að ofsækja þá með brosum og hótunum um faðmlag.“ Jón Kristinsson: „Er ekki sagt að þeir sem haldnir eru hommaandúð séu ekki öruggir um sína eigin kynhneigð?“ Og, Sigrun Haraldsdottir: „Er einhver hommahrædsla ì Hørgàrdalnum? Er folk ekki komid à 21. øldina enn.“ Bernharð er því miður ekki til að svara þeim ásökunum en á það má benda, sem tengist þessu þá ekki nema með óbeinum hætti, að félagslífið í Hörgárdal virðist með miklum ágætum og það má ef til vill vera til marks um frjálslyndi í sveitinni að bændur þar settu upp djarfa og fræga sýningu 2011, Full Monty, sem vakti heimsathygli en bændurnir dreifðu myndum af sér nöktum til að auglýsa sýninguna. Þeim virðist líða vel í sínu skinni og óttast ekki það að vera í hópi berrassaðra bænda kynbræðra sinna. Í þeim glaða hópi var Bernharð.Leiksýning bænda í Hörgárdalnum árið 2011 vakti heimsathygli á sínum tíma. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Vísir greindi í gær frá nágrannaerjum í Hörgárdal en fyrir rúmum tveimur árum keypti parið Siggi og Oddur Andri, eða þeir Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, sína fyrstu eign saman. Þeir gáfu fyrir 22,5 milljónir, draumaeign í Hörgárdal, 156 fermetra hús í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Skiki sem fylgir húsinu er á jörð bóndans Bernharðs Arnarsonar Auðbrekku 1. Siggi og Oddur Andri halda því fram að Bernharð bóndi og hans fólk ofsæki sig. Ekki er ofsagt að fréttin hafi vakið mikla athygli. Vísir talaði við Bernharð sem vísaði á Ólaf Rúnar Ólafsson lögmann sinn. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og eðlilegt er að fá fram hina hlið málsins, ekki bara Sigga og Odds Andra. Ekki náðist í Ólaf Rúnar í gær en í samtali við Vísi nú fyrir skömmu var hann alveg gallharður á því að þetta mál verði ekki rekið í fjölmiðlum, þrátt fyrir mikil viðbrögð. Það sé línan sem tekin verði en Ólafur Rúnar segir það vinnureglu sína, sín mál vill hann og ætlar að reka á réttum vettvangi. „Ég hef ekki leyfi til að tjá mig um einstaka atriði. Og hef ráðlagt mínum umbjóðendum að tjá sig ekki um þau mál á vettvangi fjölmiðla.“ Og þar við situr. Siggi, eða Sigurður Hrafn Sigurðsson, velti upp þeim möguleika, í samtali við Vísi, að tillitsleysi Bernharðs mætti rekja til hugsanlegra fordóma gegn samkynhneigðum. Og, margir gera sér mat úr þeim möguleika í athugasemdum við fréttina í gær: Bubbi Morthens segir: „Það er hræðilegt þegar sómakærir bændur vakna upp við það að hommar eru farnir að ofsækja þá með brosum og hótunum um faðmlag.“ Jón Kristinsson: „Er ekki sagt að þeir sem haldnir eru hommaandúð séu ekki öruggir um sína eigin kynhneigð?“ Og, Sigrun Haraldsdottir: „Er einhver hommahrædsla ì Hørgàrdalnum? Er folk ekki komid à 21. øldina enn.“ Bernharð er því miður ekki til að svara þeim ásökunum en á það má benda, sem tengist þessu þá ekki nema með óbeinum hætti, að félagslífið í Hörgárdal virðist með miklum ágætum og það má ef til vill vera til marks um frjálslyndi í sveitinni að bændur þar settu upp djarfa og fræga sýningu 2011, Full Monty, sem vakti heimsathygli en bændurnir dreifðu myndum af sér nöktum til að auglýsa sýninguna. Þeim virðist líða vel í sínu skinni og óttast ekki það að vera í hópi berrassaðra bænda kynbræðra sinna. Í þeim glaða hópi var Bernharð.Leiksýning bænda í Hörgárdalnum árið 2011 vakti heimsathygli á sínum tíma.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent