Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 25-23 | Stjarnan jafnaði ÍBV að stigum Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 22. nóvember 2014 00:01 vísir/valli Stjarnan vann tveggja marka sigur, 25-23, á ÍBV í 10. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í TM-höllinni í dag. Með sigrinum jafnaði Stjarnan ÍBV að stigum, en bæði lið eru nú með 18 stig í deildinni. Bæði lið spiluðu mjög hraðan bolta í dag og keyrðu fram í hraðaupphlaup við hvert tækifæri. Framan af réðu Eyjakonur betur við hraðann í leiknum og eftir níu mínútur var staðan 2-6, gestunum í vil. Dröfn Haraldsdóttir, markvörður ÍBV, fór á kostum á upphafsmínútum leiksins og varði allt hvað af tók. Hún varði alls 13 skot í fyrri hálfleik, eða tæpan helming af þeim skotum sem hún fékk á sig. Stjörnukonur voru reyndar sjálfum sér verstar í byrjun leiks, tóku mörg illa ígrunduð skot og vörnin opnaðist trekk í trekk. En þær náðu fljótlega áttum og jöfnuðu í 7-7. Þá komu þrjú Eyjamörk í röð, tvö þeirra frá línumanninum Telmu Silva Amado sem spilaði mjög vel í dag og skoraði sjö mörk. Í stöðunni 7-10 setti svo Florentina Stanciu í lás. Landsliðsmarkvörðurinn sýndi frábæra takta og varði frá leikmönnum ÍBV úr öllum mögulegum færum, þar af 4-5 sinnum úr galopnum færum í hraðaupphlaupum. Florentina endaði fyrri hálfleikinn með 17 varin skot og varði alls 59% af þeim skotum sem hún fékk á sig! Stórleikur Florentinu smitaði út frá sér, sóknarleikur Stjörnunnar batnaði sem og varnarleikurinn og heimakonur breyttu stöðunni úr 7-10 í 14-12 á síðustu 13 mínútum fyrri hálfleiks. Það hægðist aðeins á leiknum í seinni hálfleik, en spennan var í algleymingi. Sóknarleikur ÍBV var helst til of einhæfur í seinni hálfleik, en mikið mæddi á Esther Óskarsdóttur og Telmu Amado, sérstaklega í ljósi þess að Vera Lopes náði sér ekki á strik. Ester var markahæst í liði ÍBV með átta mörk, en Telma kom næst með sjö, eins og áður sagði. Florentina hélt áfram að reynast Eyjakonum erfið í seinni hálfleik og hennar framlag vóg þungt á metunum þegar uppi var staðið. Esther Viktoría Ragnarsdóttir átti sömuleiðis afbragðs leik og var gríðarlega mikilvæg undir lokin. Esther skoraði þrjú af síðustu fimm mörkum Stjörnunnar sem vann að lokum tveggja marka sigur, 25-23. Esther var markahæst í liði Garðbæinga með sex mörk, en Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Florentina átti, eins og margoft hefur komið fram, magnaðan leik í markinu og varði alls 26 skot.Esther: Florentina gerði gæfumuninn Esther Viktoría Ragnarsdóttir átti flottan leik fyrir Stjörnuna í 25-23 sigri á ÍBV í Olís-deild kvenna í dag. Esther skoraði alls sex mörk í leiknum, þar af þrjú af síðustu fimm mörkum Garðbæinga. Hún var að vonum sátt í leikslok. „Ég er ótrúlega ánægð með hvað liðið kom sterkt til baka eftir marga slæma kafla í leiknum. „Við þurftum auðvitað að hefna fyrir tapið í bikarnum sem var mjög sárt og við komum mjög ákveðnar til leiks í dag,“ sagði Esther en ÍBV vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni í Coca-Cola bikarnum fyrir rúmri viku. Esther sagði tapið í þeim leik hafa elft liðið í dag frekar en hitt. „Ég held að það hafi frekar gefið okkur aukakraft. Við vildum alls ekki láta þetta koma fyrir aftur.“ Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Stjörnunnar og Esther var að vonum sátt með frammistöðu liðsfélaga síns. „Hún gerði gæfumuninn og það er ekki leiðinlegt að spila með svona frábæran karakter fyrir aftan sig. Hún er frábær innan vallar sem utan,“ sagði Esther að lokum.Jón Gunnlaugur: Heilt yfir ánægður Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sitt lið þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Stjörnunni í TM-höllinni í dag. ÍBV byrjaði leikinn mjög vel, en um miðjan fyrri hálfleik kom góður kafli hjá Stjörnunni. En hvað fannst Jóni fara úrskeiðis á þeim kafla? „Við leystum annað tempóið hjá þeim illa. Þær keyrðu í bakið á okkur og við vorum hægar til baka. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og stelpurnar spiluðu yfirhöfuð vel. Þetta var flottur handboltaleikur sem var gaman að horfa á,“ sagði Jón. Markverðir liðanna, Florentina Stanciu hjá Stjörnunni og Dröfn Haraldsdóttir, spiluðu gríðarlega vel í dag og voru í raun í aðalhlutverki. Jón tók undir það. „Markverðirnir voru báðir með í kringum 20 skot varin. Dröfn var alveg frábær í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir það vorum við tveimur mörkum undir sem var ekki nógu gott.“ Jón tók einnig undir það að of fáir leikmenn ÍBV hafi tekið ábyrgð í sókninni í seinni hálfleik. „Telma (Amado) var mjög góð líkt og Esther, en Vera (Lopes) átti slæman dag eins og í bikarleiknum. En hún kemur til baka. „Það vantaði kannski að 1-2 leikmenn hefðu stigið upp til viðbótar, en heilt yfir er ég mjög ánægður með leikinn,“ sagði Jón að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Stjarnan vann tveggja marka sigur, 25-23, á ÍBV í 10. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í TM-höllinni í dag. Með sigrinum jafnaði Stjarnan ÍBV að stigum, en bæði lið eru nú með 18 stig í deildinni. Bæði lið spiluðu mjög hraðan bolta í dag og keyrðu fram í hraðaupphlaup við hvert tækifæri. Framan af réðu Eyjakonur betur við hraðann í leiknum og eftir níu mínútur var staðan 2-6, gestunum í vil. Dröfn Haraldsdóttir, markvörður ÍBV, fór á kostum á upphafsmínútum leiksins og varði allt hvað af tók. Hún varði alls 13 skot í fyrri hálfleik, eða tæpan helming af þeim skotum sem hún fékk á sig. Stjörnukonur voru reyndar sjálfum sér verstar í byrjun leiks, tóku mörg illa ígrunduð skot og vörnin opnaðist trekk í trekk. En þær náðu fljótlega áttum og jöfnuðu í 7-7. Þá komu þrjú Eyjamörk í röð, tvö þeirra frá línumanninum Telmu Silva Amado sem spilaði mjög vel í dag og skoraði sjö mörk. Í stöðunni 7-10 setti svo Florentina Stanciu í lás. Landsliðsmarkvörðurinn sýndi frábæra takta og varði frá leikmönnum ÍBV úr öllum mögulegum færum, þar af 4-5 sinnum úr galopnum færum í hraðaupphlaupum. Florentina endaði fyrri hálfleikinn með 17 varin skot og varði alls 59% af þeim skotum sem hún fékk á sig! Stórleikur Florentinu smitaði út frá sér, sóknarleikur Stjörnunnar batnaði sem og varnarleikurinn og heimakonur breyttu stöðunni úr 7-10 í 14-12 á síðustu 13 mínútum fyrri hálfleiks. Það hægðist aðeins á leiknum í seinni hálfleik, en spennan var í algleymingi. Sóknarleikur ÍBV var helst til of einhæfur í seinni hálfleik, en mikið mæddi á Esther Óskarsdóttur og Telmu Amado, sérstaklega í ljósi þess að Vera Lopes náði sér ekki á strik. Ester var markahæst í liði ÍBV með átta mörk, en Telma kom næst með sjö, eins og áður sagði. Florentina hélt áfram að reynast Eyjakonum erfið í seinni hálfleik og hennar framlag vóg þungt á metunum þegar uppi var staðið. Esther Viktoría Ragnarsdóttir átti sömuleiðis afbragðs leik og var gríðarlega mikilvæg undir lokin. Esther skoraði þrjú af síðustu fimm mörkum Stjörnunnar sem vann að lokum tveggja marka sigur, 25-23. Esther var markahæst í liði Garðbæinga með sex mörk, en Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Florentina átti, eins og margoft hefur komið fram, magnaðan leik í markinu og varði alls 26 skot.Esther: Florentina gerði gæfumuninn Esther Viktoría Ragnarsdóttir átti flottan leik fyrir Stjörnuna í 25-23 sigri á ÍBV í Olís-deild kvenna í dag. Esther skoraði alls sex mörk í leiknum, þar af þrjú af síðustu fimm mörkum Garðbæinga. Hún var að vonum sátt í leikslok. „Ég er ótrúlega ánægð með hvað liðið kom sterkt til baka eftir marga slæma kafla í leiknum. „Við þurftum auðvitað að hefna fyrir tapið í bikarnum sem var mjög sárt og við komum mjög ákveðnar til leiks í dag,“ sagði Esther en ÍBV vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni í Coca-Cola bikarnum fyrir rúmri viku. Esther sagði tapið í þeim leik hafa elft liðið í dag frekar en hitt. „Ég held að það hafi frekar gefið okkur aukakraft. Við vildum alls ekki láta þetta koma fyrir aftur.“ Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Stjörnunnar og Esther var að vonum sátt með frammistöðu liðsfélaga síns. „Hún gerði gæfumuninn og það er ekki leiðinlegt að spila með svona frábæran karakter fyrir aftan sig. Hún er frábær innan vallar sem utan,“ sagði Esther að lokum.Jón Gunnlaugur: Heilt yfir ánægður Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sitt lið þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Stjörnunni í TM-höllinni í dag. ÍBV byrjaði leikinn mjög vel, en um miðjan fyrri hálfleik kom góður kafli hjá Stjörnunni. En hvað fannst Jóni fara úrskeiðis á þeim kafla? „Við leystum annað tempóið hjá þeim illa. Þær keyrðu í bakið á okkur og við vorum hægar til baka. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og stelpurnar spiluðu yfirhöfuð vel. Þetta var flottur handboltaleikur sem var gaman að horfa á,“ sagði Jón. Markverðir liðanna, Florentina Stanciu hjá Stjörnunni og Dröfn Haraldsdóttir, spiluðu gríðarlega vel í dag og voru í raun í aðalhlutverki. Jón tók undir það. „Markverðirnir voru báðir með í kringum 20 skot varin. Dröfn var alveg frábær í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir það vorum við tveimur mörkum undir sem var ekki nógu gott.“ Jón tók einnig undir það að of fáir leikmenn ÍBV hafi tekið ábyrgð í sókninni í seinni hálfleik. „Telma (Amado) var mjög góð líkt og Esther, en Vera (Lopes) átti slæman dag eins og í bikarleiknum. En hún kemur til baka. „Það vantaði kannski að 1-2 leikmenn hefðu stigið upp til viðbótar, en heilt yfir er ég mjög ánægður með leikinn,“ sagði Jón að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira