Opið bréf til heilbrigðisráðherra Aðalbjörg Rut Pétursdóttir skrifar 23. nóvember 2014 17:25 Raunveruleikinn um heilbrigðismálFyrir um ári síðan fór mér að líða mjög illa og í framhaldi fór ég til míns heimilislæknis og bað hann að rannsaka mig því heilsan væri mjög slæm. Læknirinn sagði „Nei“. Ég spurði hann hver tæki ákvörðun um það. „Ég“, sagði/svaraði hann. Aftur spyr ég um hvort ég hafði eitthvað um það að segja? Enn og aftur var svarið „Nei“. Í framhaldinu leitaði ég logandi ljósi að lækni sem vildi rannsaka mig og alltaf var sama sagan, svarið var „Nei“. Ég þurfti að fara út á land sl. vor og veikist þar heiftarleiga. Ég fór til læknis á næstu heilsugæslu og bað hann að skoða mig vel því ég ætti ekki að vera svona og var líðanin mikið verri en áður. Flensa og sýklalyf var hans greining. Hann spurði mig hvenær ég færi suður, en ég bý í Reykjavík. Þetta var hans lækning. Ég fór suður og á Læknavaktina og fékk þar greiningu, vírus fyrst sýklalyfin virka ekki, en kláraðu lyfið. Báðir þessir læknar sögðu að það væri allt í lagi með lungun, en þeir hlustuðu á mig báðir. Ég fór heim og versna mikið dag frá degi og komst ekki niður nokkrar tröppur til að ná í blaðið. Ég komst við illan leik út í bíl og á bráðamóttökuna og var greind með blóðtappa í hvoru lunga, eins í maga og milta. Var á sjúkrahúsi 8 daga, fékk blóðþynningalyf og er ennþá á þeim í dag. Ég fór aftur út á land á sama stað. Þá fæ ég mikinn bjúg frá hné og niður báðar fætur. Leitaði til heilsugæslunnar aftur og fékk annan lækni. Mér til furðu spurði hann mig „Hvenær ferð þú suður?“ og fannst mér eins og það ætti að vera lækning hans. Nú langar mig að spyrja þig, Kristján, nokkrar spurningar og fá svör við þeim; Ef einstaklingur á lögheimili á Akureyri, er staddur í Reykjavík, veikist, fer til heilsugæslunnar og læknir spyr hann „Hvenær ferð þú norður?“ er það viðunandi þjónusta? Ég tel öll þessi viðbrögð lækna vera út af niðurskurði þínum og þinnar ríkisstjórnar til heilbrigðismála. Vilt þú hafa svona hrakandi læknisþjónustu? Út af þessum veikindum mínum, ferðum til lækna, , vanlíðan minni, , hefur fjárhagstaðan mín hrunið og líklega hefur þetta kostað ríkinu mun meira en þarf. Læknirinn sem tók á móti mér á bráðamóttökunni sem sagði veikindin mín vera lífshættuleg. Í framhaldi hefur þér og þinni ríkisstjórn ekki dottið í hug að koma á fót áfallateymi til að hjálpa fólki sem veikist eða lendir í slysi þannig að það geti nýtt sér endurhæfinguna og komist fyrr út á vinnumarkaðinn. Fái að vita rétt sinn, fá réttar upplýsingar og leiðbeiningar um hvert á að leita. Eins og staðan er í dag, að mínu mati, segir enginn hver réttur manns er eða hjálpar við ná honum fram. Ég veiktist og var í framhaldinu metin 75% öryrki. Ég fékk upplýsingarnar frá öðrum öryrkja og starfsmanni í apóteki, ekki hjá Tryggingastofnun eða öðrum stofnunum, sem að mínu mati, ættu að upplýsa fólk um réttindi þess , án þess að þurfa að fá sér dýra lögfræðinga til að ná réttindum sínum. Ég fór til VR og bað um aðstoð við að fá greitt veikindakaup og orlof frá vinnuveitanda, en var rekin úr félaginu þegar þau vissu að ég hefði verið að skúra en ekki unnið venjuleg verslunarstörf. Þau sendu mig til Gildi lífeyrissjóðs og þar var með neitað um lífeyri. Ég þurfti að fá aðstoð lögfræðings og fara í mál við sjóðinn sem tók áratug áður en ég fékk loksins greiðslur frá sjóðnum og eingreiðslu. Tryggingastofnun skerti mínar bætur svakalega og fékk ég fagaðila til að sjá hvað ég ætti eftir þegar skerðingunni væri lokið. Niðurstaðan var sú að ég þurfti að endurgreiða kr. 1.000.- með eingreiðslunni.Hvenær ætlar þú og þín ríkisstjórn að hætta þessum skerðingum?Á sínum tíma var greiddur skattur af framlagi vinnuveitanda og svo er ég að greiða aftur skatt af öllum lífeyrisgreiðslum sem ég fæ ásamt því að Tryggingarstofnum skerðir svo örorkugreiðslurnar til mín. Áður en ég veiktist, , vann ég mjög mikið. Ef ég náði ekki að framfleyta mér og mínum fékk ég mér aðra vinnu. Öll þessi barátta við kerfið að ná fram mínum réttindum gerði það að verkum að litla orkan sem ég hef fer í baráttuna við að geta dregið fram lífið og endurhæfingin nýtist mér ekki eins og hún á að gera. Því finnst mér að það eigi að vera áfallateymi sem hjálpar fólki að ná fram rétti sínum og geti nýtt sér endurhæfinguna.Ætlar þú að beita þér fyrir að afnema tekjuskerðingu hjá eldriborgurum og öryrkjum og eins að koma með áfallateymi?Það er alveg nóg að takast á við veikindi og slys þó fólk þurfi ekki að berjast við stofnanir sem eiga að hjálpa fólki til að geta dregið fram lífið. Einnig vil ég benda á að með þessum teymum myndi ríkið spara mikla peninga. Ég hef talað um þetta við sjúkraþjálfara, lækna og hjúkrunarfólk og öll eru þau mér sammála. Ég tel ríkið vera þarna að spara aurinn og kasta a krónunni. Það er alltaf byrjað á röngum enda hjá ríkinu, að mínu mati. Mig langar að vita hvenær öryrkjar fá loforð ykkar um leiðréttingar uppfyllt sem þið gáfuð fyrir síðustu alþingiskosningar? Skerðingar sem komu á 2009 ætluðu þið að leiðrétta strax. Það þýðir ekki að segja mér að þið séuð búin að því, þar sem ég hef ekki fengið krónu út af þessum loforðum Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna. Bætur frá Tryggingarstofnuninni hafa ekki haldist í hendur við hinar almennu hækkanir á markaði. Vil ég vitna í grein hér í blaðinu sem heitir „Fátækt getur leitt til félagslegrar einangrunar“, eftir Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur, félagsráðgjafa hjá Öryrkjabandalagi Íslands, viðtal sem Svala Jónsdóttir tók. Þar segir: „Sýnt hefur verið fram á að þeir sem eru eingöngu á örorkubótum lifa undir fátæktarmörkum og eiga ekki fyrir mat né öðrum nauðþurftum“. Vil ég benda þér á að lesa allt það viðtal og einnig viðtal við Þorberu Fjölnisdóttur í Fréttablaðinu 3.júlí 2014 sem heitir „Loforð og efndir“. Fleiri viðtöl eru í Kvennablaðinu.is og eins er þar að finna viðtal við mig. Meðfylgjandi grein og viðtöl fylgja þessu bréfi.Gætir þú lifað eðlilegu lífi á bótum sem eru frá kr. 165.000.- á mánuð upp í rúmar kr. 200.000.-?Þingmenn og ráðherrar halda að það sé nóg fyrir okkur öryrkja.Að lokum vil ég fá að vita hvenær þú og þín ríkisstjórn ætlið að hætta að skerða bætur sem Tryggingastofnun greiðir út?Ég spyr aftur því ég vil fá svör frá þér um þessi mál sem varðar ykkar loforð og það sem snýr að ríkinu. Ég vann hörðum höndum allt þar til ég veiktist en megnið af mínum lífeyrissjóði fer í skatta og skerðingar. Vil ég biðja þig að svara þessu bréfi og að þið framkvæmið strax því sem þið lofuðuð, ekki á síðasta degi kjörtímabilsins.Virðingarfyllst, ___________________________Aðalbjörg Rut Pétursdóttir Garðastræti 9 101 Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Raunveruleikinn um heilbrigðismálFyrir um ári síðan fór mér að líða mjög illa og í framhaldi fór ég til míns heimilislæknis og bað hann að rannsaka mig því heilsan væri mjög slæm. Læknirinn sagði „Nei“. Ég spurði hann hver tæki ákvörðun um það. „Ég“, sagði/svaraði hann. Aftur spyr ég um hvort ég hafði eitthvað um það að segja? Enn og aftur var svarið „Nei“. Í framhaldinu leitaði ég logandi ljósi að lækni sem vildi rannsaka mig og alltaf var sama sagan, svarið var „Nei“. Ég þurfti að fara út á land sl. vor og veikist þar heiftarleiga. Ég fór til læknis á næstu heilsugæslu og bað hann að skoða mig vel því ég ætti ekki að vera svona og var líðanin mikið verri en áður. Flensa og sýklalyf var hans greining. Hann spurði mig hvenær ég færi suður, en ég bý í Reykjavík. Þetta var hans lækning. Ég fór suður og á Læknavaktina og fékk þar greiningu, vírus fyrst sýklalyfin virka ekki, en kláraðu lyfið. Báðir þessir læknar sögðu að það væri allt í lagi með lungun, en þeir hlustuðu á mig báðir. Ég fór heim og versna mikið dag frá degi og komst ekki niður nokkrar tröppur til að ná í blaðið. Ég komst við illan leik út í bíl og á bráðamóttökuna og var greind með blóðtappa í hvoru lunga, eins í maga og milta. Var á sjúkrahúsi 8 daga, fékk blóðþynningalyf og er ennþá á þeim í dag. Ég fór aftur út á land á sama stað. Þá fæ ég mikinn bjúg frá hné og niður báðar fætur. Leitaði til heilsugæslunnar aftur og fékk annan lækni. Mér til furðu spurði hann mig „Hvenær ferð þú suður?“ og fannst mér eins og það ætti að vera lækning hans. Nú langar mig að spyrja þig, Kristján, nokkrar spurningar og fá svör við þeim; Ef einstaklingur á lögheimili á Akureyri, er staddur í Reykjavík, veikist, fer til heilsugæslunnar og læknir spyr hann „Hvenær ferð þú norður?“ er það viðunandi þjónusta? Ég tel öll þessi viðbrögð lækna vera út af niðurskurði þínum og þinnar ríkisstjórnar til heilbrigðismála. Vilt þú hafa svona hrakandi læknisþjónustu? Út af þessum veikindum mínum, ferðum til lækna, , vanlíðan minni, , hefur fjárhagstaðan mín hrunið og líklega hefur þetta kostað ríkinu mun meira en þarf. Læknirinn sem tók á móti mér á bráðamóttökunni sem sagði veikindin mín vera lífshættuleg. Í framhaldi hefur þér og þinni ríkisstjórn ekki dottið í hug að koma á fót áfallateymi til að hjálpa fólki sem veikist eða lendir í slysi þannig að það geti nýtt sér endurhæfinguna og komist fyrr út á vinnumarkaðinn. Fái að vita rétt sinn, fá réttar upplýsingar og leiðbeiningar um hvert á að leita. Eins og staðan er í dag, að mínu mati, segir enginn hver réttur manns er eða hjálpar við ná honum fram. Ég veiktist og var í framhaldinu metin 75% öryrki. Ég fékk upplýsingarnar frá öðrum öryrkja og starfsmanni í apóteki, ekki hjá Tryggingastofnun eða öðrum stofnunum, sem að mínu mati, ættu að upplýsa fólk um réttindi þess , án þess að þurfa að fá sér dýra lögfræðinga til að ná réttindum sínum. Ég fór til VR og bað um aðstoð við að fá greitt veikindakaup og orlof frá vinnuveitanda, en var rekin úr félaginu þegar þau vissu að ég hefði verið að skúra en ekki unnið venjuleg verslunarstörf. Þau sendu mig til Gildi lífeyrissjóðs og þar var með neitað um lífeyri. Ég þurfti að fá aðstoð lögfræðings og fara í mál við sjóðinn sem tók áratug áður en ég fékk loksins greiðslur frá sjóðnum og eingreiðslu. Tryggingastofnun skerti mínar bætur svakalega og fékk ég fagaðila til að sjá hvað ég ætti eftir þegar skerðingunni væri lokið. Niðurstaðan var sú að ég þurfti að endurgreiða kr. 1.000.- með eingreiðslunni.Hvenær ætlar þú og þín ríkisstjórn að hætta þessum skerðingum?Á sínum tíma var greiddur skattur af framlagi vinnuveitanda og svo er ég að greiða aftur skatt af öllum lífeyrisgreiðslum sem ég fæ ásamt því að Tryggingarstofnum skerðir svo örorkugreiðslurnar til mín. Áður en ég veiktist, , vann ég mjög mikið. Ef ég náði ekki að framfleyta mér og mínum fékk ég mér aðra vinnu. Öll þessi barátta við kerfið að ná fram mínum réttindum gerði það að verkum að litla orkan sem ég hef fer í baráttuna við að geta dregið fram lífið og endurhæfingin nýtist mér ekki eins og hún á að gera. Því finnst mér að það eigi að vera áfallateymi sem hjálpar fólki að ná fram rétti sínum og geti nýtt sér endurhæfinguna.Ætlar þú að beita þér fyrir að afnema tekjuskerðingu hjá eldriborgurum og öryrkjum og eins að koma með áfallateymi?Það er alveg nóg að takast á við veikindi og slys þó fólk þurfi ekki að berjast við stofnanir sem eiga að hjálpa fólki til að geta dregið fram lífið. Einnig vil ég benda á að með þessum teymum myndi ríkið spara mikla peninga. Ég hef talað um þetta við sjúkraþjálfara, lækna og hjúkrunarfólk og öll eru þau mér sammála. Ég tel ríkið vera þarna að spara aurinn og kasta a krónunni. Það er alltaf byrjað á röngum enda hjá ríkinu, að mínu mati. Mig langar að vita hvenær öryrkjar fá loforð ykkar um leiðréttingar uppfyllt sem þið gáfuð fyrir síðustu alþingiskosningar? Skerðingar sem komu á 2009 ætluðu þið að leiðrétta strax. Það þýðir ekki að segja mér að þið séuð búin að því, þar sem ég hef ekki fengið krónu út af þessum loforðum Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna. Bætur frá Tryggingarstofnuninni hafa ekki haldist í hendur við hinar almennu hækkanir á markaði. Vil ég vitna í grein hér í blaðinu sem heitir „Fátækt getur leitt til félagslegrar einangrunar“, eftir Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur, félagsráðgjafa hjá Öryrkjabandalagi Íslands, viðtal sem Svala Jónsdóttir tók. Þar segir: „Sýnt hefur verið fram á að þeir sem eru eingöngu á örorkubótum lifa undir fátæktarmörkum og eiga ekki fyrir mat né öðrum nauðþurftum“. Vil ég benda þér á að lesa allt það viðtal og einnig viðtal við Þorberu Fjölnisdóttur í Fréttablaðinu 3.júlí 2014 sem heitir „Loforð og efndir“. Fleiri viðtöl eru í Kvennablaðinu.is og eins er þar að finna viðtal við mig. Meðfylgjandi grein og viðtöl fylgja þessu bréfi.Gætir þú lifað eðlilegu lífi á bótum sem eru frá kr. 165.000.- á mánuð upp í rúmar kr. 200.000.-?Þingmenn og ráðherrar halda að það sé nóg fyrir okkur öryrkja.Að lokum vil ég fá að vita hvenær þú og þín ríkisstjórn ætlið að hætta að skerða bætur sem Tryggingastofnun greiðir út?Ég spyr aftur því ég vil fá svör frá þér um þessi mál sem varðar ykkar loforð og það sem snýr að ríkinu. Ég vann hörðum höndum allt þar til ég veiktist en megnið af mínum lífeyrissjóði fer í skatta og skerðingar. Vil ég biðja þig að svara þessu bréfi og að þið framkvæmið strax því sem þið lofuðuð, ekki á síðasta degi kjörtímabilsins.Virðingarfyllst, ___________________________Aðalbjörg Rut Pétursdóttir Garðastræti 9 101 Reykjavík
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar