Tónlist

Ásgeir Trausti gefur út viðhafnarútgáfu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út viðhafnarútgáfu af In the Silence í dag.

Útgáfan inniheldur þrjá geisladiska; Dýrð í dauðaþögn, ensku útgáfuna af plötunni sem heitir In the Silence og bónusdisk með nýju efni eins og Stormurinn, It Will Rain, Ocean, endurhljóðblönduðum lögum og órafmögnuðum útgáfum.

Þessi viðhafnarútgáfa kemur út í dag í Evrópu og víðar en hingað til hefur Dýrð í dauðaþögn aðeins verið fáanleg á Íslandi og í Skandinavíu.

Hægt er að fjárfesta í pakkanum til dæmis á iTunes, Amazon og á Google Play.

Umslag viðhafnarútgáfunnar hannaði Bobby Breiðholt en myndirnar tók Jónatan Grétarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×