Hjálpi mér! Lára Kristín Brynjólfsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 17:00 Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir, staðfesting á fordómum og skilningsleysi þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega vinveittur staður fyrir hans fötlun og sérþarfir. Sonur minn er greindur með einhverfu og ADHD, sem hann tekur lyf við. Hann gengur á hverjum myrkum morgni í skólann með þunga skólatösku og lyf í maganum til þess að auðvelda kennurum störf sín. Hann situr í skólastofu með rúmlega tuttugu öðrum börnum, með tilheyrandi hávaða.Sest á gólfið Sonur minn er með skyntruflanir vegna einhverfu sinnar. Hann heyrir hljóð sem enginn annar tekur eftir. Minnstu hreyfingar samnemenda, skera hann í eyrun og trufla einbeitingu hans. Vegna eðlilegra starfa í kennslustofu þá finnur hann fyrir óbærilegri pressu, að útiloka fötlun sína og fá háar einkunnir. Það er að sjálfsögðu óraunhæft svo hann upplifir sig heimskan og sest oftar en ekki á gólfið í horni skólastofu og ruggar sér með hendur fyrir eyrum. Þar koma upp vangaveltur um hegðunarfrávik. Sanngjarnt? Okkur foreldrunum er svo tilkynnt að barnið sé eftir á í námi, hann nái ekki að ljúka verkefnum og hlusti ekki eftir fyrirmælum í tíma. Til þess að toppa sáran veruleika þessa barna og foreldra þeirra, þá er þeim börnum sem búa við þessi vandamál ekki boðið að taka þátt í samræmdum prófum. Þau eru talin of heimsk til þess að fá tækifæri til þess að láta á það reyna. Það kemur að sjálfsögðu heldur ekki til greina að sveigja kerfið á þann hátt að þörfum þeirra sé mætt. Það er til of mikils mælst.Horfði á strumpana meðan aðrir tóku próf Það var þyngra en tárum taki að útskýra fyrir syni mínum að hann ætti að vera „veikur“ heima að ráðleggingu kennara. Að hann væri bara ekki nógu góður námsmaður/einstaklingur til þess að taka prófin. Ég get staðfest að slík framkoma jafnast á við andlegt ofbeldi frá stofnun sem á að byggja börnin okkar upp og aðstoða út í lífið. Af hverju eru öll börn sett í sama „þú verður að fæðast heilbrigður“ ramma? Af hverju eru þessi yndislegu börn stimpluð úrhrök aðeins 8 ára gömul? Mig sárnar svo tilhugsunin um menntakerfið okkar. Ég fæ sting fyrir brjóstið – þegar ég hugsa til þeirra hindrana sem barnið mitt þarf að ganga í gegnum vegna skort á viðeigandi þjónustu. Síðan er honum hefnt fyrir fötlun sína með ósk um fjarvist í prófum sem meta stöðu hans og annarra barna. Ef prófið hefði verið lesið upp fyrir son minn og spurningar útskýrðar á viðeigandi hátt hefði hann blómstrað. En vegna þess að hann hafði ekki þá aðstoð sem fötlun hans krefst þá er honum gert að sitja heima og horfa á strumpana á meðan aðrir taka próf og undirbúa framtíð sína.Þekkingar- og skilningsleysi á einhverfu Skammist ykkar! Það er það eina sem ég fæ upp í huga minn. Það er skömm af því að hampa einungis börnum sem þurfa ekki að ganga í gegnum sömu raunir og fötluð börn. Af hverju fær barnið mitt og önnur börn með andlegar hindranir ekki sömu aðstoð og börn sem búa til dæmis við hreyfifötlun. Af hverju þarf hann að hysja upp um sig brækurnar og hegða sér eins og ekkert sé að. Hefði barnið mitt fengið að læra í hljóðlátu herbergi með stuðning við hæfi, þá er ég sannfærð um að honum hefði gengið vel í samræmdum prófum og verið afar stoltur. En vegna þekkingar- og skilningsleysis þess kerfis sem við búum í á einhverfu og öðrum andlegum hindrunum þá er barninu mínu gert að fá falleinkunn á samrændu prófum. Getið þið gert ykkur í hugarlund þá niðurlægingu og skömm sem sonur minn þarf að lifa við vegna þessa? Hvernig myndi ykkur líða? Er þetta það veganesti sem við viljum senda einstaklinga með út í lífið ? Nei afsakið, eitt augnablik gleymdi ég því að sonur minn á ekki rétt á að fá það líf eða þau tækifæri sem öðrum börnum stendur til boða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir, staðfesting á fordómum og skilningsleysi þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega vinveittur staður fyrir hans fötlun og sérþarfir. Sonur minn er greindur með einhverfu og ADHD, sem hann tekur lyf við. Hann gengur á hverjum myrkum morgni í skólann með þunga skólatösku og lyf í maganum til þess að auðvelda kennurum störf sín. Hann situr í skólastofu með rúmlega tuttugu öðrum börnum, með tilheyrandi hávaða.Sest á gólfið Sonur minn er með skyntruflanir vegna einhverfu sinnar. Hann heyrir hljóð sem enginn annar tekur eftir. Minnstu hreyfingar samnemenda, skera hann í eyrun og trufla einbeitingu hans. Vegna eðlilegra starfa í kennslustofu þá finnur hann fyrir óbærilegri pressu, að útiloka fötlun sína og fá háar einkunnir. Það er að sjálfsögðu óraunhæft svo hann upplifir sig heimskan og sest oftar en ekki á gólfið í horni skólastofu og ruggar sér með hendur fyrir eyrum. Þar koma upp vangaveltur um hegðunarfrávik. Sanngjarnt? Okkur foreldrunum er svo tilkynnt að barnið sé eftir á í námi, hann nái ekki að ljúka verkefnum og hlusti ekki eftir fyrirmælum í tíma. Til þess að toppa sáran veruleika þessa barna og foreldra þeirra, þá er þeim börnum sem búa við þessi vandamál ekki boðið að taka þátt í samræmdum prófum. Þau eru talin of heimsk til þess að fá tækifæri til þess að láta á það reyna. Það kemur að sjálfsögðu heldur ekki til greina að sveigja kerfið á þann hátt að þörfum þeirra sé mætt. Það er til of mikils mælst.Horfði á strumpana meðan aðrir tóku próf Það var þyngra en tárum taki að útskýra fyrir syni mínum að hann ætti að vera „veikur“ heima að ráðleggingu kennara. Að hann væri bara ekki nógu góður námsmaður/einstaklingur til þess að taka prófin. Ég get staðfest að slík framkoma jafnast á við andlegt ofbeldi frá stofnun sem á að byggja börnin okkar upp og aðstoða út í lífið. Af hverju eru öll börn sett í sama „þú verður að fæðast heilbrigður“ ramma? Af hverju eru þessi yndislegu börn stimpluð úrhrök aðeins 8 ára gömul? Mig sárnar svo tilhugsunin um menntakerfið okkar. Ég fæ sting fyrir brjóstið – þegar ég hugsa til þeirra hindrana sem barnið mitt þarf að ganga í gegnum vegna skort á viðeigandi þjónustu. Síðan er honum hefnt fyrir fötlun sína með ósk um fjarvist í prófum sem meta stöðu hans og annarra barna. Ef prófið hefði verið lesið upp fyrir son minn og spurningar útskýrðar á viðeigandi hátt hefði hann blómstrað. En vegna þess að hann hafði ekki þá aðstoð sem fötlun hans krefst þá er honum gert að sitja heima og horfa á strumpana á meðan aðrir taka próf og undirbúa framtíð sína.Þekkingar- og skilningsleysi á einhverfu Skammist ykkar! Það er það eina sem ég fæ upp í huga minn. Það er skömm af því að hampa einungis börnum sem þurfa ekki að ganga í gegnum sömu raunir og fötluð börn. Af hverju fær barnið mitt og önnur börn með andlegar hindranir ekki sömu aðstoð og börn sem búa til dæmis við hreyfifötlun. Af hverju þarf hann að hysja upp um sig brækurnar og hegða sér eins og ekkert sé að. Hefði barnið mitt fengið að læra í hljóðlátu herbergi með stuðning við hæfi, þá er ég sannfærð um að honum hefði gengið vel í samræmdum prófum og verið afar stoltur. En vegna þekkingar- og skilningsleysis þess kerfis sem við búum í á einhverfu og öðrum andlegum hindrunum þá er barninu mínu gert að fá falleinkunn á samrændu prófum. Getið þið gert ykkur í hugarlund þá niðurlægingu og skömm sem sonur minn þarf að lifa við vegna þessa? Hvernig myndi ykkur líða? Er þetta það veganesti sem við viljum senda einstaklinga með út í lífið ? Nei afsakið, eitt augnablik gleymdi ég því að sonur minn á ekki rétt á að fá það líf eða þau tækifæri sem öðrum börnum stendur til boða.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun