Verðtrygging á brauðfótum – nýtt tækifæri? Skjóðan skrifar 26. nóvember 2014 13:00 Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. EFTA-dómstóllinn hristi í byrjun vikunnar rækilega við landanum með ráðgefandi áliti sínu um að framkvæmd verðtryggingar á Íslandi sé ólögleg þar sem gert sé ráð fyrir núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlunum við lántöku. Fyrir vikið gefur greiðsluáætlun ekki raunhæfa mynd af áætluðum kostnaði lántakenda af lántökunni. Slíkt brýtur gegn neytendaverndarreglum ESB, sem Alþingi hefur að mestu lögfest hér á landi. Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. Megnið af þessu eru lán til heimilanna og af þeim er Íbúðalánasjóður (ÍLS) með röskan helming. Lífeyrissjóðirnir eiga svo megnið af kröfunum á ÍLS. Meti íslenskir dómstólar verðtrygginguna sem óréttmætan skilmála í lánasamningum vegna þessa er ljóst að verðtryggð lán verða færð niður um nokkur hundruð milljarða. Ljóst er að bankarnir, alla vega endurreistu bankarnir þrír, standa slíka niðurfærslu vel af sér enda fengu þeir verðtryggð lán flutt yfir á miklum afslætti úr gömlu bönkunum eftir hrun. Á pappír er eiginfjárstaða þeirra mjög sterk og þeir mega við högginu. Margir hafa áhyggjur af ÍLS og lífeyrissjóðunum. ÍLS er gjaldþrota fyrirtæki með ríkisábyrgð en hve langt nær ríkisábyrgðin? Nokkuð ljóst er að ríkið hefur í hendi sér að greiða kröfuhöfum sjóðsins skuldbindingar hans á mjög löngum tíma og án vaxta og verðtryggingar. Lífeyrissjóðirnir munu á endanum neyðast til að taka á sig rýrnun eigna ÍLS vegna ólöglegrar framkvæmdar á verðtryggingunni og er þá ekki hagur sjóðsfélaga í mikilli hættu? Þegar þessari spurningu er svarað er vert að íhuga hver er staða lífeyrissjóðakerfisins hér á landi. Þeir sjóðsfélagar sem farnir eru að taka lífeyri í almenna kerfinu verða fyrir miklum skerðingum vegna samtvinnunar við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og raunar er búið að skerða verulega réttindi á hinum almenna markaði. Ef til vill gefur niðurfærsla verðtryggðra lána kost á uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu hér á landi. Niðurfærsla upp á tugi prósenta stórbætir greiðslustöðu og eignamyndun þeirra sem nú eru að borga af verðtryggðum lánum. Samhliða er ekki aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt að samræma almenna lífeyriskerfið og kerfið sem opinberir starfsmenn njóta. Mælir eitthvað gegn því að líta á eignamyndun í eigin húsnæði sem hluta af lífeyrissparnaði fólks? Kannski hefur EFTA-dómstóllinn gefið okkur tækifæri til að stokka upp íslenskan fjármálamarkað og skapa umhverfi sem hæfir betur vestrænu lýðræðisríki en þriðja heiminum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
EFTA-dómstóllinn hristi í byrjun vikunnar rækilega við landanum með ráðgefandi áliti sínu um að framkvæmd verðtryggingar á Íslandi sé ólögleg þar sem gert sé ráð fyrir núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlunum við lántöku. Fyrir vikið gefur greiðsluáætlun ekki raunhæfa mynd af áætluðum kostnaði lántakenda af lántökunni. Slíkt brýtur gegn neytendaverndarreglum ESB, sem Alþingi hefur að mestu lögfest hér á landi. Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. Megnið af þessu eru lán til heimilanna og af þeim er Íbúðalánasjóður (ÍLS) með röskan helming. Lífeyrissjóðirnir eiga svo megnið af kröfunum á ÍLS. Meti íslenskir dómstólar verðtrygginguna sem óréttmætan skilmála í lánasamningum vegna þessa er ljóst að verðtryggð lán verða færð niður um nokkur hundruð milljarða. Ljóst er að bankarnir, alla vega endurreistu bankarnir þrír, standa slíka niðurfærslu vel af sér enda fengu þeir verðtryggð lán flutt yfir á miklum afslætti úr gömlu bönkunum eftir hrun. Á pappír er eiginfjárstaða þeirra mjög sterk og þeir mega við högginu. Margir hafa áhyggjur af ÍLS og lífeyrissjóðunum. ÍLS er gjaldþrota fyrirtæki með ríkisábyrgð en hve langt nær ríkisábyrgðin? Nokkuð ljóst er að ríkið hefur í hendi sér að greiða kröfuhöfum sjóðsins skuldbindingar hans á mjög löngum tíma og án vaxta og verðtryggingar. Lífeyrissjóðirnir munu á endanum neyðast til að taka á sig rýrnun eigna ÍLS vegna ólöglegrar framkvæmdar á verðtryggingunni og er þá ekki hagur sjóðsfélaga í mikilli hættu? Þegar þessari spurningu er svarað er vert að íhuga hver er staða lífeyrissjóðakerfisins hér á landi. Þeir sjóðsfélagar sem farnir eru að taka lífeyri í almenna kerfinu verða fyrir miklum skerðingum vegna samtvinnunar við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og raunar er búið að skerða verulega réttindi á hinum almenna markaði. Ef til vill gefur niðurfærsla verðtryggðra lána kost á uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu hér á landi. Niðurfærsla upp á tugi prósenta stórbætir greiðslustöðu og eignamyndun þeirra sem nú eru að borga af verðtryggðum lánum. Samhliða er ekki aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt að samræma almenna lífeyriskerfið og kerfið sem opinberir starfsmenn njóta. Mælir eitthvað gegn því að líta á eignamyndun í eigin húsnæði sem hluta af lífeyrissparnaði fólks? Kannski hefur EFTA-dómstóllinn gefið okkur tækifæri til að stokka upp íslenskan fjármálamarkað og skapa umhverfi sem hæfir betur vestrænu lýðræðisríki en þriðja heiminum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira